Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Blaðsíða 10
874 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vélbáturinn Þorbjöm frá Þingeyri tafðist í róðri vegna óveðurs og var farið að óttast um hann (23.) Kona stórslasast i bílaárekstri á Krýsuvíkurvegi (24.) Ekið á hest í Ölfusi og beið hann við það bana (24.) Miklir skaðar urðu af sjógangi víða á Norðurlandi, en þó mestir á Þórshöfn. Þar brotnaði t.d. hafnargarðurinn, undirstaða húss laskaðist, skúrar brotn uðu, kjallarar fylltust af vatni svo margir urðu að flýja hús sín. Á Dalvík braut um 100 m skarð í hafnargarðinn, A Ólafsfirði kastaðist 130 lesta skip upp í sjálfan kaupstaðinn. Á Siglufirði braut bryggjur. Á Höfðaströnd kastað- ist bátur á land upp. Á Húsavik sökk bátur og fleira mætti telja (22., 23., 24, 25. og 26.) Hurð hrökk upp í einni Douglas-vél Flugfélags fslands í 10 þús. feta hæð, en ókyrrð var þá mikil í lofti. Slys urðu engin (25.) Áætlunarbíll frá Norðurleiðum valt út af veginum skammt frá Miðfjarðará. Meðal farþega var dr. Páll ísólfsson og marðist hann nokkuð á baki og hand- legg (26.) Bændur heimtu ekki allar kindur sinar eftir ofsaveðrið á Norðurlahdi, t.d. munu 25 hafa farizt á Tjöm í Skagahreppi (28.) íbúðarhús úr timbri í Smálöndum, eign Friðsteins Helgasonar, verkstj., eyðilagðist nær í eldi (28.) Tveggja ára drengur, Eyþór Guð- mundsson, Þingeyri, missti hægri höndina um úlnlið í hakkavél (29.) MENN OG MÁLEFNI Tveir flóttamenn frá Austur-Berlín tala hér á almennum fundi (1.) Franskir vísindamenn koma hingað í einkaflugvél til þesS að skoða norð- urljósin og gera á þeim vísindalegar athuganir (1.) Gunnar Böðvarsson, verkfræðingur, hættir störfum hjá jarðhitadeild Raforkumálaskrifstofunnar, og er þá enginn verkfræðingur eftir á jarð- hitadeildinni (1.) Bjarni Benediktsson situr forsætis- ráðherrafund Norðurlanda í Helsinki (3.) Nýr sendiherra Póllands á íslandi, Kazimierz Dorosz, afhendir embættis- skilríki sín (3.) Erling Blöndal Bengtson hlýtur prófessorsnafnbót við Tónlistarskól- ann í Kaupmannahöfn (9.) Guðbjörg Þorbjamardóttir hlaut „Silfurlampann“, verðlaun leikgagn- rýnenda, fyrir hlutverk Elizu Grant í „Engill horfðu heim“ (14.) Sr. Jón Bjarman skipaður prestur að Laufási í Eyafirði (15.) Sólberg Jónsson ráðinn sparisjóðs- stjóri í Bolungarvík (16.) Þórður Guðmundsson, skipstjóri á Akraborgu, hefir flutt yfir hálfa miljón farþega (18.) Karl F. Rolvaag, vararíkisstjóri Minnesotaríkis, heldur hér fyrirlest- ur (21.)- Holtermenn hershöfðingi, yfirmað- ur almannavarna í Noregi, kynnir sér aðstæður til almannavarna hér á landi (23.) Ákveðið hefir verið, að Bjami Benediktsson, forsætisráðherra, verði aðalræðumaður á hátíðahöldum stúd- enta 1. desember (26.) Eggert Brekkan ráðinn yfirlæknir sjúkrahússins í Neskaupstað (29.) BÓKMENNTIR OG LISTIR Dönsk bókasýning opnuð í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar (1.) Nýar hljómplötur með orgelleik dr. Páls ísólfssonar komnar á markaðinn (1.) Sigurður Björnsson, söngvari, held- ur söngskemmtun í Reykjavík (1.) „Saga bóndans í Hrauni“ nefnist ný bók eftir Guðmund L. Friðfinns- son. Er það ævisaga Jónasar Jóns- sonar í Hrauni 1 Öxnadal (2.) Komin er út ný ljóðabók eftir Jó- hann Hjálmarsson, „Fljúgandi nætur- gestir“ (2.) „Böm eru bezta fólk“ nefnist ný barnabók eftir Stefán Jónsson, rit- höfund (3.) „Sonur minn Sinfjötli", ný skáld- saga eftir Guðmund Daníelsson kom- in út (3.) Komin er út ný bók eftir Hallgrím Jónasson, kennara, „Á öræfurn" (4.) „Sandur og sær“ nefnist ný bók eftir Sigurjón Jónsson frá Þorgeirs- stöðum (4.) Reykvisk húsmóðir, Þóra Marta Stefánsdóttir, heldur listsýnihgu í Reykjavík (4.) Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjón- leikinn „Kviksand“ (A Hat ful of Rain) eftir Michael Vincento Gazzo. Leikstjóri Helgi Skúlason. Svissnesk stúlka, Beatrix Liver, heldur sýningu á mosaikmyndum, málverkum og vefnaði í tjaldi í Reykjavík (5.) Komin er út bók um náttúru ís- lands eftir 13 þjóðkunna vísinda- menn (5.) Völuskrín nefnist ný bók með úr- vali af smásögum og ljóðum Krist- manns Guðmundssonar (5.) Ákveðið er að gefa út minningarrit um dr. Benedikt S. Þórarinsson í til- efni af 100 ára afmæli hans (7.) Leikfélag Ólafsvíkur sýnir sjónleik- inn „Páska“ eftir Stringberg (7.) Rússneska óperusöngkonan Anton- ina Maximova heldur hljómleika hér á landi (7.) Komið er út safn greina eftir Stein Steinarr. Nefnist það „Við op- inn glugga“. Hannes Pétursson- sá um útgáfuna (9.) Komin er út önnur útgáfa af bók- inni „Undir vorhimni“, úrval bréfa Konráðs Gíslasonar (9.) „Síðustu þýdd ljóð“ nefnist síðasta bók ljóðaþýðinga Magnúsar Ásgeirs- sonar (9.) Komin er út ný bók eftir Gunn- ar Benediktsson, „Sagnameistarinn Sturla“. Fjallar hún um sagnfræðing- inn Sturlu Þórðarson (9.) „íslenzk mannanöfn" nefnist ný bók eftir Þorstein Þorsteinsson, fyrv. hagstofustjóra (9.) Komin er út ný bók fyrir börn, „Æskan og dýrin“, eftir Bergstein Kristjánsson (9.) Komin er út fyrsta bók Hannesar Péturssonar í óbundnu máli. Nefnist hún „Sögur að norðan" (10.) ^ „Rauði hatturinn“ nefnist ný bók eftir Ásgerði E. Búadóttur (10.) „Sumardagar“ eftir Sigurð Thor- lacíus komin í nýrri útgáfu (10.) Komin er út bók um samskipti ís- lands og Bandaríkjanna eftir Donald E. Nuechterlein (10.) Komin er út ferðabók eftir Einar Ásmundsson, hrl. Nefnist hún „Frá Grænlandi til Rómar“ (10.) „Gríma“, nýr leikflokkur, sýnir „Læstar dyr“ eftir Jean-Paul Sartre (11.) „Dag skal að kveldi lofa“ nefnist ný skáldsaga eftir Elínborgu Lárus- dóttur (11.) Komin er út bók um huglækningar eftir Ólaf Tryggvason (12.) „Sunnan sex“, ný revía, flutt i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.