Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Side 4
FYRSTA BÍLFERD AD GEYS ARGAR eru ferðamannaleiðir sumar fallegar á íslandi, en einhver hin fegursta er frá Laugarvatni, austur Laugardal og Biskupstungur að Geysi. Haustið 1961 var lokið við smíði á nýrri brú yfir Brúará og hún tengd nýlögðum vegi. Þar með varð unnt að fara fyrr- greinda leið í bílum. Þegar ég heyrði sagt frá þessari vegarbót, rifjaðist upp fyrir mér ferðalagið austur að Geysi, þá er fyrst var ekið þangað í bíl alla leið úr Reykjavík, en síðan eru 35 ár. Upp úr nóni laugardaginn 6. ágúst 1927 lögðum við eftirgreindir félagar af stað héðan úr bænum í fimm manna Ford-bíl: Sigurður Jónsson frá Laug, sem var foringi fararinnar, eigandi bíls- ins og bílstjórinn, Jón Hallgrímsson, gjaldkeri, Jónas Eyvindsson, simaverk- stjóri, Karl Ingólfsson, skrifstofumaður og sá, sem ritar þetta greinarkorn. För- inni var heitið austur að Geysi. Ekið var austur yfir Hellisheiði, upp Grímsnesveg að Torfastöðum í Biskups- tungum. Þangað komum við undir kvöld, og þegar við ókum þaðan úr hlaði var orðið rokkið. Var nú haldið yfir mýrarnar fram hjá Múla að Laug, og var það ferðalag hálfslörkulegt. Urð- um við að ýta á bílinn, þar sem bleytan var mest í mýrinni, og gekk í því paufi meðan dimmast var. Þrjá tíma vorum við frá Torfastöðum að Laug, en þaðan var haldið yfir Laugará og ekið alla leið upp að gosskál Geysis, er varla bærði á sér. Um nóttina gistum við hjá Sig- urði Greipssyni, en hann hafði þá um sumarið byrjað að selja greið?. og gist- ingu við Geysi. Síðar reisti Sigurður þarna íþróttaskólahús og byggði sund- laug, og er nú kunnur íþróttafrömuður. Er skólinn einkaskóli hans. Arla morguns næsta dag fórum við ríðandi að Gullfossi, í blíðskapar- veðri og glamþandi sólskini, en hestana hafði Sigurður frá Laug útvegað okkur hjá Jóni bróður sínum. Sigurður og Jónas voru þeir einu af ferðafélögun- um, sem höfðu komið þarna áður. Foss- inn í allri sinni dýrð, baðaður í geislum morgunsólar, var ógleymanleg sjón. Kom mér þá í hug hið fagra kvæði Hannesar Hafsteins, þar sem skáldið lýs ir fossinum og sóltöfrum hans á undur- samlegan hátt. Eítir að hafa staldrað drykklanga stund við Gullfoss, var aftur farið á hestbak og haldið til baka að Geysi. Á leiðinni skall á nórðaustan stormur, svo að loft mökkvaðist af sandi og mold, er þyrlaðist upp á Haukadalsheiði. Reynd- ist erfitt að halda hestunum á réttri leið, því að þeir leituðu undan sandhríðinni. Vorum við býsna muskulegir ásýndum, þegar við riðum í hlað hjá Sigurði Greipssyni, en eftir að hafa þrifið okk- ur og snætt hádegisverð, lögðum við af stað heimleiðis og var þá klukkan lið- lega tvö. %T ið ókum nú í bflnum sem ieið lá fram hjá Úthlíð í biskupsiuntuui, um Laugardal og yfir Lyngdalsheiði til Þing valla. Vegurinn var niðurgrafinn, mjór og sums staðar grýttur, en víða skógur á báðar hendur. Fyrir konungskomuna 1907 hafði hann verið ruddur og lag- færður, því að komið hafði til mála, að Friðrik konungur áttundi færi þessa leið akandi í léttivagni. En þegar til kom, reyndist hann dugandi hestamaður og notaði ekki vagninn, sem var þó með í förinni alla leiðina og ekillinn, Guð- mundur Hávarðarson. Guðjón Helgason, vegaverkstjóri og bóndi í Laxnesi, hafði umsjón með ruðningi vegarins, en hann var þá þegar og hefur ætíð síðan verið nefndur Kóngsvegur. Mun leið þessari eitthvað hafa verið haldið við eftir kon- ungskomuna, enda um hana farið með hestvagna. Þegar við komum að Brúará, var úr vöndu að ráða, því að troðningurinn lá skakkt við brúnni, en endar hennar hvíla á klöpp báðum megin árinnar og ber hana hátt. Urðum við að lyfta bíln- um og bera hann til, svo að hann stefndi rétt á brúna, sem var úr tré, orðin gömul og léleg og ekki ætluð fyrir bíla. Var hún gerð fyrir konungskomuna 1907 sem og fleiri brýr á leið þeirri, sem konungur fór. Okkur leizt ekki á að aka yfir brúna, því að undir var beljandi vatnsflaumur. Varð það úr, að Sigurður fór einn í bílnum yfir hana, og gekk það vel, þótt ekki væri það áhættulaust. Hér var áður steinbogi, sjálfgerð brú, yfir ána, og þar af er nafn hennar kom- ið. Árið 1602 var boginn brotinn af ánni, til þess að teppa förumannastrauminn í Eftir EGIL HALLGRÍMSSON Skálholt, en þá var hallæri mikið og hungursneyð. V egar við vorum komnir yfir Brúará, var ferðinni haldið áfram út með skógi vöxnum hlíðum Laugardals- fjalla, um hinn fagra Laugardal að Laugarvatni. Veður var hið fegursta, glaða sólskin og blæjalogn. Höfðum við bílinn opinn og gátum því betur notið hinnar frábæru og víðu útsýnar og stór- brotnu og fjölbreytilegu náttúrufegurð- ar, sem alls staðar blasir við sjónum. Er leið þessi hin ákjósanlegasta fyrir þá, sem hafa yndi af að skoða fagurt lands- lag og jarðmyndanir. Eftir stutta viðdvöl að Laugarvatni var á ný haldið af stað, farið um Lyng- dalsheiði og sem leið lá til Þimgvalla. Á Laugarvatnsvöllum skoðuðum við hell- inn, sem eitt sinn var búið í. Þrem ár- um áður, eða sumarið 1924, hafði ég, ásamt nokkrum mönnum öðrum, farið í „kassa“-bíl yfir heiðina, en aðrir bílar til hópferða voru ekki til í þá daga. Jón J. Víðis, landmælingamaður, var farar- stjóri, en Meyvant Sigurðsson átti bíl- inn og stýrði honum. Lyngdalsheiði mun hafa verið farin í bílum fram yfir 1930. Þegar við fórum niður af heiðinni, klöngraðist Sigurður einn í bílnum yfir Hrafnagjá og niður mjög grýtta og bratta brekku, sem kölluð var „hallinn“ og náði alla leið frá Gjábakka og niður að Vellandkötlu. Þaðan var greiðfært til Framhald á bls. 10 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 1. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.