Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Page 1
19. tbl.
bófe
Sunnudagur 29. maí 1960
XXXV árg.
Ellin leitar á œskustöðvar
Frásögn
Ólafar Jónsdóttur
frá Emmubergi
— ÞVÍ FASTAR sem ellin sækir
að, því ákafar stefnir hugurinn til
æskustöðvanna, þar sem fyrstu
sporin voru gengin og þar sem
barnssálin skynjaði fyrst dásemd-
ir náttúrunnar. Og þótt blindan
banni mér nú að sjá dagsins Ijós,
getur hún ekki hamlað því að
hugurinn sjái bernskustöðvarnar,
ef til vill fegurri og í enn meiri
töfraljóma en fyrrum. Sumir segja
að ekki sé fagurt á Skógarströnd-
inni, en mér finnst að Emmuberg
hljóti að vera dýrlegasti blettur-
inn á landinu. Svo birtist hann
mér bæði í draumi og skuggsjá
endurminninganna. Eg vildi að eg
gæti lýst því fyrir þér.
Svo mælti Ólöf Jónsdóttir eitt
sinn er eg heimsótti hana á Elli-
heimilinu. Um leið birti yfir svip
hennar. Horfið var ellimyrkrið og
litla herbergið, en við innri sjón-
um hennar blasti víðsýni og feg-
Ólöf Jónsdóttir
urð á vorlöngum degi heima á
æskuslóðunum.
— Já, blessuð, segðu mér eitt-
hvað frá því, eg hefi aldrei á Skóg-
arströnd komið, svaraði eg.
Frá Emmubergi
— Það er þá fyrst Bergið, sem
bærinn er kenndur við. Nú segja
Náttúrufegurð
Merkisstaðir
Dulheimar
hinir fróðu menn að það heiti ekki
Emmuberg, heldur Ymjaberg og
nafnið sé dregið af því hve mikið
bergmálar þar. Það ætti því að
þýða sama og Hljóðaklettar í þinni
sveit. En eg skifti mér ekkert af
því. Mér var sagt í bernsku að
bærinn væri kenndur við konu,
sem hefði heitið Emma og reist
þar byggð fyrst. Og neðan til í
túnjaðrinum stendur enn stór, ein-
stakur steinn, sem heitir Emmu-
steinn og hann á að vera á leiði
hennar.
Emmuberg er næst innsti bær-
inn í sveitinni. Landnámsjörðin
Hólmlátur er aðeins innar og neð-
ar. Á venjulegan mælikvarða var
Emmuberg kot, jörðin aðeins talin
4 hndr. að dýrleika og engin kosta-
jörð né hlunnindajörð. En í barns-
augum mínum var hún sem kon-
ungsríki og hefir landslag eflaust
stuðlað að því. Bærinn stendur