Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Side 12
304
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
var eins og hún gæti lesið hugs-
anir mínar, því að oft sagði hún
einmitt það sem eg var að hugsa.
Það var eitt sinn er við sátum
að morgunverði, að ein sneið var
eftir á brauðbakkanum. Eg var að
hugsa um að taka sneiðina, en þá
mundi eg eftir því að eg var að
fitna ,svo að eg lét hana vera. Þá
sagði Betsy: „Mamma, þú ert altaf
að fitna“.
Einu sinni þegar eg var að greiða
Betsy, varð mér hugsað um sögu
er eg hafði lesið nýlega og sagði
frá því að í Indlandi væri það
siður, að konur væri fluttar í úti-
hús til að ala þar börn sín. Þá
sagði Betsy: „Mamma, eg er viss
um að eitthvert barn er að fæð-
ast á þessari stundu“.
Forboðar
Hér er saga af nýgiftum hjón-
um. Þau höfðu eytt hveitibrauðs-
dögunum og ætluðu að halda
heim. En þegar þau voru að stíga
upp í járnbrautarvagninn, hrökk
hún frá og vildi alls ekki fara.
Hann stóð þar með farmiðana í
höndunum, og gramdist þetta
mjög, því að hún gat engu öðru
borið við en því, að hvíslað væri
að sér að hún skyldi ekki fara með
þessari lest. — Tveimur stundum
síðar rakst þessi lest á aðra, 20
menn fórust en hundruð meidd-
ust. —
Önnur hjón höfðu sezt að í gisti-
húsi í Norður Karolína og ætluðu
að vera þar um nóttina. Þegar kon-
an var nýsofnuð, dreymir hana að
sprenging verður í gistihúsinu.
Hún hrökk upp með andfælum og
var svo hrædd, að hún krafðist
þess að þau færi þegar burt úr
gistihúsinu. Hann maldaði eitthvað
í móinn, en hún varð að ráða. Og
um miðja nótt fóru þau þaðan. Rétt
á eftir kom stór bíll hlaðinn
sprengiefni. Hann rakst á húsið og
varð svo mikil sprenging að húsið
hrundi.
Við höfum fengið fjölda bréfa
með frásögnum af fyrirboðum
stóratburða, svo sem þegar barni
Lindbergs var rænt, þegar flugvél-
in rakst á Empire State Building,
þegar Titanic fórst og þegar Lusi-
tania var skotin í kaf, og um mörg
önnur stórslys og flugslys. Vel
getur verið að sumt af þessu hafi
fólk dreymt eftir að atburðirmr
gerðust, en venjulega má sjá það
á bréfunum sjálfum.
Hugboð og firðáhrif
Enginn hefir minnstu hugmynd
um hvernig á því stendur ,að ein-
hverjar hræringar í heilanum
minna okkur konurnar allt í einu
á það að nú sé kakan okkar að
brenna í ofninum. Enginn getur
heldur gefið fullnægjandi skýr-
ingu á því, hvernig gömlum at-
burðum skýtur upp í hugann.
Sama máli er að gegna um hug-
boð.
Meðal hinna mörgu bréfa okkar
eru mörg frá gáfuðum konum, sem
skýra frá því, að þær hafi fengið
hugsamband við aðra, að þær hafi
séð atburði, sem gerðust langt í
burtu, annað hvort á sömu stund
og þeir gerðust, eða nokkuru áð-
ur. —
Hér eru sýnishorn af handa-
hófi. —
Móður dreymdi, að sonur henn-
ar, sem þá var á vígstöðvunum í
Evrópu, væri orðinn barn aftur,
hefði dottið í á og væri að drukkna.
Hún sá hvar hann barst með
straumnum og hún sá ljósa lokka
á kollinum eins og hann hafði haft
í bernsku. Nokkrum vikum seinna
fekk hún bréf frá syni sínum. Þar
sagði hann henni frá því, að hann
hefði fallið í á og veriðnærdrukkn-
aður. Eftir því sem næst varð kom-
izt, skeði þetta sömu nóttina og
hana dreymdi drauminn.
Það var einn sunnudagsmorgun,
að hermaður sat í herskála sínum
og var að skrifa bréf. Fann hann
þá skyndilega sterkan ilm af rós-
um, en rósir voru þar engar nærri.
í næsta bréfi, sem hann fekk frá
konu sinni, skýrði hún honum fra
því, að þennan sunnudagsmorgun
hefði hún farið í kirkju, lagt rósir
að fótum uppáhaldls dýrlings síns
og beðið hann að vernda mann
sinn.
Maður nokkur fekk óþolandi
verk í kjálkann allt í einu, án þess
að nokkur orsök væri til þess.
Seinna fekk hann bréf frá móður
sinni og sagði hún honum frá þvi,
að einmitt á þessari sömu stundu
hefði hún verið skorin upp vegna
ígerðar út frá vísdómstönn.
Konu nokkra dreymdi sama
drauminn á hverri nótt í hálfan
mánuð. Henni þótti sem maður
hennar, er var flotaforingi, hefði
fengið heimfararleyfi, tekið sér
far með flugvél, en flugvélin farizt
og allir sem í henni voru beðið
bana. Svo leið enn nokkur tími,
nokkrir mánuðir. Þá fekk flota-
foringinn heimfararleyfi. Hann
símaði þá til konu sinnar og
kvaðst mundu koma með flugvél
frá Kaliforníu. Hún bað hann
blessaðan að gera það ekki, koma
heldur með járnbrautarlest. Og
svo var henni mikið niðri fyrir,
að hann hét þessu. Hann afþakk-
aði flugferðina og tók sér fari með
lest. Þegar heim kom frétti hann
að flugvélin hefði farizt og allir
farþegar og áhöfn með henni. —
Þannig eru margar sögurnar
óvéfengjanlegur vitnisburður um
sálræna hæfileika manna, sem eru
alveg eðlilegir, en menn skilja þó
svo lítt.
Framhaldslíf
Fram að þessu hefir hugmynd-
in um að maðurinn sé annað og
meira en líkamsvél, stuðst að