Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Page 12
80 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS i - Hún var á leið úr flótta- mannabúð- um til Vest- urheims og frelsisins. En í Kefla- vík varð hún að hafa töf, því að þar ól hún barn. Hún heitir Agatha og er frá Júgó- slafíu. Jón Pálma'son, bóndi á Akri, tók sæti á Alþingi vegna fjarveru Einars Ingimundarsonar (29.) Bjarne Paulson (sonur Ólafs A. Páls- sonar) hefir verið skipaður sendiherra Dana á íslandi (29.) FJÁRMÁL og viðskipti Um áramótin urðu eigendaskipti að Hótel Borg. Jóhannes Jósefsson, sem verið hefir eigandi gistihússins siðan 1930 seldi það hlutafélagi. Hinn nýi hótelstjóri er Pétur Daníelsson (3.) Islendingar eru önnur mesta fiskút- flutningsþjóð Evrópu (fyrir 55 millj. dollara) og fjórða mesta í heimi (Nor- egur, Japan og Kanada meiri) (5.) Pöntunarfélag alþýðu í Neskaupstað hættir störfum (10.) Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar Akureyrar rúml. 25 milj. kr. Útsvör 20,5 milj. kr. (19.) Viðskipta- og greiðslusamningur við Ungverjaland framlengdur (20.) Nýtt frímerki, Fálkafrímerki, gefið út 1. marz (27.) Vísitala framfærslukostnaðar óbreytt 100 stig (29.) afbrotamAl Brotist var inn í verslun kaupfélags- ins á Seyðisfirði, stolið þar úrum, lindarpennum o. fl. að verðmæti yfir 10 þús. kr. Listaverk Nínu Sæmundsson, Haf- meyan, sem var á stöpli í Tjörninni í Reykjavík, var sprengt í loft upp á nýársnótt. Skrílmennska sú hefir hlot- ið almenna fordæmingu (3.) Brotist var inn í Bifreiðastöð Is- lands og stolið þar rúml. 6000 kr. (8.) Brotist inn í Ahaldahús Reykjavík- urbæar og stolið þaðan um 20 þús. kr. (9.) Svo virðist, sem innbrotafaraldur gangi yfir bæinn. Auk margra smáinn- brota hafa stórþjófnaðir verið framd- ir (10.) Peningaskáp með 17—18 þús. kr. i peningum og öðrum verðmætum stolið úr Trésmiðju Birgis Agústssonar, Brautarholti 6 (10.) Maður og kona tekin fyrir að aka á bíla og skemma þá, bæði drukkin (12) 22 kössum (1100 kartonum) af Chesterfield-sígarettum stolið á Kefla- víkurflugvelli. Ingimar Jónsson, fyrrv. skólastjóri, hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti (19.) Allmikill smyglvarningur fundinn hjá skipverja á Goðafossi (20.) Upp komst um mikinn frímerkja- stuld af gömlum birgðum póststjórnar- innar (20.) 8 þús. kr. o. fl. stolið í sundhöllinni í Hafnarfirði (28.) AFMÆLI Veðurstofan 40 ára (17.) Karólína Jónsdóttir á Fáskrúðsfirði varð 100 ára 12. janúar. Umf. Njáll í Vestur-Landeyum 50 ára (19.) Hótel Borg 30 ára (20.) Davíð Stefánsson, skáld, 65 ára 21. janúar. Húsmæðrafélag Reykjavíkur 25 ára (23.) Kvenfélag Lágafellssóknar 50 ára (28.) GJAFIR Nýlokið er við að setja upp nýar kirkjuklukkur í Borgarneskirkju. Gaf Kaupfélag Borgfirðinga klukkur þess- ar. Einnig gaf kaupfélagið kirkjunni rafknúinn hringingarútbúnað af full- komnustu gerð (3.) Karl Karlsson, rafmagnsfræðingur,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.