Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1960, Side 6
690 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS messu, en samt kom okkur sam- an um að við skyldum ganga suð- ur að kirkju. Þegar við komum suður fyrir Austurvöll, kemur fólkið úr kirkju og mættum við þar Jónasi Helgasyni organista. (Þess má geta hér, að faðir minn hafði verið tvo vetur hjá Jónasi að læra að leika á orgel og voru þeir jafan miklir vinir síðan). Þarna urðu fagnafundir og tók- um við Jónas tal saman. Sagði hann mér þá frá því, að forláta orgel væri nýkomið í prestaskól- ann og spurði hvort mig langaði ekki til að sjá það og grípa í það. Jú, mig langaði til þess, og svo urðum við samferða niður í prestaskóla (sem þá var í Austur- stræti 22, Haraldarbúð). Þar sýndi Jónas mér þetta góða orgel og lék nokkuð á það, og einnig greip eg í það. Vorum við þarna líklega rúma hálfa klukkustund, eða fram til kl. 2. Ekki minnist eg þess að eg hugsaði neitt sérstaklega heim meðan eg var þarna Þó getur verið að eg hafi hugsað til orgels- ins míns heima og borið það sam- an í huganum við þetta orgel. En þar sem þetta var á nákvæmlega sama tíma og þið heyrðuð f orgel- inu heima, þá get eg ekki varizt þeirri hugsun, að tónarnir hafi á einhvern hátt borizt til ykkar vestur að Búðum. Það er eina sennilega skýringin, sem eg finn á þessu fyrirbæri, og er það þó engin skýring, þar sem hún er óskiljanleg.--------- Þannig mælti faðir minn, og hefir mér orðið þetta minnistætt allt saman, einkum þó vegna þess að faðir minn skyldi hverfa frá hinni náttúrufræðilegu skýringu og hallast að hinu, að hér hafi verið um fjarhrif að ræða, því að þá var ekki farið að tala um slíkt. (Systir Bjarna, frú Matthildur Kjartansdóttir, hefir lesið þessa frásögn og segir að hún sé alveg rétt). Ekki meðfæri hraustustu manna Úr því að eg hefi nú sagt þér frá þessu, þá skal eg segja þér frá því sem bar fyrir okkur Gunn- laug gamla. Það var eitt kvöld í öndverðum septembermánuði, líklega 1896, að tvo gesti bar að garði á Búðum. Var annar þeirra Guðmundur Loftsson, sem þá átti heima í Borgarnesi, en varð síðar banka- maður. Hann var á leið til Ólafs- víkur, en átti erindi við föður minn og kom því við í leiðinni. Var farið að skyggja er þeir komu, en ekki farið að bera ljós í bæarhús, því að venjan var að gera það ekki fyr en á gangna- daginn. Pabbi kallaði á mig og brá mér afsíðis. — Nú ætla eg að biðja þig að vera snaran í snúningum, sagði hann. Fyrst áttu að fara með hestana þeirra upp í Lambhaga (það var nokkur spölur) og að því loknu ætla eg að biðja þig að fara út í kirkju og ná þar í tvo ljósastjaka, sem eru á altar- inu. Ef ekki eru kerti í þeim, þá eru kerti geymd í altarinu og skaltu taka tvö af þeim. Það er bezt fyrir þig að láta grindina í kirkjugarðshliðinu standa opna og eins kirkjudyrnar, meðan þú ferð inn í kirkjuna. Eg skildi fljótt að það ráð var gefið til þess að eg gæti orðið fljótur út úr kirkjunni ,ef hræðslu setti að mér. En eg var ekkeert hræddur um það, því að eg var nokkuð tápmikill og treysti sjálf- um mér vel. Ætlaði eg svo þegar að rjúka á stað með hestana, eins og eg stóð. En pabbi sagði: — Skrepptu fyrst upp á loft og náðu í húfuna þína og smeygðu þér í jakka, svo að ekki setji að þér, því að hann er orðinn and- kaldur. Eg þaut upp á loft og þreifaði uppi húfuna mína og jakkann. Gunnlaugur gamli lá í rúmi sínu og eg heyrði að það rumdi eitt- hvað í honum, en eg tók ekkert eftir því hvað hann sagði, því að eg var að flýta mér. Svo fór eg með hestana út í Lambhaga og var fljótur að því. Síðan hljóp eg út að kirkjunni. Ekki var hinn minnsti beygur í mér þegar eg gekk þar inn í rökkrið. Fann eg fljótt kerta- stjakana. Það voru ekki stóru stjakarnir frá Rasmussen skip- stjóra, heldur aðrir minni. Eg náði líka í kerti og svo gekk eg rólegur út úr kirkjunni, lokaði henni og síðan sáluhliðinu. Gekk eg svo út með kirkjugarðinum, en þegar eg kom að horninu á honum, fannst mér nístandi kuldi allt í einu koma yfir mig og læsast gegnum merg og bein, enda þótt eg væri vel búinn. — Þetta var ótrúlega ónotalegt og mér leið mjög illa meðan á því stóð, en það var ekki nema and- artak. Ekki varð eg híræddur, en helt rakleitt heim og skilaði stjök- unum og kertunum. Þá var það ekki venja að heima- fólk settist að gestum, svo að eg kom ekki inn í stofu, heldur fór rakleitt upp á loft. Um leið og eg gekk inn í herbergi okkar Gunnlaugs, segir hann: — Þú hefir orðið var við eitt- hvað. — Hvað ætti það svo sem að hafa verið? sagði eg. — Heldurðu að eg viti það ekki, að þú varst sendur út í kirkju,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.