Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Page 10
302
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
lágu þvers um á endunum á hin-
um, voru höggnir og ofurlítið
íbognir, svo að hringmyndunin
heldist, og voru þeir grópaðir ofan
á neðri steinana. Uppistöðustein-
arnir voru einnig höggnir og voru
grennri að neðan en ofan, þannig
að þegar horft var upp eftir þeim,
sýndust þeir ekki dragast að sér,
og er það einstætt. Steinarnir hafa
allir verið fengnir þar í nágrenn-
inu. Er sú grjóttegund ýmist kölluð
„grey wethers" eða „sarsen“ og er
nokkurs konar sandsteinn.
Níu fetum innar kemur annar
steinhringur, en þeir steinar eru úr
bláleitu granít, sem hvergi finnst
í landinu nema í Preseley-fjöllum,
sem eru vestast í Wales í Pem-
brokeshire. En á milli Stonehenge
og þeirra fjalla er um 300 km. bein
loftlína. Það hefir því ekki verið
áhlaupaverk að koma grjótinu
þaðan. Sennilega hefir það verið
flutt á skipum suður fyrir skag-
ann og síðan inn allan Bristolflóa
og síðan eftir ánni Avon. Hyggja
menn, að vegurinn sem gerður
hefir verið frá Stonehenge niður
að ánni, hafi verið til þess að flytja
grjótið eftir honum.
Innst eru tveir hálfhringar
skeifulaga. Er sá ytri gerður úr
sandsteinssúlum, sem eru öllu
stærri en súlurnar í yzta hringn-
um, og hafa steinar verið lagðir
ofan á þær. En innri hringurinn er
gerður úr hinum bláleitu granít-
steinum og eru þeir langt um
minni. Innst í skeifukverkinni er
stór sandsteinn, sem kallaður er
altari, og lágu ofan á því tveir
steindrangar, sem fellu um koll
1797, og voru ekki hreyfðir fyr en
enska þingið samþykkti lög 1958
um að steinana skyldi reisa upp
aftur. í útgönguhliðinu er steinn,
sem nefndur er Blótsteinn, en
skammt þaðan, úti á veginum, er
þriðji steinninn, sem nefndur er
Sólsteinn (Hele-steinn), Þegar
staðið er hjá altarinu ber Sólar-
steininn nákvæmlega í sólina er
hún rís að morgni sólstöðudagsins.
o—O—o
Rannsóknir, sem þarna hafa far-
ið fram, virðast ótvírætt benda til
þess, að mannvirkið hafi verið
gert í tvennu lagi. Það kom í ljós,
að rétt innan við garðinn hafði
upphaflega verið hringur úr stein-
um, því að holurnar eftir þá fund-
ust. Er ætlan manna að þarna hafi
hinir bláu steinar staðið upphaf-
lega og hefir það verið á bronsöld,
eða um 1900 árum f. Kr. En um
400 árum seinna hefir mannvirk-
inu verið breytt. Þá hafa verið
reistar hinar miklu sandsteinssúl-
ur, og þá hafa bláu steinarnir verið
teknir upp og fluttir í innri hring-
ana.
Rannsóknamennirnir fundu einn-
ig tvöfalda holuröð utan við stóra
sandsteinahringinn. Ætla menn að
þær sé eftir timbursúlur, sem þar
hafi verið reistar skömmu áður en
Rómverjar lögðu landið undir sig
(eða á 1. öld f. Kr.) Hafi Stone-
henge nokkurn tíma verið sam-
komustaður Drúída, þá hefir það
verið um þetta leyti, og þeir hafa
þá bætt þessum timburhringum
við.
o—O—-o
Salisbury-vellir voru áður frem-
ur hrjóstugir og stórir steinar þar
á víð og dreif. Um hið merkilega
mannvirki var ekkert hugsað, það
fekk að hrörna og mennirnir hjálp-
uðu til að skemma það. En sem
aldir liðu og jarðabótum fleygði
fram, tók byggð að nálgast Stone-
henge og land var brotið alveg upp
að mannvirkinu. En þá sáu ýmsir
góðir menn að þessu mátti ekki
fara fram lengur. Voru þá hafin
samskot um land allt. Og fyrir 30
árum voru fyrir þessi samskot
keyptar 1500 ekrur umhverfis
mannvirkið og gerðar að þjóðgarði.
Það er einkennilegt, að skáldun-
um hefir Stonehenge ekki orðið
yrkisefni. Thomas Hardy einn get-
ur þess í skáldsögu sinni „Tess“
(sem út kom í íslenzkri þýðingu
1954). Hardy lætur Tess og mann
hennar rekast á þetta „musteri
vindanna" um hánótt. Þar sefur
Tess á altarinu, og fær að sjá sól-
ina koma upp um morguninn yfir
Sólarsteininum.
o—O—o
Nafnið Stonehenge þýðir auðvit-
að Steinhangi. Snorri Sturluson
getur um hanga í Ynglingasögu,
þar sem hann segir frá íþróttum
Óðins: „Óðinn hafði með sér höfuð
Mímis, og sagði það honum tíðindi
úr öðrum heimum, en stundum
vakti hann upp dauða menn úr
jörðu, eða settist undir hanga; fyr-
ir því var hann kallaður drauga-
drottinn eða hangadrottinn".
Munu hangarnir ekki hafa verið
hinir ákjósanlegustu staðir til þess
að leita véfrétta? Það skyldi þó
aldrei vera að á slíkum stað sem
Steinhanga hafi Óðinn leitað völv-
unnar:
Ein sat hún úti,
þá er hinn aldni kom
yggjungur ása
og í augu leit.
Hvers fregnið mig?
Hví freistið min?'
Ef maður reynir að græða, þá er
hann kallaður aurasál. Ef hann safnar
gróða, þá er hann kallaður kapítalisti.
Ef hann eyðir öllu jafnharðan, þá er
hann kallaður óráðsíumaður. Ef hann
reynir ekki að græða, er hann kallaður
ræfill. Ef hann græðir án þess að
vinna er hann kallaður sníkjudýr. Og
ef hann lætur eftir sig peninga, sem
hann hefir safnað með súrum sveita
á iangri ævi, þá segir fólk að hann
hafi verið asni að reyna aldrei að
njóta lífsins.