Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Page 16
84
LESBÓK MORGUN BLAÐSINS
BRIDGE
4
V
♦
*
4 8 6
V G 9 3
♦ G 10 7
4 D 10 9 6 2
10 8 7
Á K D 8
D 9 8
K G 6
N
V A
S
4
V
♦
4
4 A K G D 4 2
V 10 5 3
♦ Á K 4
4 Á
5 3
7 6 2
6 5 3 2
7 5 4 3
S hafði sagt 4 spaða. V byrjaði á því
að taka 3 slagi í hjarta, og slá svo út
trompi. — S getur ekki unnið, ef rétt
er spilað, því að hann hefir tigulhrak,
sem hann getur ekki losnað við. Hann
sér að eina ráðið er að koma hinum í
kastþröng, því að þá kunni svo að fara
að þeir kjósi að verja lauf. Hann slær
því út öllum trompunum, og V á í vök
að verjast. I fjórða trompið fleygir
hann hjarta og laufi í fimmta trompið.
En hvað á hann svo að gefa í sjötta
trompið! A hafði gefið honum leið-
beiningu um það, hann hafði sem sé
fleygt af sér í röð T2, 3 og 5. Með því
sýndi hann, að hann átti ekki T4 og
þess vegna hlaut S að hafa það spil á
hendi. V fleygði þess vegna LG í sjötta
trompið og S tapaði spilinu.
TÍUVILLTUR
Friðrik Guðmundsson frá Syðra-
Lóni segir frá því í endurminningum
sínum, að eitt sinn, er hann var fimm
ára lofaði faðir hans honum að fara
með sér til kinda. Gengu þeir á hvarí
við bæinn og var þá farið að rökkva. —
Faðir minn segir þá við mig: , Veiztu
nú í hvaða átt bærinn er?“ „Já, það
veit eg“. „Bentu mér þá á bæinn“ Eg
rétti út hendina. ,Já, það grunaði mig,
þú ert orðinn áttavilltur", segir hann.
Mér var stórkostlega misboðið með
þessu og hætti alveg að tala við hann.
NETJAVERTÍÐIN fer aff hefjast og margt þarf aff vinna í landi áffur svo aff net-
in sé tilbúin. Hér er ungur verkamaður meff korkflár, sem eiga aff fara á netin.
Unga fólkið gæti viða orðiff að miklu liði við þau störf sem þarf að vinna í landi
vegna útgerðarinnar. (Ljósm.: Ól. K. Magn.)
Hann hefir víst veitt því eftirtekt, og
segir þvi við mig: „Um hvað ertu að
hugsa?“ „Því sagðirðu ekki að eg væri
tíuvilltur". Hefi sjálfsagt verið búinn
að læra svo mikið í talnafræði, að eg
hafi vitað að tíu var meira en átta.
STROKUKINDUR
Skúli læknir Árnason sagði svo frá
fjárhöldum föður síns Árna sýslu-
manns Gíslasonar í Krysivík: — 500
fjár tók hann með sér að austan. En
féð leitaði óhemju mikið austur og
fórst í stórum stíl í ám og vötnum á
leiðinni. Af einni á og einum sauð
spurðist, er komust alla leið. Sextíu
fjár kom fram undir Eyafjöllum. Sjö
sauðir föður míns komu að Hestvatni
í Grímsnesi, lögðu allir út í vatnið og
drukknuðu. Fjórir fundust tinu sinni
í laxanetjunum í Laugardælum. (Valt.
Stef.: Menn og minningar)
/