Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1961, Blaðsíða 5
\ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 569 Úr lífi alþýðunnar LANGI RÓDURINN 1941 Dyrhólaey MÝRDÆLINGAR hafa um lang- an aldur sótt sjó á opnum ára- bátum, og í ýmsum stöðum. Fyr á öldum var t. d. róið „austan heiðar“ frá Höfðabrekku. Sann- ar það nafnið Skiphellir í Höfða- brekkuhálsi, þar sem skipin voru geymd. En þar er nú, eins og kunnugt er, öllu umturnað af Kötluhlaupum, sem hafa fært ströndina þar fram um nokkra kílómetra. Þá var og útræði frá Dyrhóla- ey um langan aldur. Þar urðu á síðustu öld mannskaðar miklir. Útræði mun hafa verið bæði aust- an og vestan við eyna. Austur- hluti hennar kallast t. d. Garðar og eru þar enn í dag sýnileg merki um að þar hefir verið út- ræði. Ef til vill hefir verið róið frá Kirkjufjöru, þegar svo hent- aði, en hún er sunnan við Dyr- hólaey, og er allbreytileg eftir atvikum. Út-Mýrdælir voru með sína ver- stöð hjá Jökulsá á Sólheimasandi. Er enn í dag talað um Maríuhlið- ið þar, og þótti það þrautalend- ing. Það er ekki fyr en á fyrra hluta átjándu aldar, að farið var að stunda útræði í Reynishöfn, og mun þar fyrstur hafa byrjað for- mennsku séra Jón Steingrímsson, þegar hann bjó á Hellum í Reyn- ishverfi, eins og hann getur um í ævisögu sinni. Útræði austan heiðar mun sennilega hafa fluzt til Víkur seint á öldum, en ekki eru sagnir um það, svo eg hafi heyrt, í ævisögu sinni getur séra Jón Steingrímsson þess, að 5 skip með 90 manns hafi ekki náð landi und- ir Dyrhólaey. Hröktust skipin til Vestmannaeya og voru mennirnir tepptir þar í 11 daga, en komust þá til lands undir Eyafjöllum. — Voru þeir allir taldir af og lýsir séra Jón þeirri sorg, sem heltók byggðina út af þessu. Þessa hrakn- ings er enn-getið í kvæðinu „And- vara“ eftir séra Jón Hjaltalín. En um þetta ætlaði eg ekki að skrifa, heldur róður sem við fórum úr Reynishöfn og kölluðum okkar á milli „langa róðurinn“. Það var hinn 7. marz 1941. Veð- ur var gott og fórum við til sjáv- ar. Sjólag var þannig að brim- laust mátti teljast, en nokkuð hol- ur sjór. Eg reri úr Reynishöfn á „Svan“, sem afi minn, Finnbogi Einarsson í Presthúsum smíðaði 1882. Formaður var Finnbogi Ein- arsson í Presthúsum og var eg bitamaður hjá honum. / Við rerum allsnemma um morg- uninn og gekk vel að komast úr landi og fram á mið. Úr Reynis- höfn er stutt á miðin, þegar fisk- ur er á grunni. En nú varð ekki fiskvart fyr en við komum fram á svonefndan „Bunka“. Ber þá bunkann á Mávadrangi í söðulinn á Lundadrangi. Formanni þótti þar ekki nægur fiskur, svo að við kipptum fram á „Rifu“. Er það mið þá er Mávadrangur er kom- inn fram undan Lundadrang, og er þar þrítugt dýpi. Þarna fórum við nú til og frá, og var allsæoulegur afli. Annar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.