Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 307 ORÐAMISGRIP ENGINN rithöfundur er svo orð- snjall að honum skjátliit aldrei í orðavali. Misgrip hinna snjöllustu geta stundum verið beinlínis hrapalleg. Það væri vandalítið verk að telja fram nokkur afburða- góð kvæði íslenzk sem lýtt eru á þenna hátt, en enginn leyfir sér að leiðrétta. því ógjarna má láta skynsemina ráða — meira að segja ekki þó að um augljósa ritvillu sé að ræða. Engum kemur til hugar að Matthías hafi ætlað sér að segja eða skrifa „Goða-voða-fríði foss“, því allir vita að það var kvæði Kristjáns um Dettifoss sem hann hafði í huga, enda hefði hitt verið meiningarléysa. En að eilífu verð- ur þetta sámt prentað svona og lesið. Einar Benediktsson er einn þeirra snillinga íslenzkra er næst komast óskeikulleikanum í þessu efni, en þó má benda á fáeina staði í kvæðum hans þar sem hann hefir ekki ,,athugað sinn gang“. Þegar fyrsta bók hans, „Sögur og kvæði“. var nýlega komin út, bar saman hér í Reykiavík fundum hans og skólabróður hans eins, er þá var prestur á Vesturlandi og mun í þetta sinn hafa verið hér á amts- ráðsfundi. Morgun einn í góðu veðri gengu þeir fram á Nes og minntist prestur á kverið, sem hann vitanlega hefir þurft að þakka Einari fyrir. Ævilangt dáði hann Einar Benediktsson um fram flest önnur skáld, en varla mun hafa fundizt í öllum kvæðum þessa skálds eitt erindi sem honum þætti vænna um en þriðja erindið í kvæðinu um „Meistara Jón“. Við munum að það er um „meinhægan jarmandi brauðklerk“ Sjálfur var prestur þessi sízt af öllu brauð- klerkur enda þótt á námsárunum hefði hann meiri löngun til þess að verða læknir en prestur; en hlut- verk þessara tveggja eru í raun- inni ákaflega skýld, ef þau eru rétt skilin. „En með „íslandsljóðum" komstu upp um þig að þú ert ekki* sjómaður; „Fleytan er of smá, sá grái er utar“ þai sem þú vitanlega átt við þorskinn, ekki hákallinn". „Þetta er alveg rétt; þessu þarf eg að breyta“ svaraði Einar. Kvæðið var aldrei prentað framar í tíð höfundarins, og því fær hákallinn líka að sitja fastur í því um tíma og eilífð. Má enda vel vera að Einar hefði gleymt að breyta þó að endurpt-entað hefði verið. En allt er þetta inngangur að miklu styttra máli. Einar þýddi hið snilldarfagra erindi Björnsons, ,1 en tung stund“ kveðið suður í Róm 1861. Björnson segir þar: „Vær glad naar faren vejer hver evne som Du ejer“, en Einar þýðir: „í þraut til krafta þinna átt þú. með kæti að finna“. Það má heita stórfurðu- legt hvernig honum fatast þarna og lýtir þar með hina annars snilldarlegu þýðingu sína. Það er fjarskalegur munur á „glad“ og „kád (kát)” og alveg tilsvarandi munur er á „gleði" og „kæti“. Einar segir hér í athugaleysi allt annað en ha^nn áreiðanlega ætlaði sér að segja Skyssan er hörmu- leg, því örugglega hefir enginn einurð til að segja nokkru sinni það sem Einar vildi sagt hafa. Galsinn fær að vera þarna, í stað karlmannlegrar gleði Björnsons. En við galsann er aldrei neitt karl- mannlegt. Á það mun verða bent að Matthías segir í sinni þýðingu: „Ver kátur þó hann kæli“. En ekki er það nein röksemd, og Matthías hefir þá afsökun að sitt óheppilega orð varð hann að velja sökum stuðulsins. Annars stenzt þýðing hans ekki samanburð við hina. Með slíkt undra-afrek í baksýn sem þýðingu sína á „Manfred“, sem varla á sér aðra hliðstæðu í okkar þýddu bókmenntum en þýð- ingu Steingríms á „Lear“ má Matthías vel una því, að þarna gerði annar betur, þó að sannar- lega gerði hann einnig vel. Skýringin á misgripum Einars er sú ein (enda fullnægjandi) að þarna varð honum það á, að dotta. En það henti að sögn Hómer líka. Sn. J. Nýtt björgunartæki A YMSUM baðstöðum vestan hafs er nú farið að nota nýtt björgunartæki. Er það planki úr plast froðusteypu með harðri húð Lengd plankans er 13 fet, breiddin 22 þumlungar og þykktin 4 þumlungar. Hann vegur aðeins tæp 20 kg. og getur því einn maður borið hann Flotkrafturinn er svo mikill, að hann getur borið marga menn. Honum er einkum talið það til gildis, að á honum sé hægt að koma drukknandi mönnum til hjálpar miklu fljótar held- ur en þótt einhver vildi kasta sér til sunds, að ekki sé talað um að setja fram bát og róa á staðinn. Þegar plankinn er kominn á flot, leggst maður endilangur á hann og rær svo með höndunum. (Þessir plankar eru smíðaðir hjá Hains-Russell Co. í Hicks- ville á Long Island hjá New York). þús. kr. víxillán og bankastjórinn tók í bankann i morgun til þess að fá 10 þús. kr. víxillán og bankastjórinn ‘ók mér mjög alúðlega. — Gaztu þá selt víxilinn? — Nei, ?n bankastjórinn hugsaði sig ofurlítið um áður en hann neitaði mér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.