Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1960, Blaðsíða 1
15. tbl. Sunnudagur 1. maí 1960 XXXV árg. FEGURÐ HIMINSIIMS ÖLL þekkjum vér hina stórkost- legu og hrífandi fegurð, sem við auga blasir á heiðskíru vetrar- kveldi, þegar óteljandi stjörnur tindra sem gimsteinar á dökku .himinhvelinu. Þar er Venus, blá sem safír, og horfir stolt og blíð- lega til jarðar, þessi höfuðprýði himinsins. Og þar er Marz, rauður sem rúbín og horfir hvasst út í geiminn. Það er ekki neitt undar- legt þótt þessar tvær áberandi stjörnur fengi sérstaka merkingu í hugum manna og væri taldar gæddar sérstöku eðli. Þær voru andstæður eins og safírinn og rúbíninn. Venus var stjarna ástar, en Marz stjarna ófriðar, þessara tveggja höfuðeinkenna mannanna frá upphafi vega. Við, sem vorum að komast til vits og þroska um aldamótin sein- ustu, minnumst þess að fullorðna fólkið vakti athygli okkar á fegurð himinsins, og okkur var kennt að þekkja stjörnurnar. Það þótti þá minnkun að kunna ekki skil á hin- um skærustu stjörnum og helztu stjörnumerkjum. Hvernig þeirri fræðslu er nú farið, veit eg ekki. En eg er hræddur um að ungling- um sé nú ekki bent á fegurð him- Stjörnusjáin á Palomar, sem ljósmyndaði himingeiminn insins, og þá fara þeir mikils á mis. Öll fegurð er göfgandi fyrir mannsandann. Fegurð og sann- leikur fara saman, eða svo sagði stjörnufræðingurinn Kepler. Hann sagði að engin ný þekking væri rétt, ef hún hefði ekki fegurð í sér fólgna. Vísindamenn gæti því haft það sem leiðarstjörnu, að ný- ar uppgötvanir væri fals, ef þeim fylgdi ekki fegurð, en sannar, ef þær yki við þá fegurð, er mönn- um væri kunn áður. Nú var stjörnufræði almennings ekki á háu stigi um aldamótin. Menn vissu þó að jörðin snerist um sólina, en mér er nær að halda að sumt fólk hafi þá ekki trúað því. Menn sáu það með sínum eigin augum, að það var sólin, sem snerist umhverfis jörðina. Og enn voru í daglegu máli ýmis orðatil- tæki sem bentu til þessa, svo sem þetta: „hvað er sólin komin langt?“, eða „sólin er nú komin í hádegisstað“, eða „sólin er að ganga til viðar“. Oft var það að menn sáu breiða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.