Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Page 4
296 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS traðarhorn og fór að leika sér að því að tálga með hnífnum. Veður var glaðbjart og gott. Af einhverj- um ástæðum lagði drengurinn hnífinn frá sér sem allra snöggv- ast á tröðina, en þegar hann ætlaði svo að grípa hnífinn, var hann horfinn. Drengurinn leitaði og leitaði og aðrir með honum, en hvergi fannst hnífurinn, og hefði hann þó ekki átt að dyljast sjón- um manna. Þegar leitin varð ár- angurslaus, sagði fólkið: „Það hef- ir einhver þurft á honum að halda og skilar honum aftur“. Og um haustið liggur hnífurinn svo á þeim stað, þar sem drengurinn hafði lagt hann frá sér, og var spegilfagur eins og þegar hann kom úr kaupstaðnum. Þannig hurfu ýmsir hlutir en komu aftur, og fólkið var alltaf sannfært um að þeir hefði verið teknir trausta- taki. En hverjir tóku þá? Ekki mennskir menn. Sumir l þóttust verða varir við huldufólk. Jón á Valshamri, sem eitt sinn var hjá fóstra mínum, skrifaði sögu um huldufólk, sem hann hafði séð. Það gerðist meðan hann átti heima hjá föður sínum í Árnahúsum, en það er bær við sjóinn niður undan Emmubergi. Hann var þá að smala ám á sunnu- degi og mætti ríðandi fólki, sem hann kannaðist ekki við. Það var þrennt saman og fór að tala við hann. Það var ósköp alúðlegt og viðfeldið og spurði margs. Var hann hissa á því að það virtist þekkja hann og föður hans og spurði margs frá heimilinu. Það fór af baki, tók upp hvítasykur, braut hann niður við stein og gaf honum. Það sagðist eiga heima í Klettsbæ, en hann var engu nær, því að þann bæ kannaðist hann ekki við. Skildi svo með þeim. — Þegar Jón sagði þessa sögu heima, Um veturinn veiktist drengur- jnn undarlega og var ekki sjálf- fekk hann þó fólk til þess að fara með sér á staðinn, og þar sást þá enn sykurmylsna á steininum. — Þess má geta, að Klettskot heitir í Stóra-Langadal, hjáleiga, byggð úr stekk eða beitarhúsum. Háir klettar eru fyrir ofan bæinn og nefndir Kastali. Er hann einkenni- lega fagur og talinn bústaður álfa. Og nú get eg ekki sagt þér fleiri huldufólkssögur. Álagastaðir — Geturðu þá ekki sagt mér sögur af álögum og álagablettum? — Ekki er það óhugsandi og er þá bezt eg byrji á sögu, sem sýnir að fóstri minn var ekki jafn trú- laus á dulin öfl og hann lét. Skógarstrandarnafnið bendir ótvírætt til þess, að þar hafi fyrr- um verið skógur mikill, þótt nú sé hann víðast horfinn. í landi Straums er örnefnið Myrkviður og má á því sjá, að þar hefir verið þéttur skógur, eoda átti Narfeyrar- kirkja þar eitt sinn raftviðarhögg og kolbrennslu. Nú sést þar ekki hrísla. Skógur er nú aðeins á Dröngum, Valshamri, Keisbakka og Breiðabólsstað. í landi Emmu- bergs er enginn skógur, en þegar eg var að alast upp, var ein stór víðihrísla í skriðunni undir Berg- inu. Fóstri minn lagði blátt bann við að hún væri skemmd. Matti skilja það svo, að hann vildi hlífa þessari einu hríslu, en hitt mun hafa ráðið fremur, að hann taldi að álög lægi á henni. Maður sem Ásbjörn hét var þarna einu sinni um tíma og hafði hjá sér son sinn um fermingu, er Guðmundur hét. Þá var það um haustið, að Ásbjörn kemur eitt sinn heim með stóra grein, sem hann hafði skorið af hríslunni. „Þetta hefðir þú ekki átt að gera“, sagði fóstri minn og var alvarlegur. hinn 6 ára, var það eitt kvöld að þeir linntu ekki hlátri og gláptu ráður gerða sinna. Kom þetta að honum með köstum og var þá erfitt að gæta hans. Lækna var leitað, en þeir fengu ekkert að gert. Um vor- ið batnaði honum svo allt í einu og var hann þá fermdur. En það er af Ásbirni að segja, að hann varð holdsveikur. — Guðmundur gekk síðan menntaveginn og varð fríkirkjuprestur í Reyðarfirði 1902. Var hann vel metinn maður og átti sæti bæði í hreppsnefnd og sýslunefnd. Hann varð úti á Eski- fjarðarheiði í marz 1925. Á Bíldhóli bjó Jónas föðurbróðir minn. Sagt er að bær sá sé kennd- ur við konu, er Bílda hét og bjó þar í öndverðu. Bærinn stendur lágt og eru þar víðir flóar, en í sunnanverðu túninu er aflangur hóll, bungumyndaður, úr föstu bergi og alltaf nefndur Kastali. Þetta er eini grjóthóllinn á þeim slóðum. Útsunnan undir hólnum er sýnt leiði Bíldu kerlingar og segja fróðir menn að það sé sýni- lega fornmannsleiði. Þau álög hvíla á hólnum að hann má aldrei slá né hrófla við honum. Fyrir löngu bjuggu hjón á Bíld- hóli, er áttu mörg börn. Börnin léku sér oft á hólnum, veltu stein- um og voru glensmikil. Húsfrevu dreymdi þá þrjár nætur í röð bla- klædda konu, er bað hana að banna börnunum að troða á bæ sínum og skemma hann. Gerði húsfreya það, og strýkti börnin seinast að beiðni álfkonunnar. En þau heldu áfram leik sínum engu að síður og stóð aðallega fyrir því stúlka er Guð- rún hét. Eitt sinn er þau voru úti á hólnum, sýndist þeim hönd koma upp úr honum. Þá urðu þau hrædd og hættu þessum leik. En af Guðrúnu er það að segja, að hún varð seinna húsfreya á Bíldhóli. Eignaðist hún tvo syni, Jón og Bjarna. Þegar annar var 5 ára en lýsti fólkinu og hestum þess, vildi enginn trúa honum. Daginn eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.