Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
83
gang Hefte I. 1933: „Fjeldrype,
Lagapus mutus reinhardti. Meget
almindelig, men Forekomsten
svinger dog ret stærkt; saaledes
saas den í mengde i 1930, betydelig
færre i 1931“. —
Enda þótt ekki hafi verið sann-
að með óyggjandi "ökum, enn sem
komið er, að rjúpur fljúgi milli ís-
lands og Grænlands, þá tel ég ekk-
ert til fyrirstöðu að svo geti verið,
og er það einkum af þeim ástæð-
um er nú skal greina, enda þótt
ýmsir ágætir náttúrufræðingar
vilji ekki viðurkenna íslenzku
rjúpuna nema sem innlendan stað-
og flökkufugl“.
I fyrsta lagi er ísl. rjúpan há-
norrænn fugl og atbragðs flugfugl,
hraðfleyg og þolin. Þetta gildir
yfirleitt um allar fjallrjúputegund-
ir, ef þær eru ekki veikar eða
magrar af fæðuskorti.
í öðru lagi er sennilegt, að hvarf
rjúpnanna af landinu með vissu
árabili, oftast eftir óeðlilega fjölg-
un, sé í sambandi við fæðuskort,
með því hver rjúpa þarf mikið fóð-
ur á dag til viðhalds. Þótt ísland
sé víðáttumikið er meiri hluti þess
ógróið land og hvarvetna á fjöllum,
afréttum og öræfum þar sem fugl
mætti fá korn í nef sitt, löngu upp-
urið af rjúpnaflokkum áður en
fannbreiður hylja hálendið. ísland
getur því ekki fætt nema tak-
markaðan skara af fuglum þess-
um.
t þriðja lagi virðist óeðlileg f jölg-
1 . -----------------¥
un rjúpna á haustin og algert hvarf
þeirra á vorin, héðan af landinu,
standa í nánu sambandi við suður-
og norðurflug rjúpnanna haust og
vor, er þær flýja myrkvatímann,
— heimskautsnótt. Norður-Græn-
lands. Þangað leita þær svo aftur
á vorin og lifa þar hið langa, ljósa
sumar, verpa þar eggjum sínum
og ala upp unga sína. Og þetta flug
rjúpnanna, yfir ísauðnir, mörg þús-
und kílómetra frá suðri til norðurs
um endilangt Grænland, allt norð-
ur til Peary-lands, stendur í nánu
sambandi við fæðu þeirra, sem
óhreyfð og iðjagræn hefur legið
undir skraufþurrum snjónum um
margra mánaða skeið Nú er þetta
sem nýgræðingur í og undir mjall-
arhjúpnum, því að á Norður-Græn-
landi koma nær aldrei blotar eða
hlákur vetrar langt. Rjúpurnar,
svangar og vegmóðar skella sér
niður í kröfsin eftir snæhéra og
læmingja, sauðnaut og hreindýr,
sem fjöldi er af á þessum slóðum,
og eru fljótar að fylla sarpinn.
Rjúpnahóparnir taka þá strax til
að para sig og víðátturnar geta
algerlega fullnægt þeirra hæfilega
jöfnu dreifingu, sem eðli þessara
fugla heimtar um varptímann.
Grænlenzkar rjúpur ílendast
ekki hér á landi og verpa hér ekki
og sama má segja um grænlenzka
fálkann (hvítvalinn), fylgjanda
þeirra. Hann verpir ekki heldur
hér á landi, enda þótt mergð af
honum komi hingað til lands með
grænlezku rjúpunni. Hvítvalurinn
stendur og fellur með grænlenzku
rjúpunni.
Fyrir síðustu aldamót, eða nánar
tiltekið haustið 1893. kom hingað
til lands gífurlegur fjöldi af græn-
lenzkri rjúpu í fylgd með hvít-
fálkanum grænlenzka. Skari þessi
tók land á fjöllum og heiðum vest-*
fjarða að hausti til svo allt sýndist
hvítt og snævi þakið enda þótt
alautt væri. Fljótlega var allt
rjúpnafóður uppurið á Vestfjarða-
fjöllum og heiðum og fluttist þá
rjúpnaskarinn austur eftir landinu,
unz allt var uppurið um öll afrétti
og hálendi íslands. (ísland getur
ekki fætt nema tasmarkaðan fjölda
rjúpna. Ein miljón rjúpna þarf
um 100 smálestir á dag). Mun
megnið af þessari grænlenzku flug-
rjúpu hafa fallið hér á landi af
megurð og fæðuskorti eftir fárra
vikna dvöl. Bar mest á rjúpnafall-
inu í Múlasýslum, syðst og austast
á landinu; er það ofurskiljanlegt,
því lengra komust rjúpurnar ekki.
Þorsteinn Hermann Sveinsson
Kjarval, fæddur 4. marz 1878,
minnist á þetta mikla rjúpnafall i
endurminningum sínum, útg. 1954.
Hann átti þá heima á Rannveigar-
stöðum í Geithellnahreppi í Suður-
Múlasýslu. Var hann ásamt öðrum
í eftirleit seint þetta sama haust,
1893. Lá leið þeirra yfir Hofsjökul
(eystri) allt til Víðidals í Jökul-
dalshreppi í Norður-Múlasýslu.
Segir hann á bls. 61 í endurminn-
ingunum:
„.... Er við höfðum gengið
nokkuð langt frá byggð, fórum við
að ganga fram á dauðar rjúpur. Er
lengra var komið frá byggð, grán-
uðu dalir og heiðar meir og meir
af dauðri rjúpu. Á stórum svæð-
um lá rjúpan dauð t tugþúsunda
tali, svo að hugsað gæti ég mér,
að um Múlasýsluna alla hafi hundr-
uð þúsunda dauðra rjúpna legið.
Þarna lá hún um víða haga stirð
og horuð. Þar var ömurleg sjón“.
Svo skammt er milli Vestfjarða og Græn-
lands, að sannorðir menn segjast hafa
eygt Grænlandsjökul og „nunataka" af
hæstu Vestfjarðafjöllum, í góðu skygni.