Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 301 Steinhanginn mikli í Englandi er vísindamönnum ráðgáta Á SALISBURY sléttunni í Wilt- shire, í miðju Englandi sunnarlega, er hið forna mannvirki Stone- henge, sem menn halda að sé um 3500 ára gamalt. Enginn veit þó aldur þess með vissu, og enn er það fornfræðingum að mörgu leyti óráðin gáta. Hverjir reistu það? Til hvers var það reist? Þeim spurningum hefir ekki verið svar- að enn. Maður, sem Hennius hét, getur þess fyrstur á 9. öld. Hann segir að Bretakonungur hafi fengið galdramanninn Merlin til þess að reisa það sem minnismerki 460 kynborinna hermanna, er fellu þar í orustu við saxneska innrásar- manninn Hengist. Það er auðvitað þjóðsaga. Á 17. öld kom fornfræð- ingurinn John Aubrey fram með þá tilgátu, að Drúídar hefði gert þetta mannvirki. Það nær heldur ekki neinni átt, því að Stonehenge var orðið 1GG0 ára gamalt áður en Það er hringlaga og 340 fet að þvermáli. Yzt er gröf og veggui, eða haugur og er hlið þar á gegnt norðaustri, en frá hliðinu hefir verið vegur niður að ánni Avon og hefir hann verið um 2 km langur. Innan við yzta hringinn kemur annar hringur, um 100 fet að þver- máli, og hefir verið úr gríðarstór- um steinum, reistum upp á enda, og hafa þeir alls verið 30. En milli hverra tveggja steina var lagður steinn svo að þarna mynduðust eins og 15 hlið. Steinarnir, sem Survlvlng Stonti iliQ-fr Drúídar komu til sögunnar. Sumir gizkuðu á, að þetta hefði verið dómhringur, aðrir að það hefði verið Búdda-musteri. Nýustu til- gáturnar eru þær, að þetta hafi verið hvort tveggja í senn, graf- reitur og stjörnurannsóknastöð. Þarna eru margir afar formr haugar, og þegar staðið er í miðj- um hringnum markar hliðið þann stað, þar sem sólin kemur upp þegar lengstur er dagur. Og með því að hnitmiða þannig sólarupp- rásina á sjálfan sólstöðudaginn, hafi menn reiknað út allan árs- hringinn. o—O—o Mannvirkið er nú að hálfu leyti í rústum, og sennilega er þriðjung- ur af steinunum horfinn. Menn hafa notað þá til bygginga og til þess að gera úr þeim kvarnar- steina. Þó má enn gera sér grein fyrir hvernig það hefir verið. : * s Norfh Barrow • Htl* Sl»n* Sloughtor Stono, -000 °o\\\ o r\o o °oS(':£->.!Í° • • s • ic \ • •7 - • •C \ 0 Æ*' ;= o 0°>..•%.< %o °Xí'/oB °0000°0 South Borrow STONEHENGE — Hér sjást allú hringarnir, steinaraðirnar og holur eftir steina og stoipa. Svörtu blettirn- ir í innstu hringunum sýna þá steina, sem enn eru uppistandandi. 1 kverk skeifunnar má sjá altarissteininn, í hliðinu er Blótsteinninn og efst Sólar- steinninn. North Barrow og South Barrow eru fornar dysjar eða haugar. — Talið er að um Blótsteininn hafl Drúídar brotið þá menn, sem þeir fórnuðu, eins og Þórsnesingar gerðu seinna er þeir brutu menn um Þór*. stein. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.