Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Qupperneq 16
308
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
* 62
V K 10 6
♦ A K 3
+ Á D í 7 4
A K D 10 9
V A 7 5
♦ G 9 7
* 10 5 2
N
V A
S
A 7
V 9 8 4 2
♦ D 10 6 42
+ G 6 3
+ A G 8 5 4 3
¥ D G 3
♦ 85
* K 8
S sagði 4 spaða og V tvöfaldaði. Svo
kom út HÁ, en siðan lauf. Sá slagur
var tekinn á kóng og síðan voru teknir
slagir á ás og kóng í tigli, og þriðja
tiglinum slegið út undir tromp. Svo
var tekinn slagur á L A og láglauíi
spilað undir tromp. Næst voru teknir
tveir slagir á hjarta. Eftir það áttu S
og V ekki annað en tromp á hendi.
Nú kom tromp úr borði og lét S lág-
spil í og V fékk slaginn á S 9. Hann
sló út S K, en S gaf og átti svo báða
slagina sem eftir voru.
Grímseyarsund.
Þegar Guðmundur Hólabiskup hinn
góði flýði fyrir Sturlungum 1222 til
Grímseyar, lenti hann í Stertu. Lét
hann það þá um mælt á leiðinni út,
að aldrei mundi skip farast, er sneri
framstefni til eyarinnar en skut til
lands, og þykir það mjög hafa gengið
eftir, en hitt hefir nokkrum sinnum
að borið, að þeim skipum hefir hlekkzt
á, sem ætluðu til lands úr Grímsey. —
(Allrahanda).
Séra Björn Halldórsson
í Sauðlauksdal var bæði siðavandur
og refsingasamur og setti sóknarbörn
sín stundum í gapastokk. Vinnumaður
var þar í sókninni er Guðbrandur hét,
fremur fávís. Var það eitt sinn er hann
bar húsbónda sinn af skipi, er þeir
I NAUTHÓLSVÍK við Skerjafjörð er sjóbaðstaður Reykvíkinga. Er þar oft
margt um manninn á sumrin þegar gott er veður og sjór tekinn að hlýna.
— Hér má líta fyrsta baðgestinn í Nauthólsvík á þessu vori. Nokkuð er
síðan myndin var tekin og það ma sjá á piltinum að honum þykir sjórinn
skrambi kaldur. — Úti á firðinum liggur oliuskipið Hamrafell, sem er stærst
allra íslenzkra skipa. Það er að koma oliu í land til stöðvar Shell-félagsins, sem
er skammt héðan. (Ljósm. Ól. K. Magnússon).
komu úr fiskiróðri, að hann sagði þá
er hann setti hann af sér, því að hon-
um þótti byrðin þung: „Mikil bölvuð
þyngsli eru á líkamanum á þér, Jón"!
Þá er bóndi kom til kirkju næsta
sunnudag á eftir, sagði hann prófasti
frá þessu, en honum þóttu ummælin
svo óhæfileg, að hann lét setja Guð-
brand í gapastokk um messuna fyrir
þetta. (Merkir íslendingar)
Brún fangavörður.
Arið 1785 var sendur hingað
danskur fangavörður, Sigvard Bruun
að nafni og kölluðu Reykvíkingar
hann alltaf Brún. Hann gegndi þessu
starfi ekki nema eitt ár, því að hann
dó 1786. En á þessum skamma tíma
hafði hann getið sér það orð að vera
mesti fantur og segir þjóðsaga að
hann „hafi drepið 60 fanga með harð-
ýðgi“. Auðvitað hlaut honum að hefn-
ast fyrir þetta. Það var því eínn dag,
að hann sá að brúnn hestur var kom-
inn inn á Arnarhólstún og beit þar.
Ætlaði fangavörður að koma honum
burt, en hesturinn sló hann þá svo
fyrir brjóstið, að hann beið bana af.
Enginn annar sá þann hest. Var það
trú manna, að þetta hefði verið illur
andi, sendur Brún til ófarnaðar. (Eftir
sögn Friðriks Eggerz).
Vísa.
Séra Hallgrimur Pétursson var eitt
sinn á ferð um Borgarfjörð og kom
þar á bæ. Bóndadóttir var úti og kvað
Hallgrímur við hana þessa vísu:
Held eg nú í hendina á þér,
hana eg fyrir mér virði;
engin er sú, sem af þér ber
í öllum Borgarfirði.
Reynisvatn.
I Reynisvatni í Mosfellssveit var
upphaflega mikil silungsveiði. En svo
var það, að bóndi sem þar bjó, drukkn-
aði í vatninu. Dóttir hans fulltíða
horfði á þetta, en gat ekki hjálpað
honum. Varð henni þá svo þungt i
skapi, að hún lagði á vatnið, að allur
silungur í því skyldi verða að pöddum
og hornsílum. Síðan hljóp hún sjálf í
vökina og drukknaði þar. — (Úr hndr.
í Lbs.)
Þegar fuglar fá málið.
Sagt er að farfuglarnir sé mállausir
þegar þeir koma fyrst til landsins.
Krían fær ekki mál fyr en hún hefir
náð í silungs- eða laxhreistur, og
hrossagaukurinn fær ekki málið fyr en
hann hefir náð í merarhildar til að
eta. —