Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1960, Blaðsíða 4
232 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS arloga, eða kvalastað fordæmdra, eftir því sem Dante lýsir honum. Það er eins og bálið komi út úr gríðarlegum svörtum mökkva, sem bláum lit slær á. Fyrst er svo eins og glóandi eldhaf. en rauðir bloss- ar út úr á alla vegu. Stjörnufræð- ingar segja að blái liturinn tákni að þar sé ildi, en rauði liturinn sýni að þar sé vetni yfirgnæfandi. Og þótt þokan sé þunn, þá er þó 10 sinnum meira efni í henni held- ur en í sól vorri. Með berum aug- um sést þetta himinbál ekki, vegna þess að það er ekki bál, heldur að- eins ljósbrot í frumeindum. Og fjarlægðin er líka 1500 Ijósár. Þessi þoka er þar sem menn sjá miðstjörnuna í sverði Orions. Óvíða í heimi mun aðra eins lita- dýrð að sjá á himni eins og hér á landi, og ekki sízt hér í Reykjavík. Ef þú hefir sumarkvöld verið í Vík þá veit eg hvað hugur þinn fann, þér sýndist hún fögur, þér sýndist hún rík, er sólin við Jökulinn rann. Þá er oft sem hálft himinhvelið sé í einum eldi, þar eru bál og bloss- ar, glóandi eldtungur og dimm- rauð eimyrja. Slík sjón getur heill- að mann svo að hann falli í stafi. Þetta er sams konar fyrirbæri og heimsbálið mikla í Orion, nema hvað hér er ærinn stærðarmunur. Þótt okkur sýnic* hálfur himininn standa í báli, þá er vídd þess báls ekki nema lítið brot úr ljóssek- úndu. En himinbálið í Orion er 15 ljósár að þvermáli, eða mundi geta náð héðan frá jörðinni langt út fyrir þær sólir í vetrarbrautinni, sem næstar eru vorri sól. í Svansmerkinu er mjór og lang- ur þokumökkur og virðist sums staðar slitna sundur Þessi þoku- mökkur segja vísindamenn að myndazt hafi fyrir 50.000 ára, eða lengri tíma, því að þá hafi sprung- ið þar sól. Sprengingin telja þeir að hafi verið svo gífurleg, að frum- eindir vetnis og heliums hafi þeyzt út í geiminn með 8000 km hraða á sekúndu. Síðan hefir þokan alltaf verið að þenjast út og hefir safnað í sig geimryki, svo að nú er hún ef til vill 50 sinnum efnismeiri en upphaflega. Hraði hennar hefir farið síminkandi og er nú ekki orðinn nema rúmir 100 km á sek- úndu, og mun þó sumum virðast það ærinn hraði. Talið er að þokan muni eyðast eftir h. u. b. 25.000 ár. Á myndinni, sem tekin var af henni, er hún ekki ósvipuð norður- ljósum, nema hvað miklu meira ber á rauðum lit í henni og græn- um. Þar eru einnig gulir litir og hvítir. Allir þessir litir koma fram við árekstur milli foreinda og rafeinda í geimnum þar sem þok- an þenst út, foreindirnar verða allavega sjálflýsandi. Myndin af þessari þoku þurfti að vera stór, vegna þess hvað hún er löng. Grunnur myndarinnar er þétt- dropóttur, eða eins og gráýrt klæði. Það eru stjörnurnar í Vetr- arbrautinni sem koma þannig fram, 34.000 að tölu. — ~k — Þessi lýsing á dýrð himinsins verður ósköp fátækleg og litlaus í samanburði við myndirnar. Þær eru í sjálfu sér jpínberun og sýna tignarlegra, stórfeldara og fjöl- breyttara litskrúð en nokkur mað- ur gat látið sér til hugar koma að væri til úti í geimnum. Stjörnu- fræðingar urðu líka undrandi er þeir litu þessar myndir enda þótt þeim væri kunnugt um að geimur- inn var ekki litlaus. En við, sem horfum berum aug- um út í geiminn á fögru vetrar- kvöldi, verðum að reyna að ímynda okkur þá litadýrð sem þar er. Og það er óhætt að gefa ímynd- unaraflinu lausan tauminn, því að litirnir úti í geimnum bera langt af litum regnbogans og norður- ljósanna af mikilfengleik. 4. ó. SUungsár VEIÐIMENNSKA er ekki aðeins að fara út með veiðistöng og draga fisk. Menn verða líka að hugsa um sil- ungsána og hlynna að henni. Hún þarf sína aðhlynningu ekki síður en akur, og silungurinn þarfnast um- hyggju ekki síður en kindur, kýr og hestar. Eg á ofurlitla silungsá, sem renn- ur eftir fögrum og sléttum dal. Hún er krystalstær allt sumarið, svo að telja má steinana í botninum. Hún er ekki vatnsmikil og rennur milli grasi gróinna bakka. En til þess að hafa nytjar og gleði af henni, verð eg að hugsa um hana. Á réttum tíma á hverju ári vinn eg að viðhaldi henn- ar. Sums staðar verð eg að hlaða stíflugarða til þess að breyta straumi, eða til þess að mynda hylji, eða þá til þess að auka straumhraðann, svo að hann skoli burt leðju úr botninum. Og svo verð eg að vaða eftir ánni endilangri og hreinsa botninn með garðhrífu, losa um mölina á hrygn- ingarstöðunum, svo að silungurinn eigi auðvelt að grafa þar holur fyrir hrogn sín. Og svo verð eg að sjá um að nóg æti sé í ánni handa silungnum. Eg verð að rækta þar krabba og bera snígla í ána. Eins verð eg að hreinsa úr henni allt slý jafnharðan. Ef slý safnast fyrir, fælir það silunginn og hann vill ekki vera þar. En ef ánni er vel haldið við, getur hún orðið full af silungi. Þetta eru undirstöðuskilyrði þess, að maður geti haft gagn og gaman af silungsá í landareign sinni. (Úr „The Listener") Maður nokkur í Utah skýrði lög- reglunni frá því, að kona sín og hund- ur væri horfin að heiman. Hann lýsti hundinum nákvæmlega, en um konuna vildi hann ekkert segja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.