Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 689 — Nú hefur strákurinn komizt í orgelið og er að hamast á því. Og svo sporar hann út alla stof- una nýþvegna ,svo ekki verður hægt að bjóða inn gestum, ef ein- hverjir skyldu koma. Strákurinn —■ það var eg, og mun á þeim árum hafa verið hálfgerður jarðvöðull og farið mínu fram, eins og drengjum er títt. — Nei, það getur ekki verið, sagði Gunnlaugur. Drengurinn var inni í herbergi okkar áðan, þegar ég fór út, og hann hefir ekki far- ið fram hjá mér síðan. Móðir mín vildi ekki trúa þessu, svo að hún opnaði hurðina á her- bergi okkar, og þar inni sat eg hinn rólegasti. Hún lokaði hurð- inni aftur. — Ekkert skil eg í þessu, sagði hún. Eg heyrði greinilega í orgel- inu áðan. Svo fór hún inn til sín. En að vörmu spori kemur hún aftur og segir: — Það fer ekki hjá því, að drengurinn er með einhverjar brellur, nú heyri eg glögglega í orgelinu aftur. Skyldi hann hafa lokað kött inni í því? Hún athugaði það ekki, bless- unin, að ekkert gat heyrzt í org- elinu þótt köttur spígsporaði um nóturnar, ef belgurinn var ekki stiginn jafnframt. En hún trúði sínum eigin eyrum, því að glöggt heyrðist í orgelinu, og nú heyrði Gunnlaugur þetta líka Móðir mín hljóp niður stigann. Hurð gestastofunnar var læst og lykillinn hekk á sínum stað uppi á nagla. Hún tók lykilinn og opn- aði og varð henni það fyrst að renna augum yfir gólfið og athuga hvort þar sæist nokkur spor. Þá voru ekki dúkar á gólfum, eins og nú tíðkast, aðeins kálfskinn undir borði á miðju gólfi. Gólfið var tandurhreint og hvergi sást votta fyrir sporum. En það var móður minni ekki næg sönnun, hún var viss um að hér væri ein- hver brögð í tafli. Hún gekk því að orgelinu, en það var þá læst. Hún opnaði það, en þar var eng- inn köttur og ekkert annað grun- samlegt. Svo læsti hún orgelinu aftur, og læsti síðan stofunni á eftir sér og gekk upp á loft. En ekki var hún fyr þangað komin en hún heyrir orgeltóna. Og nú heyrðu þá allir sem í hús- inu voru. Þessir tónar voru ein- kennilegir, eins og leikið væri á nótur „milli lyklanna" eins og það er kallað. Móðir mín hafði í fyrstu verið viss um að tónarnir kæmi frá orgelinu í gestastofunni, og hefir það verið vegna þess. að hún taldi sjálfsagt að þaðan hlyti þeir að koma. En er menn hlust- uðu nú betur eftir, gátu menn ekki gert sér grein fyrir því hvað- an þeir komu, var því líkast sem þeir kæmi úr öllum áttum, jafn- vel eins og þeir bærist utan að inn í húsið. Menn litu hver á annan og botnuðu ekkert í þessu, sem ekki var von. En þannig helt þessi „músík“ áfram nær hálfa klukkustund, eða fram að kl. 2. Þá hvarf hún og allt varð hljótt. Þegar sýnt var að enga skýr- ingu var á þessu að finna, gerðist móðir mín hugsjúk og helt að þetta mundi boða það að faðir minn væri látinn og mundi vera að búa fólkið undir þau tíðindi með þessu. En ekki rættist sá kvíði. Faðir minn kom heim heill heilsu og glaður og reifur sem hann átti vanda til. Hann var lítt trúaður á fyrir- burði og reyndi jafnan að fá eðli- lega skýringu á því, sem aðrir kölluðu yfirnáttúrlegt. Þegar hon- um var sögð þessi saga, kvaðst hann vel trúa þessu. — Auðvitað hafið þið öll heyrt þetta, sagði. hann, en það hefir ekki verið annað en hvinur í vindi í upsum eða við húshorn, eins og sést á því að ykkur virtust tónarnir berast utan að. Þar með átti sú gáta að vera leyst, en ráðningin nægði ekki heimafólki, því að þennan dag hafði verið blæalogn, og svo þótt- ust menn þekkja muninn á orgel- tónum og ýlfri í vindi. Við faðir minn vorum alltaf mjög samrýndir. Hann var trún- aðarmaður minn r smáu og stóru. Og þegar við vorum tveir einir, talaði hann um margt vi>3 mig, sem hann hafði ekki orð á við aðra. Var hann þá að fræða mig og útskýra fyrir mér ýmislegt, sem eg vissi ekki eða hafði mis- skilið. Svo var það einhverju sinni þetta haust ,er við vorum tveir saman, að hann fór að tala um hina dularfullu orgeltóna. Fann eg þá fljótt, að honum hafði sjálfum ekki nægt sú skýring, er hann gaf heimafólki. Og eftir nokkra stund sagði hann: — Eg hefi hugsað mikið um þetta, og eg hefi ekki fundið nema eina skýringu á því. Og þá er bezt að eg segi frá með hans eigin orðum, eftir því sem eg man þau bezt: — Þegar við komum til Reykja- víkur fórum við Bjarni heim til Eyólfs bróður okkar í Austur- stræti og gistum hjá honum um nóttina. Fórum við ekki snemma á fætur morguninn eftir, vegna þess að þá var sunnudagur. Var því matast í seinna lagi og mál- tíð ekki lokið fyr en um kl. 1. Þá gengum við Bjarni út að Aust- urvelli, og hafði eg orð á því að við værum víst of seinir að ná

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.