Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1961, Blaðsíða 12
885 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS AFMÆLI Unglingareglan 6 tslandi 75 ára (9.) Karlakórinn Svanir á Akranesi 45 éra (10.) Knattspyrnufélagið Valur 50 ára (11.) Barnaskóli Akureyrar 90 ára (17.). Ungmennafélag Ásahrepps fimmtíu éra (25.) Vélskólinn í Reykjavík 45 ára (31.) SKÓLAMÁL 71 nemandi lauk verslunarskóla- prófi frá Verslunarskóla tslands (3.) 142 nemendur voru. í barna- og imglingaskóla Bolungarvíkur sl. vet- ur (10.) Norrænt skólamót verður haldið í Kaupmannahöfn í ágúst í sumar (10.) 28 nýir búfræðingar brautskráðir frá Hvanneyri (19.) 306 nemendur stunduðu nám í Gagnfræðaskóla verknáms (25.) Uppeldismálaþing sambands ís- lenzkra barnakennara og landssam- bands framhaldsskólakennara, haldið í Reykjavík í næsta mánuði (25.) 435 nemendur voru í Flensborgar- skóla síðastl. vetur (26.) Þrír framreiðslunemar og 5 mat- reiðslunemar luku sveinsprófi frá Matsveina- og veitingaþjónaskólan- um (26.) 24 námsmeyar voru í Staðarfells- skóla síðastl. vetur (28.) 370 böm voru í barnaskóla ísa- fjarðar síðastl. vetur (31.) Katólski skólinn í Hafnarfirði lagð- ur niður (31.) 68 nemendur voru í Samvinnuskól- anum í Bifröst síðastl. vetur (31.) ÍMISLEGT Byggðasafn Akraness og nágrennis hefur látið smíða nákvæma eftirlík- ingu af kútter Haraldi (3.) Björn Pálsson sótti átta mánaða stúlkubarn, sem hafði gleypt nagla, til Flateyrar (3.) Lítið hefur orðið vart við brezka togara hér við land eftir að sættir tókust í landhelgisdeilunni. Þó hefur borið við að þeir hafi eyðilagt net fyrir bátum (5.) 4,7 millj. kr. rekstrarhagnaður varð hjá Flugfélagi íslands á sl. ári. — Guðm. Vilhjálmsson var endurkos- inn form. félagsstjómar (7.) Arbæarkirkja hefur nú verið tek- in í notkun. Auk þess sem messað hefur verið þar hefir verið skírt og fermt (5.) Leigubílstjóri dæmdur í nær 55 þús. kr. sekt fyrir áfengiskaup til leynivínsölu og birgðir fyrir nær 11 þús. kr. gerðar upptækar (7.) Slitnað hefur upp úr samningum utanríkisráðuneytisins og Loftleiða um rekstur hótels- og farþegaaf- greiðslu á 'Keflavíkurflugvelli (9.) Um 100 manns leitaði dauðaleit að barni | Þykkvabæ. Fannst það sof- andi inni í kartöflugeymslu (9.) Stangaveiðifélag Sauðárkróks greið- ir 100 þús. kr. fyrir veiðileyfi í Blöndu (10.) Bankamenn unnu hina árlegu skák- keppni við Taflfélag Hreyfils (10.) Viðræður hafa farið fram milli ís- lenzkra og rússneskra stjómvalda um áframhaldandi sölu hraðfrysts karfa til Rússlands, en samningar ekki tek- izt (11.) Eimskipafélag íslands hefur hafið fastar áætlunarferðir milli Evrópu og Ameríku með viðkomu á íslandi. Annast þrjú skip félagsins þessar ferðir (13.) Björgunartæki sýnd á lokadaginn í Reykjavík (13.) Leynivínsali dæmdur í 39 þús. kr. sekt og söluvarningur hans að upp- hæð 6,8 þús. kr. gerður upptækur (13.) Reyktur matur veldur krabbameini í rottum samkvæmt tilraunum pró- fessor Niels Dungals (13.) Mikið hefur verið um atvinnu á ísafirði (14.) Ný tilraun gerð með fisksölur er- lendis. Vestmanneyabátur fer með löngu-farm til Svíþjóðar (14.) Ný símaskrá er komin út (16.) Vélbáturinn Dofri frá Patreksfirði, skipstjóri Finnbogi Magnússon, varð aflahæstur Vestfjarðabáta með 1045 lestir (16.) Aflahæsti bátur á Austurlandi var Guðrún Þorkelsdóttir, skipstjóri Steinn Jónsson (17.) Útvarpsráð ályktar að auglýsingar „Samtaka hemámsandstæðinga" í út- varpinu hafi verið hlutleysisbrot (17.) Allmikil brögð hafa verið að blóð- kreppusótt í búpeningi bænda í Skagafirði og Eyafirði (18.) Rúmlega 15,6 millj. kr. halli varð á rekstri Utgerðarfélags Akureyringa h.f. á sl. ári (18.) Undirbúningsstarfi í Heiðmörk fyr- ir gróðursetningu vorsins lauk um miðjan maí og gátu „landnemarnir" þá hafið starf sitt (17.) Viðtæk leit var gerð í höfninni, þar sem ungur drengur sagðist hafa séð mann falla í sjóinn. Þetta reynd- ist þó blekking (18.) Sjö 75 þús. kr. vinningar eru ósótt- ir í Happdrættisláni ríkissjóðs og þús- undir lægri vinninga (18.) Þýzkt skólaskip, Gorch Fock, kem- ur í kurteisisheimsókn til Reykja- víkur (18.) Caravelle-þota er væntanleg til Reykjavíkur' innan skamms (18.) Háskólaráð hefur ákveðið að efna til samkeppni um hátíðarljóð í til- efrii af 50 ára afmæli Háskóla ís- lands á þessu ári (19.) Bankaráð Búnaðarbankans hefur samþykkt að breyta hluta af víxil- skuldum bænda í föst og hagkvæm- ari lán (20.) Vegna þess hve vegirnir hafa ver- ið slæmir tók það flutningabíl frá Húsavík hálfan mánuð að komast frá Reykjavík og norður (20.) Sprengiefni frá stríðsárunum finnst á Seyðisfirði (20.) Biskup landsins vígir kirkjuna að Úlfljótsvatni, en hún hefur verið end urbyggð og bætt að undanförnu (20.) Dráttarvír slitnaði, þegar þýzka skólaskipið Gorch Fock var dregið úr höfn, en betur fór en á horfð- ist (24.) Yfir 10 þús. manns skoðaði skip- ið (24.) Flugbjörgunarsveitin hélt erfiða björgunaræfingu í Botnssúlum (24.) Sprengiefnið frá styrjaldarárunum, sem fannst á Seyðisfirði, gert ó- virkt (24.) Knattspyrnufél. Valur reisir á fé- lagssvæði sínu brjóstmynd af séra Friðrik Friðrikssyni eftir Ríkharð Jónsson (25.) Norræn ljósmyndasýning haldin á Siglufirði (25.) Vilhjálmi frá Skáholti dæmdar 60 þús. kr. í bætur í undirrétti fyrir að honum var haldið á Kleppi í rúmt ár (25.) Svartsbakshópur varð fyrir flugvél á Keflavíkurflugvelli og varð það mörgum fuglinum að bana (25.) Stefán Bjarnason verkfræðingur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.