Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Page 2
294
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
heldur lágt og fyrir ofan hann er
hjalli og síðan mýrarsund, en þá
taka við tveir og þrír stallar, hver
upp af öðrum, grænir tilsýndar, en
upp af þeim brött og grá grjóturð
og þar fyrir ofan rísa svo stuðla-
bergshamrar Bergsins. Þeir eru
langir. Heiman frá bænum að sjá
var sólin heila eykt, eða þrjár
stundir, að fara yfir Bergið. í vit-
und minni var það stórkostleg höll
og hjallarnir fannst mér vera sem
þrep upp að þeirri höll. Það var
yndislegt að fara um þessi þrep,
þegar leið á sumar. því að þar voru
krækiber, bláber, aðalblábcr og
hrútaber. En í urðinni var geita-
skóf og litunarmosi, og hvort
tveggja til nytja. Úr litunarmosan-
um var litað, eins og nafnið bendir
til, og þegar efnið var tekið upp úr
litnum var það fagur-móbrúnt og
litaðist aldrei upp.
En þótt fagurt væri í brekkun-
um, þá tók þó yfir þegar komið
var upp á Bergið í fögru veðri var
dýrleg útsýn þaðan. Þar blasti all-
ur Hvammsfjörðurinn við með
skerjum og eyum og sundum. í
norðri var Fellsströndin með háum
fjöllum og glampaði sól á bæaþil
meðfram ströndinni. Svo sá inn til
Dala, suður um heiðar og mikinn
hlut af Skógarströndinni. Það var
dásamleg sjón!
Vondir fuglar
— Var ekki æðarvarp þarna og
fugl í Berginu?
— Nei, blessaður vertu, Emmu-
berg á hvergi land að sjó, enda er
hér komið inn fyrir allar eyar á
firðinum. Jörðinni fylgir mjög tak-
markað land undir Berginu, aðal-
land hennar er uppi í heiði, fyrir
ofan Bergið. Þar eru búfjárhagar
og slægjulöndin. Enginn sjófugl
heldur til í Berginu, en þar urpu
hrafnar, valir og smyrlar, og uppi
í heiði áttu ernir sér bústaði.
Þetta voru allt vargar, sem áttu í
stríði við mennina, og mennirnir i
stríði við þá. Hrafninn lék sér að
því að kroppa augun úr nýbornum
lömbum, og svo kom annar vargur
utan af firðinum, svartbakurinn,
og hann réðist á nýborin lömb og
reif þau á hol. Eg man eftir lömb-
um þannig útleiknum eftir hann,
að þau drógu garnirnar. Þess vegna
var okkur illa við þessa fugla. Þeir
settu svartan blett á tilveruna, sem
annars var björt og fögur. En
máske björtu litirnir skírist betur
vegna andstæðunnar?
Gaman var aS vera smali
— Þú hefir sjálfsagt verið
smali?
— Já, og margar hugljúfar
minningarnar eru frá þeim árum.
Það var nokkuð langt að reka ærn-
ar, inn fyrir Berg og upp í heiði.
En á þeirri leið var margt merki-
legt að sjá. Nokkuð innan við bæ-
inn sveigir hálsinn nær Berginu og
verður þar djúp dæld norðan
fram með hjallanum. Þar eru holt,
snjóhvít á litinn. Það er eins og
hvítum sandi hafi verið stráð yfir
þau. En er þangað er komið, eru
þar snjóhvítar hellur, sem rísa á
rönd. Fannst mér þetta furðuleg
náttúrusmíð og hafði gaman að
ganga á brúnum hellanna. Þessar
hellur voru stórar, sléttar og fal-
legar. Fóstri minn sótti mikið af
þeim og hafði þær undir torfþök.
Var sagt að aldrei kæmi leki að
húsi sem þakið var með þessum
hellum. Enginn vissi hvað í þeim
var fyr en Þorvaldur Thoroddsen
kom þarna og sagði að þetta væri
líparít, sem klofnaði svona fagur-
lega. En hvíti sandurinn, sem okk-
ur þótti svo merkilegur, var aðeins
mylsna úr þessu líparíti, því að
regn, frost og vindar möluðu það
niður. En svo voru þarna líka kol-
svartir steinar. Það var hrafntinna.
Þegar innar kemur eru þarna í
kvosinni tvö vötn, sem kallast
Innravatn og Ytravatn. Mér fannst
Innravatn alltaf heldur skuggalegt,
en í því var þó ofurlítill hólmi, og
þar áttu álftahjón hreiður á hverju
sumri. Ytravatn fannst mér stórum*
mun fegurra, því að það var svo
skínandi bjart. Þarna meðfram
vatninu er mikið af marglitum
steinum, sem eg helt að væri nátt-
úrusteinar Og marga yndisstund
átti eg þarna er eg safnaði stein-
um og álftafjöðrum og hlustaði á
svanasönginn á vatninu. Eg hefi
séð skráð, að engir merkissteinar
sé til á Skógarströnd. Eg held nú
annað. Þarna eru þessir steinar,
hrafntinna og hvíta líparítið, og
vestan undir Berginu finnst surtar-
brandur. Hann kemur þar fram í
lækjardragi og eru í honum all-
stórir stofnar, sem eru orðnir flatir
undan þunganum er á þeim hvílir,
en samt er börkurinn enn á þeim.
Þessi tvö vötn rnyndast af tveim-
ur giljum, sem heita Hallargil og
Hundsgil. En úr þeim rennur svo
lækur, sem kallaður var Blankur,
en sumir segja að heiti Blængur.
Hann fellur í Laxá, sem kemur
fram úr Laxárdal, nokkuð utan við
Emmuberg, og rennur síðan út í
Hvammsfjörð. Upp í ósinn gengur
bæði silungur og lax, en þeir skilja
fljótt, laxinn fer upp eftir Laxá,
en silungurinn upp eftir Blank. Er
stundum talsverð veiði í honum,
einkum í svónefndum Búrhyl. Þar
var veitt í net bæði frá Hólmlátri
og Emmubergi.
Fyrir mitt minni hafði fóstri
minn haft í seli uppi í heiðinni í
15 sumur. Hann reisti selið og var
það baðstofa, búr og eldhús. Þarna
var fóstra mín á hverju sumri og
hafði með sér dreng til að gæta
ánna. Aldrei var farið með kýr í
selið, enda var sjaldan nema ein
eða tvær kýr á búinu og þurfti að
' nota mjólkina heima. Bergljót,
systir fóstra míns, sá þá um
heimilið. Var smám saman sótt