Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1962, Blaðsíða 6
| VIKINGAÖLD I Framhald af bls. 1 er i-ýtt í heimildinni orðrétt á írsku (fir gorma). Mest vitni um verzlun vík- inga veita fornleifar. En sjá má, að aðrir víkingar voru til- búnir að nema land og setjast um kyrrt sem bændur. Þannig setjast margir að á eyjunum umhverfis Skotland. Sama er að segja í Danalögum og Normandí. í Normandí urðu víkingarnir yfirstétt, á ýmsum öðrum stöðum hafa þeir orðið að láta sér nægja að eignast land, og sumstaðar hafa margir orðið að sætta sig við að vinna sjálfir hörðum höndum. Hingað til hefur verið mest getið um ferðii norrænna manna suður á bóginn. En borið gat við, að þeir fengju and- byr á leið til hlýrri landa, og þá ræki út á norðurhjarann. Þannig er sagt, að Island fannst, en með því að það þótti gott, byggðist það smám saman. En héðan fannst og byggðist Grænland, og að lokum var fundið Vínland, sem verið hefur á meginlandi Ameríku. Svo mjög trúðu norrænir menn á skip sín og sigl- ingalist, að þeir héldu uppi förum til allra þessara landa. Víkingarnir komu frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og í upphafi þessa tímabils voru þau þjóðfélög forn í snið- um. Þar drottnaði íhaldsöm bænda- menning. Aftan úr forneskju höfðu menn stundað veiðar, bæði á landi og sjó, síðan kom kvikfjárrækt, og að lok- um breiddist akuryrkja út norður eftir. Öll þessi störf voru í föstum skorðum, atvinnuhættir breyttust lítt frá einni kynslóð til annarar. Jafnvel verkfæri frá steinöld gátu varðveitzt innan um önnur yngri (eins og stjórar, grýtur og hlóðir úr grjóti, sem tíðkuðust á ís- landi). f tengslum við forna atvinnu- hætti varðveittust gamlir siðir, hugsun- arháttur og trú, og gengu að erfðum. Athafnir manna voru reglum bundnar, varúðum og vítum, og hafa brot af þessu og brot af fornum átrúnaði varðveitzt í þjóðlegum fræðum fram á seinni tíma. Um hið forna bændaþjóðfélag og hugs- unarhótt þess má og læra margt af forn- um lögum Norðurlanda, ekki sízt sænsk- um Meginþáttur þessa samfélags virðist ekki hafa verið einstaklingurinn, heldur ættin. Ættingjar skyldu ala önn fyrir ómögum skyldum sér. Ef maður var veginn, var það skarð í frændgarðinum, eins og Egill kvað að orði, og var þá ættinni allri að mæta. Á henni hvíldi hefndarskylda, og ætt vegandans, ekki hann einn, varð fyrir hefnd eða galt bætm ætt hins vegna. Þannig annaðist ættin bæði framfærslu og veitti lið út á við. Lögin sýna, að félagshyggja var mikil og samstarf. Annars var byggð misjöfn; á sléttlendi Danmerkur og Suður- og Mið-Svíþjóðar voru þorpsbyggðir, en í Noregi og Norður-Svíþjóð var dreifbýli, og þar virðist mikið hafa kveðið að sjálfseignarbændum. Voru þeir sjálfráð- ari, og í fjallbyggðum og einangrun voru menn ómannblendnari og sérlynd- ari. Stundum verður vart þeirrar hug- myndar, að hið forna þjóðfélag Norður- landa hafi verið einfalt í skipun. En elztu lög Noregs sýna annað. Þar má sjá, að þjóðfélagið skiptist í margar stéttir, og var hver upp af annari og hafði tiltekin réttindi. Gulaþingslög greina sundur þræla, leysingja, bændur, hölda, lenda menn og jarla (auk kon- unga og biskupa), en Frostaþingslög þræla, leysingja, reksþegna, árborna menn, hölda, lenda menn, jarla og kon- unga. Rómverski sagnaritarinn Tacitus, sem ritaði bók sína „Germaníu“ í byrj- un k aldar e. Kr., getur viða presta og hofgoða með Germönum, og er auðsætt, að þeir hafa verið áhrifamiklir, en inn- lendar heimildir benda ekki á, að þeir hafi greinzt frá öðrum stéttum neitt við- líka og drúidar með keltneskum þjóð- um eða hin kaþólska klerkastétt mið- alda. Rótskyld orð eru til í gotnesku og flestum norrætium málum um presta, gudja á gotnesku, guðija í frumnor- rænni rúnaristu (Nordhuglen), goði á non ænu, og kemur það orð fram á dönskum rúnasteinum og á íslandi, en Landnámabók getur um Þórhadd hof- goða á Mærini í Noregi, sem nam síðar land á fslandi. Við dýrkun sumra goða (einkum vana) virðast konur hafa komið, og eru þær nefndar hofgyðjur. Tacitus segir, að með Germönum hin- um fornu hafi tíðkazt þing, sem bæði höfðingjar og frjáls alþýða sótti, og réðu þeir í sameiningu málum til lykta.2 Þegar sögur hefjast, eru þing í fullum blóma á Norðurlöndum. Má þá enn greina þessa tvo aðilja, alþýðu og höfð- ingja. Auðsætt er, að á ýmsu hefur get- að oltið um það, hvors vald mátti sín meira. Tacitus segir, að sumar ger- manskar þjóðir hafi haft annan þjóð- höfðingja á friðartímum en ófriðar, og hefur ófriður að jafnaði eflt konungs- valdið. Tvennt er enn, sem því gat ork- að. Annað var trúin. Líklegt má þykja, að með sumum þjóðum hafi verið eins konai prestkonungur, einkum þar sem vanadýrkun var, en hún var víða, þar sem kornyrkja var mikil. Svo virðist t. d hafa verið háttað um Svíakonunga, og segir Tacitus, að þeir hafi verið ein- valdir. Hefur þar margt verið fornlegt og með trúarlegum blæ. Hitt var „drótt- in“ (síðar nefnt hirð). Söfnuðust þá að einhverjum höfðingja hópar vel vopn- færra manna og fylgdu honum af frjáls- um vilja sínum, en hlutu fyrir gull og landeignir.3 Við þetta gátu konungar orðið lítt háðir bændum og gömlum sið- venjum. Mætti þar vænta meiri hern- aðaranda, hetjuskapar og glæsimennsku, svo og sérstaks trúnaðar við konung sinn. f fornum heimildum varðveitast minningar um neskonunga, og fylkis- konungar voru víða, þegar sögur hefj- ast. Svo er þó að sjá sem snemma hafi við og við risið upp herskáir konungar, sem reyndu að vinna undir sig önnur fylki en þeir voru bornir til, og eru þesslegar sagnir af Ingjaldi illráða, ívari víðfsðma og Haraldi hilditönn. Smám saman þróast einnig samfélögin sjálf í áttina til stærri heilda. Víða stofna mörg fylki með sér sameiginleg þing (Frostaþingslög, Gulaþingslög, Heið- sævislög í Noregi). Rétt þegar sögur hefjast, er konungsveldi komið á það stig, að einn er konungur í Danmörku, annai í Svíaríki, og á landnámstíð fs- lands vinnur Haraldur hárfagri undir sig Noreg. En þá fer líka að síga á seinni hluta fyrstu aldar þessa tímabils. Gotneski sagnaritarinn Jordanes (um 550) telur Skandinavíu vöggu þjóðanna og Gota þaðan komna, og fornar heim- ildir telja ýmsar aðrar þjóðir, sem fóru suðui í lönd Rómverja, komnar af Norð- urlöndum eða þá frá suðurströnd Eystra- salts. Á fyrri öldum hafa þjóðflutningar leyst vanda offjölgunar, en á hinn bóg- inn hafa Norðurlandaþjóðir þá haft nokkur tengsl við suðlægari þjóðir. En á 6. og 7. öld, að því er virðist, lögðu slafi eskar þjóðir undir sig landið sunn- an Eystrasalts allt vestur að Egðu. Urðu Norðurlandaþjóðir þá í úlfakreppu og höfðu lítil bein sambönd við suðlægari þjóðii nema þær, sem bjuggu við Norð- ursjóinn. Þetta studdi að viðhaldi fornra hátta, bændur reyndu að vera sjálfum sér r.ógir, svo sem verða mátti. Skógar þrengdu að byggðunum, og var það ekki fyrr en síðar, að farið var að ryðja þá að marki, og þeir torvelduðu mjög allar samgöngur á landi. Aðalsamgöngu- æðin var sjórinn; Eystrasalt, Jótlands- haf, leiðin innan skerja í Noregi og Norðursjór urðu helztu þjóðbrautir og miðdeplar í menningarsvæðum. Veru- lega verzlun áttu Norðurlandabúar við þjóðii í austurvegi og Frísa og Frakka, og á leiðinni þar á milli risu upp kaup- staðii, á Bjarkey í Svíþjóð og Heiðabæ á Jótlandi. Halda sumir fræðimenn því fram, að þetta hafi verið mikils háttar verzlunarleið milli austur-rómverska ríkisins og Austurlanda á aðra hlið, en Vesturlanda á hina.4 Utan hennar kunna að hafa verið markaðir, eins og í Skír- ingssal í Víkinni, en ekki kaupstaðir fyrr en á síðara hluta víkingaaldar. Bær.daþjóðfélagið, ættarskipulagið drottnaði á Norðurlöndum í upphafi víkingaaldar. E kki verða nú raktar til róta ástæður víkingaferðanna, einmitt þegar þær hófust, en nokkuð má geta sér til um þær. Útþrá er á síðari tímum nor- rænt einkenni. En í íslenzkum sögum segir, að menn fóru í víking til að „afla sér fjár og frama“. Févonin kann stund- um að hafa snúizt að slíkri slembilukku sem ránum, auðugra klaustra eða fé- gjöldum stórborga eða konunga, en mikiu oftar urðu menn að láta sér nægja von um land eða farmennskugróða. Það sem undir bjó mörgum ferðunum og á eftir rak, var sultur manna, sem lifðu við mikla landþröng. Offjölgun kennir Dudo munkur af St. Quentin víkinga- ferðirnar,5 og sama má víða sjá. Á sumum tímum má efling konungsvalds hafa haft áhrif á víkingaferðir, stund- um með því móti, að víkingaferðir voru reknar í skjóli og með leiðsögu konunga hinna norrænu þjóðlanda, stundum af mönnum, sem voru í andstöðu við þá. Þá má vera, að það hafi hleypt fjöri í ferðirnar vestur um haf, að Norðmenn hafi þá verið nýbúnir að finna upp skip betri en áður þekktust, skip sem sigla mátti um úthafið, og að vísu munu nor- ræmr menn hafa verið mestir siglinga- menn Evrópu um þær mundir,6 og af þeirra tungu eru mörg orð í sjómennsku- máli Frakka, Engla og íra. Og eftir að fréttii voru sagðar af hinum fyrstu ferðum, má útþráin hafa glæðzt, ekki sízt þrá til landa, sem sunnar eru á hnettinum og sólríkari en þeirra lönd. Þessum nýja heimi, sem nú opnaðist norrænum mönnum, tóku þeir í senn með forvitni og gát, fróðleiksfýsn og tortryggni. Þeir girnast að sjá nýjar þjóðir og ný lönd og furðuverk þeirra. Sumar ferðir þeirra til fjarlægra landa eiga sýnilega að nokkru leyti rætur að rek.ia til forvitni og ferðaþrár, og víða má finna vitni um aðdáun þeirra á dýr- legum höllum og því líku; sem dæmi má nefna, hvílíkur ljómi er í eddukvæðum yfir „höllum Kjárs“ og „Hlöðvés söl- um“- á íslandi er enn um 1200 varðveitt minning um Gullvörtu, pólútir hinar fornu og Laktjarnir á Miklagarði; vera má, að Colosseum sé að nokkru fyrir- mynd í lýsingum á Valhöll;7 svo er að sjá sem líkneskis af Þjóðreki mikla sé getið í ristunni á Röksteininum. Auð- sætt er, að víkingar hafa verið mjög skrautgjarnir og haft heiman að ást á fögium gripum, og hefur hún vafalaust glæðzt heldur en dvínað í öðrum lönd- um. Löngun víkinganna til að sjá nýtt, löna og þjóðir, hélzt í hendur við eins konar heiðríkan, nærri því kaldlyndan allsgáa. Þeir fá þá líka skýra mynd af öllu hinu nýja. Skynjun þeirra og at- hygli virðist hafa verið álíka glögg og t. d Eiríks frá Brúnum og sumra annara íslenzkra sveitamanna ■' 19. öld. Víkingarnir trúðu augum sínum og eyrum. Þeir voru gæddir skarpri eftir- tekt frumstæðra manna, en varúð í að trúa. Menn voru þá með öllu móti, eins og á öllum tímum, en þessi tími hefur bersýnilega fyrst og fremst úthverfan svip Víkingarnir og Norðurlandaþjóðir yfir leitt urðu fyrir „áhrifum“ af því, sem þeir sáu og heyrðu og reyndu. En mót- taka þeirra á öilu var virk og sjálfstæð. Þetta var eins og Goethe kemst að orði um börn á einum stað: „Wer viel mit Kindern lebt wird finden, dass keine áussere Einwinkung auf sie ohne Gegen winkung bleibt".8 Menn hafa bent á, að greina megi í list vikingaaldar minni frá útlendri list, eins og t.d. ljón, en ef að er gáð, hygg ég hið merkilegasta vera hve sjálfstæð er meðferðin í nor- rænu listinni. Víkingar eru fljótir að læra eitt og annað hagnýfct, sfcundum í félagsskipun, miklu síður í hugsunar- hæbti. Frá þessu sjálfstæði í viðtöku erlendra áhrifa má nefna eina undantekn ingu, kristnina. Hana taka norrænir menn stundum af hrifningu, en oftar a£ hagkvæmdarástæðum í leit að gæðum þessa heims. En hvað um gildir, áhrif hennar ná áður en varir inn í hverja æð þjóðfélagsins, og smám saman fer hún að ummynda hug og háttu manna. Henni fylgir siðun. Með henni kemur einnig trúin á kennivald, sem að lokum sigrast á allri sjálfstæðri hugsun. En það er löng saga, sem lítið varðar efni þessa bindis. Þegar í upphafi víkinga- aldar er kristniboðinn Ansgar (Ásgeir, f. 801) á ferð í Bjarkey, en þar á eftir í Danmörku, og síðan smáhreiðist kristn- in út með norrænum þjóðum, og á síð- usfcu mannsöldrum víkingaaldar er kall að, að þær hafi allar tekið kristni nema Svíar að nokkru leyti. í kjölfar kristn- innar koma smám saman aðrir þættir evrópskrar miðaldamenningar, þar á meðal ritlist og bókagerð. En hverfum nú aftur að víkingaöld- inni sjálfri. 'Vikingaferðir og kaupfarir drógu að sér menn, einkum unga menn, frá hinum fornlegu þjóðfélögum Norður- landa. Að vonum hafa flestir verið frá strandibyggðum og siglingahéruðum, en ýmsir hafa þó einnig komið frá byggð- um inni í landi. Helzt hafa til bess ráð- izt þeir, sem tápmiklir vorp og fram- gjarnir. Margir hafa aldrei komið aftur, aðrir hafa setzt um kyrrt heima, þegar þeir tóku að reskjast. Þessi umbrot öll hljóta að hafa haft djúptæk áhrif á félagslíf og huganheim. í víkingunni sprengdu menn af sér bönd, gömul skipun og hættir leystust upp, og nolckur áhrif þessa bárust til heima- byggðanna. En í víkingunni sjálfri (að minnsta kosti íupphafi) komu þó þessi fyrirbrigði fram í sýrastri mynd. Umrótinu hið ytra fylgdi umrót í hug um manna. Breytingarnar hafa ekki endi lega eina stefnu, heldur er þetta eins og iða, sem geisar til og frá, streymi yg öfugstreymi. En hreyfing kemst á allt. Fyrst eru sjálfar ferðirnar. Menn losna við átfchagana, slitna upp úr jarðvegi þeirra, sjá annað, reyna annað. Caelum, no nanirrr.um mutant qui trans mare curr- unt, segir Hóraz; þeir skipta um himin, en ekki hug, sem fara yfir haf. Eigi að síður verður þó breyting á þeim, svo að ekki verður aftur tekið. Margir koma aldreí aftur og setjast að í öðrum lönd- um. Þrá heirn, en eru bó breytir. Við ferðirnar slitnar trúin frá fornum helgistöðum, hofum, helgum lundum, helgum trjám. Nú er ekki lengur hsegt að fylgja mörgu gömlu boði og banni, mörgum gömlum siðum. Trúin býr þá meira í hugum manna. Menn bera sam- an sagnir og skipa í kerfi hugmyndum. Hugsun um rök hennar gerir meira vart Hugsun um rök hennar gerir meira vart við sig. Mælikvarði al- mennra mannlegra siðaskoðana er lagð- ur á trúna. Við þetfca getur hún hafið sig hærra. Eða hún litast upp og dofnar. Sfcundum getur forlagatrúin eflat, eða hjátrúin. Getið er um goðlausa menn eða menn sem trúa á mátt sinn og megin. Og svo komast margir víkingar í kynni við kristnina, og áhrif hennar geta v^. ið töluverð jafnvel þó að menn >3111 ekki móti neinum af hugsjónum henn- ar né siðaskoðunum. Og sjálfsagt læra Framhald á bls. 13 6 LESBÓK MORGUNELAÐSINS 28. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.