Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Page 1
í mertningu vorra tima Eftir Jóhann Hannesson prófeisor M5NNUM kann að finnast þetta furðulegt efni að taka til með- ferðar á hinum miklu frjálsræðistímum, er vér teljum öld vora vera: Ofvöxtur og nauðung í menningunni. En þetta efni er nú mjög á dagskrá víða um heim. Hver bókin af annarri kemur út um þessi mál eða önnur ná- ekyld á síðari áratugum. Hér skal aðeins getið fáeinna höfunda, sem hafðir eru til hliðsjónar. Einn þeirra er hinn kunni sósíalfræðingur Karl Mannheim, einkum fcók hans: Diagnosis of our Time. Þá tkal til nefna annan frægan mann, dr. Albert Schweitzer, er í menningarheim- epeki sinn álítur að siðgæðið sé grund- völlur menningarinnar og raskist sá grundvöllur, þá sé menningin í hættu. Kenningar hans ættu að vera mennta- mönnum kunnar í stórum dráttum og þær eru líka vel skiljanlegar alþýðu manna. Vér munum ekki ganga fram fcjá dr. Oswald Spengler, en skoðanir hans eru margar enn í fullu gildi, ekki sízt sú staðhæfing hans að mönnum sé nauðsynlegt að varðveita samband sitt við náttúruna og að það“ sé mönnum skaðlegt að rjúfa þetta samband. Dr. Arnold Toynbee er einnig meðal þeirra höfunda, sem vér verðum að byggja mikið á, því margir telja að hann'hafi fundið þýðingarmikil sannindi, þegar hann talar um hið mikla tóm, sem mynd azt hefir í nútímamenningunni. Þá má ekki ganga fram hjá hinum lægri gerð- um Freud-stefnunnar, sem hafa mikil áhrif á vorum tímum £ verzlunarlífi og ekemmtanaiðnaði. Það er mikill munur á þessum lágkúrulega Freudisma og skoðunum Heisenbergs, sem eru á allt öðru sviði (Das Naturbild d. heutigen Physik, 1957), en þó kemur kenning hans þessu máli einnig við, ekki sízt hin fræga óvissu-formúla Heisenbergs. Það væri fróðlegt að vita hvers vegna svo mörg geimskot mistakast — en þótt fullkomleiki kjarnavísindanna sé mikill, þá er þó mikið eftir af óvissu enn — og verður sennilega á öllum tímum mannkynsins á þessari jörð. II. H ver er tilgangurinn með því að taka þetta til meðferðar, ofvöxt og r.auðung í menningu vorra tíma? Til- gangurinn er að vera þeim að liði, sem rkki vilja fljóta sofandi að feigðar ó i menningarlífinu, sem ekki vilja láta skeika að sköpuðu um velferð sína og barna sinna, þ.e.a.s. þeim sem álíta að þjóðaruppeldið í heild skipti máli. En pað er von mín að í þeim flokki séu margir uppalendur, starfsmenn heimila, skóla og kirkju og einnig' stjórnmála- menn. Hugsandi konur og karlar kvarta stundum í ræðu og riti um tilgangs- leysi lífsins. Hvernig stendur á þessari tilgangsleysis-tilfinningu? Aðrir kvarta um leiðindi, þótt þeir skemmti sér heil- ar nætur og verji til þess miklu fé. Það er engu líkara en þeir syndi í leið- mdum, eins og fiskar í sjó, og komist aldrei út úr þessu furðulega ástandi. Það er mála sannast, að líf, sem ekki hefir tilgang, verður tómt, eyðilegt og þreytandi. Kennsla, sem ekki hefir til- gang, verður þreytandi bæði fyrir nem- endur og kennara. Auðsöfnun, sem eng- an tilgang hefir, verður blátt áfram við- bjóðsleg og minnir á framferði púka og drauga þeirra, sem þjóðsögur greina frá. En til er einnig tilgangslaus lærdómur, þar sem menn læra margt, en þó ekki þá lífsnauðsynlegu list að stjórna sjálf- um sér. Og þá nær uppeldið ekki til- gangi sinum. Það fer líkt og hjá Bakka- bræðrum þegar þeir báru sólskinið inn í trogum. Tilfinningin um að lífið hafi engan tilgang grípur um sig, ekki að- eins meðal venjulegra manna, heldur rær hún einnig tökum á stórskáldum og öðrum snillingum og hefir leitt suma þeirra til að stytta sér aldur. Nú er tilgangsleysis-tilfinningin ekki sá menningarsjúkdómur, sem rannsaka skal, heldur aðeins eitt af einkennum sjúkdómsins. Sjálfar orsakirnar liggja miklu dýpra. Og einkennin gera ekki vart við sig fyrr en sjúkdómurinn hefir r.áð verulega föstum tökum. III. Orðið ofvöxtur merkir í þessu sambandi hið sama sem erlenda orðið Hypertrophie. Ofvöxtur menningarinnar er Kulturhypertrophie. Orðið nauðung, sem vér höfum hér notað og munum nota, er þýðing á erlenda orðinu Deter- mination. í sambandi við heiti þeirrar stefnu, er á flestum Evrópumálum nefnist Determinismus, hafa íslenzkir höfundar notað heitið nauðungarhyggja eða nauðungarkenning. í samræmi við Lþessa aðferð þýðum vér Kulturdeter- mination með menníngarnauðung. Þetta er aðeins skýnng á sjálfum orðunum. Það er ekki umdeilt mál að bæði of- vöxtur og nauðung eru fyrir liendi í nútímamenningunni, en spurningin er hvort annað sé orsök og hitt afleiðing, eða hvort bæði fyrirbærin séu fyrir hendi sem afleiðing af einhverju óþekktu. Hvað felst í hugtakinu menning, er almennt kunnugt. í hinu erlenda orði kultur felst ræktun, af latnesku sögn- mni coli, sem blátt áfram þýðir að rækta eitthvað, t. d. að rækta jörð- ina. í hinu íslenzka orði menning felst þó öllu framar ræktun á tilteknu sviði, þ. e. ræktun mannsins á sjálfum sér og þeim hæfileikum, er með honum búa, nema annað sé beinlínis tekið fram, eins og gert er þegar talað er um verklega menningu. Sumir erlend- ir höfundar gera skarpan greinarmun á culture og civilization, eins og t. d. dr. Arnold Toynbee. Vér gætum e.t.v. náð þessum merkingarmun með því að greina á milli menningar og siðmenn- ingar. Menning væri þá ræktun á um- hverfi mannsins, siðmenning ræktun mannsins á sjálfum sér. Einnig má greina milli hugrænnar og verklegrar menningar, eins og greint er á milli hugvísinda og náttúruvísinda, en því má ekki gleyma að öll menning er að einhverju leyti hugræn. Greiningin verður ekki alveg nákvæm, vegna þess að bæði menning og siðmenning eiga upptök sín hjá manninum og miðast við hann. Kjarni málsins er að oss verði ljóst, að ef maðurinn afrækir sjálfan sig, svo að hann getur ekki stjórnað sér, þá kemur hin ytri ræktun að litlu haldi. Hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn ef hann glat- ar sál sinni? Hinar miklu rústir sýna öss siðmenningargerðir, sem liðu undir loJc af því að menn misstu stjórn á sér Og gátu ekki varið sig, hvorlú gegn innri i.é ytri hættum. IV. ^ á vaknar annar spurningaflokte* ur í sambandi við greiningu menning- arinnar í þætti eða svið. Frá dögum Kants og a.n.l. í samræmi við hin miklu verk hans hefir það orðið að venju að greina menninguna í þrjá meginþættú Þekkingu, listir og siðferði. í fyrsta llokki verða þá öll vísindi, í öðrum flokki allar listir og í þriðja flokki allir siðir þjóðanna, lög og stjórnmál og hin siðgæðilegu trúarbrögð. En það er orðið ljóst á síðari árum að þessi skilningur er of þröngur. Menn- ingin greinist í fleiri þætti en þessa þrjá. Eins og norski heimspekingurinn Tor Aukrust hefir bent á, verður ekki hjá því komizt að bæta tveim þáttum við: Tækni og trúarbrögðum. Og mér virðist varla hægt að komast fram hjá því að bæta sjötta þættinum við, í sam- ræmi við skoðanir A. N. Whiteheads, en það er verzlun. E.t.v. mætti telja verzl- un til tækni, en það er ekki eðlilegt. Hlutverk verzlunar í menningu að fornu og nýju er ekki „nýsköpun", heldur dreifing og útbreiðsla. Það er athyglis- vert við kenningar Whiteheads að hann bendir á hve mjög heimspekin hefir haft tclhneigingu til að vanmeta gildi verzl- unar í menningarlífi fyrri alda. Ef vér aðhyllumst þessa greiningu, þá verða í menningunni 6 meginþættir: Listir, vísindi, siðferði, trúarbrögð, tækni og verzlun. Auðvitað er hver þátt- Framhald á bls. 13 Jóhann Hannesson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.