Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Side 14
306
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Jónur hata áhrif á
Rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvæðar jónur eru skaðlegar heilsu
manna, en neikvæðar jónur eru heilsuhætandi.
JÓNUR í andrúmslofti geta haft
ákveðin áhrif á heilsu manna og
hegðun, að því er segir í fregn
af ráðstefnu, sem nýlega var hald-
in í Ameríku og læknar og lífeðlis-
fræðingar sóttu. Þar kom það fram
að tilraunir eða rannsóknir á áhrií-
um loft-jóna á öndunarfæri manna
leiddu í ljós að jákvæðar jónur
hindruðu hreinsunarstarf öndun-
arfæranna, en að neikvæðar jón-
ur örvuðu það. Tekið var fram, að
enda þótt örvun þessi eigi sér stað,
þá jafngildi það ekki því, að lækn-
ing á öndunarkvillum eigi sér stað
En talið var að jákvæðar jónur
gerðu menn móttækilegri fyrir al-
varlegum áföllum af meiðslum og
sárum og að þær yllu ertingu í
slímhúð öndunarfæranna, og gæti
slíkt aukið smitunarhættu er svo
bæri undir.
Á ráðstefnunni var einnig rætt
um hve nauðsynlegt væri að taka
tillit til þessa, þegar uppdrættir
væru gerðir af klefum, þar sem
rúm væri mjög takmarkað, svo
sem í kafbátum og í fyrirhuguðum
geimförum. Ríður á að þar safnist
ekki fyrir jákvæðar jónur, sem geti
haft skaðleg áhrif á heilsu og vel-
líðan áhafnanna. Endurbætt mæli-
tæki og aukin tækni sýna að raf-
magn, þótt í litlum mæli sé, getur
haft afdrifaríkar afleiðingar í þess-
um efnum. Eiga frekari rannsókn-
ir sennilega eftir að leiða margt í
ljós á þessu sviði.
Einnig var þess getið, að á ráð-
stefnunni hefði komið fram uppá-
stunga frá forstjóra verslunarfyr-
irtækis eins um það, að komið vrði
fyrir í verslunarhúsum tæki til að
hlaða andrúmsloftið neikvæðum
jónum. Skyldi það gert í þeim til-
gangi að minna yrði þá um hnupl
í sölubúðum. Hann vildi halda því
fram, að ekki einungis heilsu held-
ur einnig kendræn vellíðan og hug-
arástánd færi eftir jónu-hleðslu
loftsins. Og sú kenning er raunar
ekki ný. Því var t. d. haldið fram
árið 1931 að neikvæðar jónur væru
heilsubætandi en jákvæðar skað-
legar. Árið 1933 var sýnt fram á að
neikvæðar jónur komu vissum líf-
færum í líkama mannsins í eðli-
legt ástand, þar sem aftur á móti
jákvæðar jónur ollu oft höfuðverk
og sýkingu í öndunarfærum. Árið
1947 var það sannað að loft hlaðið
neikvæðum jónum átti meginþátt-
inn í hinum heilsubætandi áhrif-
um á sjúklinga í heilsuhælum en
hvorki ölkelduvatn né loftslag Ár-
ið 1950 komust menn að raun um
að veirur eru hlaðnar neikvæðum
jónum alveg eins og sellur í heil-
brigðum líkamsvef. Ættu því heil-
brigðar líkamssellur og veirur að
verka fráhrindandi, hverjar á aðr-
ar. En hafi líkamssella jákvæða
hleðslu dregur hún að sér sýking-
ar-veirur og þær sameinast.
Samkvæmt allútbreiddri kenn-
ingu er uppstreymi af „dauðu“
lofti upp úr gljúpum iarðvegi, þeg-
ar loftþrýstingur minnkar. Þetta
„dauða“ loft er mjög hlaðið já-
kvæðum jónum. Á þetta sinn þátt
í þreytu, æsingi og jafnvel höfuð-
verk hjá sumum mönnum, þegar
veðrabrigði eða stormur er í að-
sigi. í Þýzkalandi og á Ítalíu hefur
það lengi viðgengizt að dómstólar
taki tillit til áhrifa svonefndra
heilbrigði
„fön“-vinda, en þeir eru jákvætt
hlaðnir árstíðavindar frá Norður-
Afríku og Alpafjöllum. Taka dóm-
stólarnir vægar á þeim afbrotum,
sem framin eru meðan áhrifa
þeirra gætir. Lögreglustjórinn í
San Francisco telur það sannreynt,
að jákvætt hlaðið andrúmsloft
valdi aijknum glæpum.
Jákvæð jónun á bersýnilega sinn
þátt í að veill persónuleiki brotnar
alveg niður, sem kallað er. Um
hundadagana, þegar jákvæða jón-
unin vex, ber meir á taugaveikl-
un en endranær. Sjálfsmorð og
kynglæpir fara í vöxt, jafnframt
því sem ofbeldisverk, rán og hnupl
aukast og valda oft vandræða-
ástandi. Verslunarstjórar ýmsra
fyrirtækja eru sannfærðir um að
minnka megi hnupl í sölubúðum
með því að koma þar fyrir tækj-
um, sem halda loftinu hæfilega
hlöðnu neikvæðum jónum. .
Loft jónast af sólargeislum, af
kjarngeislum og af rafmagni í raf-
segulsviði. Tæki, til að jóna loftið.
hafa að geyma geislavirk efni, sem
eyða jákvæðu jónunum úr loftinu,
en skilja eftir þær neikvæðu. —
Tækjum þessum er komið fvrir
sem hluta í loftræstingarkerfum i
verslunarhúsum.
Lauslega þýtt og endursagt.
I.+S.
Vinkonur voru afi tala saman.
„Mánuðum saman hafði eg ekki hug-
mynd um hvar maðurinn minn var á
kvöldin".
„En hvernig uppgötvaðist það?"
spurði hin og varð öll að eyrum.
„1 gærkvöldi fórst spilámennskan
fyrir, svo ég fór heim, — og þá var
hann þar“.