Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Síða 8
300
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
komu ekki heim, fyllti ótti ogkvíði
huga fólksins. Er hægt að hugsa
sér hve döpur sú jólanótt hefir
verið og þó einkum fyrir Vilborgu,
sem beið og beið eftir því að einka-
sonurinn kæmi heim. Séra Gísli
var ekki heima. Hann var um
kveldið við messugjörð í Reynis-
kirkju. Hefði hann verið heima,
hefði hann efalaust farið til næstu
bæa og fengið menn til að leita
að fjármönnunum. Á Felli var
heima einn karlmaður, en hann
var lítilsigldur mjög og vantaði
nokkuð til að vera eins og fólk
er flest. Fór hann um kvöldið að
vita hvort hann yrði nokkurs var.
Sagði hann síðar frá, að þegar hann
var kominn alllangt inn með fell-
inu að austan, hefði hann heyrt
hljóð og vein, en varð þá hræddur
og hraðaði sér heim. En heima
sagðist hann einskis hafa var orðið.
Á jóladagsmorguninn var hafin
leit að mönnunum og fundust þeir
báðir dauðir. Höfðu lent í snjóflóði
og borizt langt niður eftir grýttri
og klettóttri fiallshlíðinni. Úr"
snjóflóðinu höfðu þeir þó losnað
og komizt í lítinn helli eða skúta.
Þar höfðu þeir svo lagzt til
hvíldar, mikið. slasaðir og beðið
dauðans á helgri jólanótt. Heyrði
ég sagt að annar þeirra félaga hefði
verið með klofna höfuðkúpu og
hafði hann bundið vasaklút yfir
um höfuðið. Þetta sorglega slys
varð séra Gísla mjög þungbært og
eftir það fór mjög að verða þess
vart að hann var ekki andlega heill
og ágerðist sá veikleiki svo mjög
að hann varð að hætta prestskap
sumarið 1903 og fluttist hann þá
til Reykjavíkur. Mörgpm árum
síðar varð hann þjónandi prestur
í Öræfum og andaðist þar.
Sökum þess, að ég var barn að
aldri, þegar það gerðist, sem hér
er frá sagt, en ég hefi engan fundið
sem nákvæmlega kynntist öllum
atburðum, þá er ekki víst að fra-
Gvendarbrunnum bar mig aö
bjarta sumardaginn,
lék viö sólar blessaö baö
blómum skrýddi haginn.
Véðurbariö brunagrjót
brekkuhallinn geymdi.
Undan hraunsins hrjúfu rót
hreina vatnið streymdi.
Gvendarbrunnum geng ég hjá,
guös með bœnarorðum.
Guömundur hinn góöi þá
gerði vígja forðum.
Undan brjóstum fjallsins fjœr
fram á lækjargrunniö,
síöan hefur hrein og tœr
heilsulindin runnið.
sögn mín sé alveg nákvæm. Meðal
annars veit ég ekki hvort farið var
að bera á sjúkleika séra Gísla, áð-
ur en völvuleiðið var slegið en víst
er það að margir trúðu því að
vanheilsa prests og mannskaðinn
hafi verið hefnd völvunnar fyrir
það, að leiðið var slegið.
Eftir að séra Gísli fór frá Felli
flutti þangað Hallgrímur Brynj-
ólfsson frá Heiði og bjó þar full
Hér viö fljótið hátt og lágt
hollir vindar sveima,
titrar vatnið töfrablátt,
tærar lindir streyma.
Sólarorku t sér ber,
ilmblæ lofts og vinda.
Reykjavík þitt vatnsból er
vigt til heilsulinda.
Heiðarlindin himin skyggð
heilsu og líf þér gefur.
Engin jaröarborg né byggð
betra vatnsból hefur.
Þessa brunna, borgin mín
blessi þjóð og saga.
Blessaö vatnið börnin þín
blessi ár og daga.
KJARTAN ÓLAFSSON
20 ár. Farnaðist honum ágætlega.
hafði stórt bú og ól upp stóran
hóp efnilegra og ágætra barna.
En leiðið völvunnar sló hann
aldrei og þegar synir hans höfðu
náð nokkrum þroska hlóðu þeir
vel upp leiðið og má enn sjá þess
merki.
Og það tel ég víst, að langt verði
að bíða þess ábúanda á Felli, sem
leiðið slær.