Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Side 1
r
v.
( 28. tbl. — 4. nóvember 1962 — 37. árg. [
Eftir prófessor Einar Ólaf Sveinsson
ISLAND byggðist á fyrra
hluta víkingaaldar, og
þjóðin, sem hér varð til, hlaut veiga-
mikla þáttu í örlögum og eðli frá
sjálfri stundinni, þegar hún fædd-
ist. Umrót og fólksflutningar tím-
ans báru hingað menn víðsvegar að;
þeir varðveittu gamlan arf, en höfðu
á hinn bóginn sjálfir orðið fyrir
mikilli reynslu: flutningi úr heima-
högum til annara landa, sumir
einnig lifað víkingalífi, og þetta
hafði gert þá að nýjum mönnum,
og nú urðu þessir rótslitnu, sundur-
leitu menn að festa rætur í nýju,
óbyggðu landi og mynda eitt, nýtt
þjóðfélag. Tíminn var fjölbreyttur,
og af gnægð hans völdust sérstakir
þættir, og íslenzka þjóðin fékk sinn
sérstaka svip.
Talið er, að bygging fslands hefjist
um 870, og hefur víkingaöldin þá stað-
ið svo sem tvo mannsaidra. Kallað er,
að hún byrji með skyndilegum ráns-
feröum norskra víkinga til ýmissa
staöa á Bretlandseyjum. Árið 793 ræna
þeir kirkju og klaustur í Lindesfarne á
Norðimbralandi, 795 Lambey skammt frá
Dyílinni og staði í Wales, og á næstu
árum ýmsa staði við Bretland og ír-
land, 802 og 806 Eyna helgu (Iona) í
Suðureyjum. Siglingar með ströndum
fram höfðu tíðkazt með Norðurlanda-
búum aftan úr forneskju, og lengi var
eftir því sótzt, ef unnt var. Auðsætt er,
að menn af Norðurlöndum höfðu farið
til Englands frá fornu fari um sunnan-
verðan Norðursjó, og er fundurinn í
Sutton-Hoo í Suffolk á Englandi ör-
uggt vitni þess. Líklegt má þykja, að
kunn hafi verið nokkuð snemma sjó-
leiðin vestur frá Noregi til eyjanna
norðan Skotlands, en þó vöktu hinar
fyrstu víkingaferðir sýnilega undrun.
Frá fornu fari höfðu Danir og íbúar
Svíaríkis haft verzlunarviðskipti við
Frísa og Frakka, en aðra stundina hafði
kastazt í kekki með þeim. Ránsferðar
víkinga verður vart í Akvítaníu 799, og
er það sama hrotan og fyrr var getið.
Hitt var afdrifaríkara, að Karlamagnús
keisari vann undir sig Saxa og komst í
nágrenni við Dani. Var þá ekki annars
að vænta en skærur yrðu með þeim
annað veifið, og þegar deilur voru um
völd í Karlungaríkinu, voru danskir
menn fúsir að skerast í leikinn og fóru
bangað margar hei’ferðir, og sjálfsagt
ekki alltaf ótilkvaddir. Voru foringj-
armr oft framgjarnir menn af konungs-
ætt Dana, sem drógu tíðum saman mik-
ið lið. Aftur á móti virðist hernaður
manna frá Noregi vestur um haf hafa
verið dreifðari og eigi með jafn-fastri
skipun.
Erm sóttu Norðurlandabúar í austur-
veg einkum Svíar, og virðast þeir hafa
ráðið fyrr á tímum nokkuð löndum á
ýmsum stöðum við Eystrasalt. Þá fóru
þeir kaupferðir langt inn í Rússland,
svo að þeir komust jafnvel í tengsl við
Serki, og það allsnemma. Á 9. öld varð
veldi Svía svo mikið þar eystra, að þeir
stofnuðu ríki í Hólmgarði (Novgorod),
862 að því er talið er, og varð það brátt
víðlent; höfuðborg þess varð Kænu-
garður (Kíef). Þessir norrænu menn
eru vanalega nefndir Væringjaf. Kylf-
ingar, sem Egilssaga getur um í Pinn-
landi, eru og oft nefndir í austrænum
heimildum; mun þar vera átt við banda-
lög kaupmanna.1 Margir telja, að nafn-
ið Rússar sé komið úr norrænu, s. s.
Róðsmenn, dregið af nafni Róðslaga í
Svíþjóð.
Vikingaöldin fyrir vestan haf hefst á
ránsferðum og strandhöggum, en brátt
verða úr þessu landnám og stofnun
ríkja. Hinir miklu Danaherir herjuðu í
fyrstu á keisaradæmið, en síðan annað
veifið á England, og unnu þeir hluta
Englands undir sig (Danalög). Þá unnu
og víkingar undir stjórn Rollós (sem is-
lenzkar heimildir nefna Göngu-Hrólf)
Normandí 911, og gengu þeir á hönd
Karli einfalda Frakkakonungi. Norð-
menn fara fyrst til eyjanna vestur í
hafi. Færeyja, Hjaltlands, Orkneyja og
Suðureyja, og nema þar land, og urðu
öll þessi lönd norræn um langan aldur,
en i þremur hinum síðastnefndu eyja-
klösum höfðu verið frumbyggjar af
öðrum þjóðum (Péttar og írar). í Orkn-
eyjúm settu þeir á stofn jarlsríki, og
þaðan unnu þeir fylki á Norður- og
Vestur-Skotlandi. Áður höfðu þeir
haldið um Suðureyjar til írlands og
mættu þar Dönum. Hvorugir unnu þar
til langframa nema eyjar, útskaga og
lítil strandsvæði, en brátt urðu þeir
stofnendur borga, og eru þeirra merk-
astar Dyflinn, sem Norðmenn reistu, og
Hlymrek og Cork, sem Danir stofnuðu.
f Norður-Englandi mættust Danir og
Norðmenn í Norðimbralandi, og réðu
ýmsir þar ríkjum, en stundum játuðu
þeir yfirráð Englakonungs. Mikið kvað
þá uö nprrænu máli í Norðimbralandi
og Danalögum; kölluðu Englar það
danska tungu, af því að þeir höfðu í
fyrstu mest kynni af Dönum, enda stóð
mikill ljómi af því konungsríki meðal
norðurþjóða. Fór veldi víkinga vaxandi
í Englandi og náði hámarki sínu, þegar
Sveinn tjúguskegg Danakonungur vann
England 1013, en eftir hann réð Knútur
ríki sonur hans Englandi og Danmörku,
og að lokum einnig Noregi, til dauða
síns 1035. Þá leystist þetta stórveldi í
sundur, England kom aftur á vald
enskra þjóðhöfðingja, unz Vilhjálmur
bastarður Rúðujarl vann landið undir
sig 1066. Er stundum kveðið svo að orði,
að með því ljúki víkingaöld.
Þetta eru nokkur meginatriði úr ara-
grúa atburða, fjölmörgum víkingaferð-
um víðs vegar um Evrópu. Kalla má, að
allt hafi þá verið á ferð og flugi meðal
norðurþjóða. Eitt höfðingjanafn kemur
þetta árið fyrir í Frakklandi, tengt við
einhver hervirki, hið næsta ár ef til vill
á Englandi, eða þá annað árið á írlandi,
hitt á Norðimbralandi, og er ekki alltaf
auðvelt að greina, hver maðurinn er
eða hvað veldur ferðum hans. En hvar-
vetna vekja beinaber nöfn og þurrar
frásagnir annálanna tilfinningu ólgandi
lífs Auk þess sem víkingarnir eru á
ferli um Eystrasalt, Norðursjó, Ermar-
sund og höfin umhverfis Bretlandseyj-
ar, leggja þeir langt suður með Frakk-
landi, og 844 komast þeii til Spánar; i
annað skipti, 859, fara þeir inn um
Njörvasund allt til ítalíu; aðrir fara á
skipum sínum eftir ám Rússlands suður
í Svartahaf, og 860 er Væringjalið undir
stjórn Höskulds og Dýra fyrir múrum
Miklagarðs, en litlu síðar eru aðrir
Væringjar að herja á Mahómetstrúar-
þjóðir við Kaspíhaf. Síðan fara Vær-
ingjai í her sólkonungsins *í Miklagarði,
og þeir hitta fyrir sér á Sikiley og Suð-
ur-ítalíu Norðmenninga, komna frá Nor-
mar.dí, og berjast við þá.
f annálum þessa tíma ber mikið á
hervirkjum víkinga. En það er ekki
nema önnur hliðin. Þegar var drepið á,
að norrænir menn í austurvegi lögðu
mikia stund á verzlun. Sama máli var
að gegna fyrir vestan haf, t. d. á írlandi,
þegai fyrsti berserksgangurinn var
runninn af víkingunum. Þá mun öll ut-
anlandsverzlun frlands hafa verið í
höridum þeirra, borgir fara að blómgast
og þeir taka að slá mynt, sem lítt eða
ekki hafði tíðkazt áður á írlandi. Far-
menn nefna fornsögur þessa menn, sem
hafa vopn í annari hendi, en vörur í
hinru. Þeir eru milliliðir fjarlægra
þjóða. Orðin silki og taparöx í slafnesk-
um málum, norrænu og fornensku sýna,
að þeir flytja þessar vörur úr austur-
vegi í vesturveg. í írskum heirqildum
getur þess, að Norðmenn fluttu „blá-
menn“ til írland' — orðið „blámenn“
£ lanihald á bls. 6
íslenzkar bókmenntir í fornöld, heit-
ir nóvemberhók Almcnna bókafélags-
ins og er eftir prófessor Einar ólaf
Sveinsson. Er hér um að ræða fyrsta
bindið af þremur og verður rit þetta
merkur viðburður, þegar út kemur,
því þar mun prófessorinn fjalla um
upphaf íslenzkra bókmennta. Iþessu
fyrsta bindi er inngangur fyrir alla
bókmenntasöguna, forspjall um kveð-
skap og yfirlit yfir Eddukvæði þar
sem þau eru skýrð hvert fyrir sig
og lýst stöðu þeirra í bókmenntun-
um. Lesbók Morgunblaðsins birtir í
dag fyrsta kaflann í riti þessu og af
honum má sjá, að bókmenntasaga
próf. Einars er hvort tveggja í senn
rituð fyrir alþýðu manna og sér-
fræðinga í norrænum fræðum.
Einar Ólafur Sveinsson hefur, eins
og kunnugt er af fréttum, tekið við
forstöðu Handritastofnunarinnar, en
verður áfram prófessor í íslenzkum
fræðum við Háskólann með tak-
markaðri ltennsluskyldu.