Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 Ásókn í Árnakróki Sigurður J. Árness; ÁRIÐ 1897 fór eg i vist að Úlfars- felli í Mosfellssveit. Var eg þá 18 vetra. Húsbændur minir voru Sig- ríður Jónsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Þar voru á heimilinu foreldrar Guðmundar Guðrún Þor- láksdóttir bónda í Neðradal, Stef- ánssonar, og Sigurður Guðmunds- son bónda í Haukadai. Þarna leið mér ágætlega, því að þarna var merkilega gott fólk. En störf mín urðu smá og arðlítil. Um haustréttir var eg einn af þeim sem smöluðu Mosfellsheið- ina. Heiðarkóngur var Þorkell Jónsson, föðurbróðir Halldórs bónda í Þormóðsdal, Halldórsson- ar. Þorkell var maður snar í öllum hreyfingum. Hann kallaði hvern mann með nafni og skipaði skil- merkilega fyrir hvar hver ætti að ganga. Um hann var kveðið: Heiðakóngs eg heyrði tal, hölda réði í leitir Þorkell Jóns frá Þormóðsdal, þekktur um næslu sveitir. Smalamennskan gekk greiðlega, því að veður var bjart og logn all- an daginn. Féð var rekið saman í Árnakróki og vakað yfir því um nóttina. Þarna hafði verið reist tjald á sléttri grund og fengu menn þar hressingu, nokkuð eftir óskum. Urðu menn fljótt kátir, en síðan sló í brýnur og seinast urðu áflog. Hentust óróaseggirnir á tjaldið, brutu það niður og brutu þar eitt- hvað af leirtaui og fieira. Eg dró mig frá þessuni mönn- um, bjó um mig undir réttarvegg og lagðist til svefns Sofnaði eg brátt, en svefninn varð ekki þæg- ur. Mig dreymdi, að hrikalega stór maður kæmi ofan af hæðinni og legðist endilangur ofan á mig, svo að eg sá 1 augu honum, og virtust mér þau vera freðin. Eg hugsa með mér: Er hann dauður þessi? Og hver skyldi hann vera? Þá þykir mér hann svara: „Eg er Árni úr Dalnum“. Og í sama mund læstist nístandi kuldi í gegn um mig allan og magnaðist óðum. Þá segir Árni: „Finnst þér vera kalt núna?“ „Já, þetta er kuldi sem drepur“, svaraði eg. Þá segir hann: „Nú veiztu hve þungt það er að deya úr helkulda. Það fekk eg að reyna. En þér er nóg boðið þótt ekkl sé meira en þetta“. Síðan reis Árni á fætur og hvarf upp af hæðinni austan til við rétt- irnar. Litlu síðar vaknaði eg og var þá klukkan sex að morgni. Fannst mér eg vera orðinn allur annar maður eftir kynninguna við þennan kalda og stóra mann. Leið mér svo illa, að eg kveið fyrir því að eg mundi aldrei tá fulla heilsu aftur. Og þá varð mér þessi vísa á munni: Mér varð ekki rnildin greið miðs í réttar króknum, þegar á mig Ámi skreið, ógnaði heljar sóknum. Svo var mér brugðið, að eg þoldi ekki að heyra neitt hljóð. Eg stökk á fætur og ætlaði að hlaupa fyrir féð, en þá fann eg að eg mundi ekki geta stillt mig á hlaupunum, svo að eg lét fallast niður, þar sem eg var kominn. En hundgelt og Sigurður J. Árness jarmur ætluðu að æra mig, og eg hélt helzt að eg væri að ganga af vitinu. Eg tók það þá til ráðs að flýa úr réttunum, langt inn á Mos- fellsheiði. Þar lá eg svo í sex klukkustundir samfleytt. Allan þann tíma var yndislegt veður og blessuð sólin skein á mig. Eg held að hún hafi læknað mig, því að þegar eg stóð á fætur -kenndi eg einkis meins, og síðan hefi eg aldrei orðið var við þessi óþæg- indi. Þegar eg kom heim um kvöld- ið, sagði eg Guðrúnu Þorláks- dóttur frændkonu minni frá því sem fyrir mig hafði komið í rétt- unum. Þá sagði hún: „Það ætla eg að þig hafi fundið vinnumaðurinn frá Austurey í Laugardal, hann Árni sterki Sig- mundsson. Hann var á leið í verið, eins og það var kallað, og ætlaði út í Voga. En hann fannst hel- frosinn þar sem þá hét Krókur, en hefir síðan verið nefnt Árnakrók- ur. Þetta sagði mér faðir minn, Þorlákur bóndi í Neðradal. Ungur að aldri sá hann Árna sterka og sagði að hann hefði verið með stærstu mönnum, enda orðlagðuf fyrir dugnað og mikið þrek“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.