Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 305 Smásagan: Síðan veltum við þessu fyrir okkur dálitla stund, og upp úr veltunni kom svo þetta að lokum: KVÖLDBLÁU FJÖLLIN ÉG TÓK nýskeð út úr einni bókahillu minni — af hreinni tilviljun — litla „vasa-útgáfu“ af Heinrich Heine: Buck der Lieder. Hafði eiginlega gleymt henni árum saman, því ég a einnig aðra útgáfu af ljóðum Heines. Efst á titilblaði stendur skráð ór- smáu letri, prýðisfallegu, en nú ail- máðu: Herrn Helgi Valtýsson / zur Erinnerung an Dr. Falke, október 1910. Ég finn örsnöggan sting og sáran í brjósti, og gleymd endurminning flotnar leifturhratt upp úr undirdjúp- mestu leyti við trúarbrögðin. Trúin á einstaklingslíf eftir dauðann, er einn af hyrningarsteinum svo að segja allra trúarbragða. En efnis- hyggjan andæfir þessu og segir að ekkert sé til fyrir utan efnisheim- inn, ekkert sé til sem ekki verði vegið eða mælt í rannsóknarstof- um. Og eftir því sem þekking eykst, aukast og efasemdir og margir krefjast meiri sannana fyrir framhaldslífi en trúarbrögð- in geta veitt. Ef öll fyrirbæri væri efnislegs eðlis, þá mundi ekki vera um neitt framhaldslíf að ræða. En öðru máli er að gegna ef fyrirburðirnir eiga ekkert skylt við efnisheiminn, eins og er t. d. um skyggni og hugboð. Og fjölda mörg bréfin segja frá því að bréfriturum hafi allt í einu birzt framliðnir menn, án þess að nokkur miðill væri nærri, eins og þeir óskuðu að hafa samband við hina lifandi. Rannsóknir okkar um þetta efni eru enn á byrjunarstigi. Við verð- um að fá miklu fleiri sögur um að framliðnir hafi birzt og finna nýar aðferðir til þess að ganga úr skugga um sannleiksgildi þeirra. um hugans, blikandi björt, og blasir síðan við mér í kvöldblárri kyrrð. o—O—o Við sátum uppi í heiðarbrúninni rétt upp af Kolviðarhóli. Síðkvöld í júlí. Tveir ungir menn og hrifnæmir nátt- úruelskendur. Fjallahringurinn í vestn umhverfis Flóann, frá yztu tá Jökuls- ins til innstu róta Esjunnar, var húm- blár og undrafagur um sólarlagsleytið. Og jökulhjálmurinn varð logarauður, er sól seig að fjallabaki í vestri. Kvöldið var draumljúft, kyrrt og hljótt. Ungur vinur minn, þýzkur menntamaður, var sýnilega djúpt hrif- inn af fegurð kvöldsins. Við sátum hljóðir alllanga stund og nutum þagnarinnar sameiginlega. Hún getur stundum orðið furðu mælsk. Þá er sálin á eintali. — Og það er oít dásamlega ijúft að hlusta á hljóðskraf sinnar eigin sálar. — Loks rauf vinur minn þögnina og lét í ljós undrun sína og aðdáun a litauðgi íslenzka sumarkvöldsins. Hann varð skáldlega bráðmælskur, og orðin streymdu af vörum hans með heinskri hrynjandi. Hrifning hans var innileg og djúp! Ég sagði honum, að þessi lita-hljóm- kviða íslenzku sumarkveldanna hefði jafnan hrifið mig, og lagt mér ljóð á tungu þegar á smala-árum mínum. Og nú flutti ég honum litla kvöldljóðið mitt frá æsku-árum: Sólarlag*) — Nu bálar laufið í lundi. — Þar er mið- erindið á þessa leið: Kvöldbláu fjöllin í fjarska með fannkápu úr eldrauðum snjó þau sveipast nú húmi og hverfa í himinsins bládjúpa sjó. Já, þetta er alveg eins og í kvöld! hrópaði vinur minn glaður. — Þetta verðum við að þýða á þýzku: — Die Berge, die abend-blauen! — Þetta verður hreinasti Heine! — ) Sjá Lesbók Mbl. 7. sept. 1958. Die Berge, die abend-blauen, in Mantel von glúh-roten Schnee, sich húllen in Dammrung und schwinden in Himmels tief-blauen See. Sólin slokknaði. Litaskraut vestur- himinsins fölnaði smám saman, og húmblá júlínóttin hvelfdist yfir hljóð- an bláfjallageiminn. — Á ný sátum við lengi hljóðir. Síðan gengum við glaðir og þakklátir ofan á Hólinn og áttum þar góða nótt hjá Valgerði og Sigurði! Við Dr. Falke skrifuðumst á öðru hverju næstu árin. — Ég var þá blaða- maður í Noregi. — Síðasta bréf hans var frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar. I ágústbyrjun 1914. Hann var þálhægri fylkingararmi Vesturhers Þjóðverja undir stjórn von Moltke, sem mistókst svo hörmulega næstu dagana. Sennilega hefir hann orðið einn 1 hópi þeirra þúsunda, sem ekki áttu afturkvæmt úr Marne-orustunni miklu 5.—12. september um haustið. Síðan hefir hann aldrei rofið þögn- ina miklu fyrr en nú í kvöld, er ég hélt á Buch der Lieder í hendi mér, og endurlifði í einni svipan hálfrar aldar atburð, — og rödd hans hljóm- aði á ný í eyrum mér, ung og hrifglöð: Die Berge, die abend-blauen! Helgi Valtýsson. — Ætlarðu ekki að senda konu þína upp í sveit í sumar, eins og vant er? — Nei, við höfum ekki efni á því. — Nú, þú hefir þó sagt að hún sé ákaflega sparsöm. — Já, það er satt, en eg eyði alltof miklu þegar hún er ekki heima. —oOo— — Þér verðið að hætta að drekka kaffi. — Eg drekk aldrei kaffi, læknir. — Þér verðið að hætta að reykja. — Reyki aldrei. — Nú, ef þér getið ekki vanið yður af neinu, þá er eg hræddur um að eg geti ekki hjálpað yður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.