Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 303 SÁLRÆNIR FYRIRBURDIR Konur nœmari fyrir þeim en karlmenn DR. JOSEPH B. RHINE, forstjóri Parapsychology Laboratory við Duke-háskólann í Norður Karolinufylki í Bandaríkjunum, hefir starfað þar síðan 1940 og er fyrir löngu kunnur orðinn fyrir rann- sóknir sínar á sálrænum fyrirbærum. Kona hans, dr. Louise Rhine hefir alltaf aðstoðar hann við þessar rannsóknir, og segir hún svo frá í grein, sem birtist í blaðinu „Montreal Star“: VIÐ fengum fyrst áhuga fyrir þessum rannsóknum meðan við vorum við nám í háskólanum í Chicago, og eg hefi aðstoðað mann minn síðan hann hóf rannsóknirn- ar. Starf mitt er aðallegaíþvífólgið að lesa þau bréf sem berast, íhuga þau og flokka þau. Við skiptum þeim í þrjá flokka. í fyrsta flokki eru hugskeyti, eða þau fyrirbæri þar sem menn verða varir við það sem aðrir hugsa. í öðrum flokki er skyggni, þar sem menn verða varir við eitthvað án þess að skilningarvitin verði þess vör. í þriðja flokki er svo framsýni, þegar menn sjá fram í tímann, sjá þá atburði, sem eiga eítir að gerast. Fjöldi manna skrifar hjá sér frásögn af slíkum undarlegum fyrirburðum, er fyrir þá hafa komið, og senda okkur svo þessar sögur þegar þeir frétta að hér sé miðstöð rannsókna á sálrænum fyrirburðum. Við höfum nú þegar skráð og flokkað 8000 slíkar sögur, og þar af eru 6000 komnar frá konum. Þó hefir okkur borizt miklu meira, því að það er ekki nema svo sem þriðjungurinn af öllu þvi, er okkur berst, sem við höldum til haga. Meginhlutinn af því, sem við stingum undir stól, álítum við að kominn sé frá geðveikluðu fólki, eða þá að frásagnirnar eru ekki nógu greinilegar. Okkur berast að meðaltali tvö bréf á dag um sál- ræna fyrirburði — fyrirburði sem menn verða varir við vegna ein- hvers hæfileika utan við skilning- arvitin. Flest bréfin koma frá konum. Þær skýra venjulegast samvizku- samlega og einlægnislega frá, en eru þó í vandræðum. Það er al- gengt að þær hnýti við setningum eins og þessum: „Maðurinn minn heldur að eg sé geggjuð, en .... Eg hefi ekki þorað að segja nein- um frá þessu áður....Eg hefiekki þorað að segja manninum mínum frá þessu, því að eg er hrædd um að hann kunni að hlæa að mér.... Hvernig gat þetta skeð?“ Eitt af fyrstu bréfunum var frá konu og hún skrifaði: „Mig dreymdi einu sinni að barið væri að dyrum. Eg þóttist ganga fram og opna dyrnar. Úti fyrir var sendisveinn með blómvönd. Eg þóttist taka við blómunum, fara með þau inn í eldhús og bresta í grát. Þremur vikum seinna varð maðurinn minn bráðkvaddur. Dag- inn eftir jarðarförina var dyra- bjöllunni hringt og úti fyrir stóð sendisveinn með blómvönd, sem ekki hafði komizt til skila fyrir jarðarförina. Eg tók við blómun- um, fór mpð þau inn í eldhús og fór að gráta. Og þá rifjaðist það upp fyrir mér, að þetta var alveg eins og í draumnum". Sögurnar í bréfunum eru ólíkar, og stundum er meira en ein saga í bréfi. Það er enginn vafi á þvi, að konur hafa meiri áhuga en karlmenn fyrir sálrænum fyrir- burðum. Vera má að þetta sé þvi að kenna að karlmennirnir hafa um allt annað að hugsa vegna dag- legra starfa sinna. Þeir verða venjulega að hafa hugann bundinn við lífsbaráttuna og þess vegna se þeir ekki jafn næmir fyrir hinu andlega. Og þótt þeir verði varir við eitthvað, þá humma þeir það fram af sér og kemur ekki til hugar að færa það í letur. En konurnar eru ekki þannig bundnar af efnishyggju. Þær lyfta huga sínum í félagi yfir góðum kaffibolla. Og þá geta þær sagt hver annari frá draumum sínum eða því sem fyrir þær hefir borið. Sálræn fyrirbrigði eru oft eigi í neinu sambandi við merkisat- burði. Þau gerast á ósköp hvers- dagslegan hátt, og oft taka menn hreint og beint ekki eftir þeim. Stundum kallar fólk þau tilvilj- un og skeytir svo ekki meira um þau. Móðir getur til dæmis orðið þess vör, að eitthvert barna henn- ar er næmara en hin á það sem hún hugsar, og eins og les í hug hennar. En hún kallar það til- viljun. Eg á fjögur börn, son og þrjár dætur. Það var ekki fyr en þriðja barnið, Betsy, var orðin nokkurra ára gömul, að eg tók eftir því, að hugsamband var milli okkar. Það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.