Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1961, Blaðsíða 14
S38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS uggar, og era þeir til þess að gera hana stöðugri, því að það hefir komið í ljós, að flugvélum sem fljúga á þríhyrndum væng, er hætt við að steypast þegar hrað- inn er orðinn mikill. Hún hefir sex aflvélar og er samanlögð orka þeirra þrisvar sinnum meiri held- ur en orka B-58 hernaðarflugvél- anna, sem hingað til hafa þótt beztar. Stýrisvélar hennar og mið- unarvélar eru svo fullkomnar að útilokað er að hún geti villst af leið. Hún hefir svo fullkomna rat- sjá, að myndirnar, sem koma fram í henni, líkjast mest ljósmyndum. Þá er hún og útbúin tækjum til þess að trufla ratsjár óvina, og hún getur skotið út í loftið „gervi- flugvélum“, sem í ratsjá mundu líkjast reglulegum flugvélum, svo að óvinir gæti villst á þeim og beint skothríð sinni að þeim. Hún hefir vetnissprengjur að vopni. Hinn mikli hraði gerir þessa flugvél hættulegri öllum öðrum hernaðarflugvélum. Setjum svo, að Kínverjar ætli að gera flotaárás á Formósu. Þangað eru um 100 sjó- mílur. Hálfri stund eftir að árás- arflotinn lætur úr höfn, er fregn- in um það komin til Bandaríkj- anna. Og þá eru þessar hernaðar- flugvélar sendar á stað frá vest- urströndinni. Þær eiga um 6500 sjómílna flugleið fyrir höndum. En um þær mundir, er kínverski flot- inn er kominn hálfa leið til For- mósu, eru flugvélarnar komnar yfir hann. Ef stríð skyldi hefjast, geta þessar flugvélar verið komnar á hvaða stað sem er í heiminum, aðeins þremur stundum eftir að þær leggja á stað frá Bandaríkj- unum. Ef stríð skyldi brjótast út á mörgum stöðum í senn, mundu flugvélarnar verða sendar þangað til viðvörunar. ‘ Flugvélar þessar eru óhemju Snarl og viðbit Verðlaunin, sem greidd eru í Sovétríkjunum þeim mönnum, er auka afköst sín, hafa stuðl- að mjög að hroðvirkni. Til dæm is um það hefir búlgarskt blað þetta eftir verkamanni: — Pétur, styddu vegginn hérna á meðan eg sæki verð- launin. Lögfræðingur og læknir sátu saman að snæðingi í veitinga- húsi. Allt í einu varð læknin- um litið upp frá matnum, og varð honum þá að orði: — Hamingjan sanna, þarna er þá konan mín! Um leið og hann sleppti orð- inu dró lögfræðingurinn marg- hleypu upp úr vasa sínum og skaut læknirinn. Hvers vegna? Lögfræðingurinn var kona, sem elskaði læknirinn, en vissi ekki að hann var kvæntur. Bandaríkjamanna og hann botn- aði ekki neitt í því. Ritgerð hans var á þessa leið: — Þetta mál hefir nú verið þaulrætt um langa hríð, bæði frá brezku og bandarísku sjón- armiði, en hefir nokkum tíma verið athugað hver er afstaða fiskanna tii þess, Það var í Harvard-háskóla. Einn af stúdentunum, Robert Benchley, átti að semja ritgerð um réttindi Bandaríkjanna til fiskveiða hjá Nýfundnalandi. Þetta var milliríkjamál Breta og Kommúnistaflokkur Tékkó- slóvakíu tók til yfirheyrslu Sló- vaka nokkurn, sem grunaður var um að vera stjórninni and- vígur. Hér kemur yfirheyrslan: — Hvað myndir þú gera ef þú værir sendur til Rússlands? — Eg mundi vinna látlaust dag og nótt, var svarið. — Ágætt. En hvað myndir þú gera ef við sendum þig til ( útlanda? — Eg mundi ekki vinna hand arvik fyrir rækalls kapitalist- ana. — Fyrirtak, sagði formaður rannsóknarnefndar. Það eru ein mitt svona menn, sem okkur vantar. En segðu mér nú hvert starf þitt er. — Eg er böðull, svaraði Sló- vakinn. dýrar, en þó er enn dýrara að koma upp vörnum gegn þeim. Gizkað er á að fyrsta flugvéla- deildin muni kosta um 10 þúsund miljónir dollara. En hyggist Rúss- ar koma sér upp sæmilegum vörn- um gegn þéim, þá muni það ekki kosta minna en 40 þúsund miljón- ir dollara. Raddir hafa heyrzt um það í Bandaríkjunum að þessar flugvél- ar séu of dýrar, þegar þess sé gætt, að Bandaríkin eigi fjölda annarra hernaðarflugvéla, og gnægð flugskeyta. En þá er bent á það, að þessar flugvélar muni geta leyst allan fjöldann af eldri flugvélum af hólmi og lækkað þar með drjúgum kostnað flug- liðsins. Þessar nýu flugvélar sé og betri en flugskeytin, því að hægt sé að snúa flugvélunum aftur, en engin tök sé á að snúa flugskeyt- um aftur. Að vísu sé hægt að sprengja þau, ef þau eru ekki komin of langt, en af því geti stafað stórhætta. Áhöfn á hverri af hinum nýu flugvélum er 5 manns. Hún hefst við í loftþéttum klefa, þar sem alltaf er um 20—25 stiga hiti og loftþrýstingur eins og er í 8000 feta hæð. Þess vegna þurfa flug- mennirnir ekki að vera í sérstök- um búningum, sem væru öllum viðbrögðum þeirra til trafala, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.