Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Blaðsíða 4
568 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um. Af þessu má marka mismun í þroska, sem getur ekki stafað af öðru en því, að uppruni yngri trjánna er af slóðum, sem svipar meir til íslands hvað gróðurskil- yrði snertir. Hér kemur það áþreifanlega í ljós, að þrif trjánna eru undir því komin, að fræið sé sótt á rétta staði. Viðarvöxtur Lerkiteigurinn á Hallormsstað frá 1938 hefur verið mældur nokkrum sinnum til þess að reikna út viðarvöxtinn. Hann hefur reynzt 5.7 teningsmetrar á ári á hektara lands. Þetta er frábær vöxtur, svo að hann gerist ekki betri annars staðar á svipuðum breiddarstigum. Með slíkum vexti, og jafnvel þótt minni væri, er ekki nokkur vafi á, að ræktun viðar í landinu margborgar sig. Og skyldi það ekki liggja nær, að sækja við og timbur upp í dali og hlíðar á fslandi en að láta flytja það til hafnarbæja er- lendis, skipa því þar út og flytja yfir úthafið til hinna og þessara kaupstaða hér á landi. Auk sitkagrenis og lerkis eru fjölda margar aðrar viðartegund- ir, sem eru auðræktaðar hér. — Norska rauðgrenið gefur sitka- greninu lítið eftir þar sem jarð- vegur er nógu frjór, og það getur líka vaxið á ýmsum stöðum, sem eru of þurrir fyrir sitkagrenið, t .d. norðan lands og austan, þar sem úrkoma er of lítil fyrir sitka- grenið. Þá er og stafafuran afar hraðvaxta og nægjusöm, og virð- ist ekki þurfa að lúta í lægra hald fyrir ásókn lúsa, eins og oft á sér stað með skógarfuruna frá Noregi. En um hana er það að segja, að furulúsin Chermes pini ræðst víða heiftarlega á hana hér á landi, af því að þau skor- dvr vantar Vi Ón oöm Q Vi anm « li-f* En það er auðvitað tímaspursmál uns úr því verður bætt. Að auki er hvítgrenið frá Alaska ágætis trjátegund, sem sett hefur verið niður víða hin síðari ár, og nokkr- ar tegundir mætti telja til við- bótar, ef það væri ekki of langt mál. Viðaval og tilraunir í gróðrarstöðvum Skógræktar ríkisins hafa alls verið reyndar um 50 tegundir trjáa, og eru þá hvorki víðitegundir né runnar meðtalið. Af flestum tegundum hafa fleiri stofnar eða kvæmi verið reynd. Trjáfræs hefur verið aflað á meir en 200 stöðum víðs vegar um norðurhvel jarðar. Flest eru þetta barrtrjátegundir, en þó Fræðsla tunglsins MþKIÐ er talað um það hvern þekkingarauka menn geti fengið, ef þeir komast til tunglsins og geta rannsakað það. Sérstaklega eru stjarneðlisfræðingar mjög eftirvæntingarfullir, og einn þeirra hefir kallað tunglið „hinn himinborna Rosetta-stein“. Hann segir að eins og Rosetta-steinninn opnaði mönnum leið til þess að skilja launristur hinna fornu Egyptalandsmanna, svo muni og tunglið opna mönnum leið til skiílnings á eðli og uppruna sól- hverfisins. Geimryk hefir verið að safnazt fyrir á tunglinu síðan það varð til. Það get.ur vel verið að í þessu ryki finnist ýmsar lífrænar sam- eindir, er bent gæti til uppruna lífsins. Það gæti líka verið, að í geimrykinu fyndist líffrjó, sem komin væri þangað frá öðrum hnöttum, eða jafnvel frá öðrum •uotrarbrailtum. er nokkuð af lauftrjám hér á meðal. Margt af þessu er enn á tilraunaskeiði og óvíst um fram- tíð þess, en 14 tegundir barrtrjáa má þegar telja svo harðgerar að þær þrífast hér og ná góðum þroska. Þegar tegundafjöldinn er orðinn svo mikill sem nú, er þess eng- inn kostur að reyna allt og prófa nema með því að koma á fót til- raunastöð. Verður það því eitt næsta verk Skógræktar ríkisins að koma upp lítilli tilraunastöð á heppilegum stað. Er það auðskilið mál, að því fleiri tegundir trjáa og runna, sem hér verður kost- ur á að rækta, því hlýlegra og auðugra verður ísland í framtíð- inni. Vatn, vindar og umbrot hafa gjörbreytt yfirborði jarðar, og sennilega yfirborði Marz og Venus líka. En slíkar breytingar hafa ekki orðið á tunglinu. Þar hafa ekki verið neinir vindar, ekkert regn, enginn gróður og engar byltingar af eldum né jarðskjálft- um. Þess vegna má búast við að sumir hlutir tunglsins hafi hald- izt óbreyttir um tugmiljónir ára. Með því að komast til tungls- ins og rannsaka yfirborð þess og bergtegundir, er hægt að komast að raun um hvort það hefir ver- ið heitt eða kalt þegar það mynd- aðist. Sú þekking getur skorið úr um hvor kenningin sé réttari, að jarðstjörnur hafi myndazt úr ryk- skýum, eða hvort einhver hnöttur hefir rekizt á sólina og molað jarðstjörnurnar úr henni. Hafi jarðstjörnumar myndazt af rykmökkvum í geimnum, hafa þær verið kaldar frá fæðingu. Hafi þær kvarnazt úr sólinni, hafa þær verið rauðglóandi að UBphafi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.