Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 339 Ur lífi alþýðunnar Slys í Bakkaá og framsýni gamallar konu SNEMMA vetrar 1895 drukknaði ung- ur maður, Hjörtur Guðnason, í Bakka- á í Hörðudal. Ain var lögð og ætlaði hann að ganga yfir hana. En er hann kom út á ísinn, liðaðist hann allur sundur skyndilega og þar sökk Hjört- Ur niður og hvarf. Það er með ólíkindum hvað Bakkaá er fljót að ryðja sig, þegar sá gállinn er á henni. Eitt sinn var eg staddur á Lambhúshöfðanum, sem er við ána að utanverðu. Þaðan sést vel upp með ánni og niður með henni. Þarna er Hallshylur og milli hans og Langa- hyls er Gamlavað, straumhart og stak- steinótt. Áin er ósköp meinleysisleg, því að hún er á ísi. En sem eg stend þarna heyri eg dunur og dynki, og þreyta menn á langferðum. í klefanum verður hvítt Ijós af sér- stakri gerð, en öll áhöld eru mál- uð með skærum og mismunandi litum, svo engin hætta sé á að menn villist á þeim. Hver maður hefir sinn stól, sem hægt er að skjóta út úr flugvél- inni ef háski er á ferðum, jafnvel þótt flugvélin sé í mikilli hæð og fari með 3200 km. hraða. Þeir eru þá í hylki, sem fellur til jarðar í fallhlíf. En skyldi svo fara, að hylkið lenti í sjó, þá flýtur það sem bátur. í hverju hylki er sendistöð, hlífðarföt, vatn og vistir til viku, og auk þess handfæri og byssa. Sérfræðingar hersins í Pentagon segja að þessar flugvélar muni reynast einhver öruggasta trygg- ing fyrir friði í langvarandi „köldu stríði“. veit þá að áin er byrjuð að ryðja sig. Hún tekur sig vanalega upp við Hest- foss, sem er mitt á milli fjalls og bæa. Og svo steypist jakaflaumurinn niður í Veiðifoss, sem er skammt fyrir ofan Langahyl. Þar hleðst upp öflug klakastífla á skammri stund neðan við fossinn. Svo fer skyndilega allur ís- inn á stað á löngu svæði með braki og brestum, jakar risa á rönd og hlaupið ýtir á eftir með gný og tröllskap. Það hefir einmitt verið á svona stund að Hjörtur heitinn fórst, hugsa eg með mér. Og í anda sé eg atburð- inn gerast. Tveir ungir vinir koma að ánni og ganga niður sneiðinginn þarna. Þar takast þeir í hendur, en hvorugan grunar að þetta sé hinzta kveðjan. Hjörtur gengur út á ána, og í sama bili fer ísinn á stað og liðast sundur, en Hjörtur hverfur sam- stundis. Vinur hans stendur á bakk- anum og horfir á þetta með skelfingu. Þegar þetta skeði bjuggu ung hjón á Dunkárbakka, Guðmundur og Er- lendína. Þau áttu ársgamla telpu. Hjá þeim var gömul kona, sem Birg- itta Jónsdóttir hét, barngóð, skáld- mælt og skynsöm. Það var og talið að hún væri skyggn og vissi lengra nefi sínu. Svo voru þarna á bænum öldruð hjón, Samúel og Helga, en sonur þeirra, sem Jónas hét og var þá 19 ára gamall, var vinnumaður hjá ungu hjónunum. Hjörtur varð harmdauði vinum sín- um og vandamönnum. Það var þó talin harmabót ef líkið fyndist og gæti fengið leg í vígri mold. Þess vegna var hans leitað hvenær sem veður og ástæður leyfðu, en hann fannst ekki. Birgitta gamla helt því stöðugt fram, að Jónas mundi finna líkið á sínum tíma og væri því þýðingar- laust að aðrir leituðu. Hana hafði dreymt Hjört heitúm á þann hátt, að hún var viss um þetta, og einnig hafði hún séð hann í vöku. Veturinn líður og svo kom sumar- dagurinn fyrsti. Þann dag skyldu all- ir, sem vettlingi gátu valdið, fara f skeljafjöru, en Birgitta vera ein heima með litlu stúlkuna. Samúel hafði hest með sér. Svo hagar til þarna, að með sjón- um er ljósleitur malarkambur, en fyrir ofan eru svonefndir Pollar. Um flóð er þetta allt í kafi, en um fjöru eru þama hólmar, víkur og vaðlar. Þarna rakst Jónas á lík Hjartar heitins. Þá var fólk af fleiri bæum komið í fjöru og hópaðist það allt saman. Klútur var bundinn um höfuð líksins og svo reiddi Samúel það fyr- ir framan sig heim að Dunkárbakka og var það lagt til þar í skemmu. Birgittu var sagt að Jónas hefði fundið líkið. Henni kom það ekki á óvart, og minnti á að þetta hefði hún alltaf sagt. Svo spyr hún hvort ekki vanti eitthvað á líkið, en henni er sagt að svo sé ekki. Þá sagði hún: „Það vantar kjálkana á líkið, en þeir eru fáa faðma þaðan sem líkið lá“. Nú var farið út í skemmu og líkið skoðað. Kom í ljós að rétt var hjá gömlu konunni að kjálkana vantaði, enda þótt enginn hefði tekið eftir því niðri á fjörunni. Svo var brugðið við og farið þangað, sem líkið hafði leg- ið, og þar fundust kjálkarnir að til- vísan Birgittu gömlu. Þau Guðmundur og Erlendína urðu tengdaforeldrar mínir og sögðu þau mér fyrst frá þessu. Mér þótti þetta merkilegt og festi það í minni. Jónas Samúelsson er nú hjá dóttur sinni í Keflavík. Eg heimsótti hann fyrir skemmstu og lét hann segja mér söguna. Honum bar alveg saman við það sem mér hafði verið sagt áður. Kristján Helgason frá Dunkárbakka. 1 ferðaáætlunum þotanna er ekki miðað við það hve lengi maður sé að fá sér hressingu, heldur hve langt honum miði áfram. T. d. þú ert 150 km að fá þér árbít, 500 km að fá þér góðan miðdegisverð, 125 km að fá þér kaffi og 5 km að kveikja þér í sígarettu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.