Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Page 6
Valle í Sætisdal, þéttbýlið i nánd við kirkjuna. Vallarheim Turistheim er sem næst á miðri mynd til hægri, í húsa- hverfinu. Fjallið til vinstri er vestan árinnar Otra, fellur hún þar alveg að fjallinu flugbröttu og gróðurvana. — Séð fram dalinn, undirlendið mestallt austan ár. Á sporaslúð Guðmundar Thorsteinsons Eftir Áma G. Eylands Otra sígur seint og hægt fram um, þar sem ég sit við gluggann í Hótel Dölen í Evje í Sætisdal. Straumur árinnar er efju-þungur, þótt hún sje lygn yfir að líta, ber hún gull Dalsins í fangi sér áleiðis fcil sjávar. Einn timburbolurinn eltir annan, og stundum koma þeir marg ir í félagi og halda hópinn, þeir segja bezt til um straumþungann sem aldrei slakar á, og ekikert munar um þessa byrði. Langt er timibrið að komið, og víða frá, upp um allan Sætisdal, frá Bygland, Valle og Bykle, frá sögu- og sagnasveituniuim miklu. Lengi hefir mig fýst að svipast um í Sætisdal, í dalnum sjálfum, því mér finnst ég ekki vera kominn í hinn eigin- lega Sætisdal þótt ég sé hér í Evje og hafi raunar áður komið allt upp til Byglandsfjord, þar sem hin um 80 km langa járnbraut frá Kristjánssandi end- ar, en vatnið Byglandsfjord tekur vdð og vegir fram í dalinn, allt inn til efstu heiða og fjallabýlisins Bjáen, sem er í 855 metra hæð yfir sjó og um 220 km. frá Kristjánssandi. I dag vinnst ekki tími tid að aka slí'kt langleiði, verð að láta mér nægja það sem minna er, að skreppa fram í Valle, sveitina mestu í ofanverðum Sætisdal. É.g ætla mér ekki þá dul að leita uppi rótarstöðvar trjánna sem Otra fiytur hér fram um, sem höggna og berkta timburboli, og sem lengst eru að komnir. Hitt er mér í huga að svip- ast um eftir íslenzkum sporum og minn- ingum 46 ára gömlum. >ær hlýt ég að finna, minna en hálf öld, hvað er það í Sætisdal, þar sem alda-gamlar minn- ingar hafa lifað svo vel á vörum fódks- ins að prófessor Liestöl — Knútur frá Hlíðarseli — notaði það oss fslendingum í vil, til þess að sanna líklegt sann- leiksgi'ldi margs í íslendingasögum, þótt annarlega hafi sumir íslenzkir fræði- menn vikizt við máli þess merka manns og sagnfræðings. Þokan geymir hjalla og nær niður í miðjar hlíðar. Hér og þar vaða hjallar og hæðir þokusæinn, svo að engu er líkara en að barrskógar-hólmar sigli hægan byr vdð sjónarrönd. En það er að glaðna ti'l, og í von um bjartan dag leggjum við af stað frá Evje. Fyrst liggur leiðin um furumóa upp að sveitaþorpinu Byglandsfjord, er þá komið um 200 yfir sjó. Þar er endastöð hinnar mjósporuðu járnbrautar frá Krist jánssandi, og um leið aðalverzlunarstað- ur dalbúa. Um áratugi hafa flutningar í dalinn verið með járnbrautinni til Byg- landsfjord, og þaðan með bátum eftir vatninu samnefna og landleiðis eftir vegum meðfram því. En nú gerast þátta skil. Einmitt þessa dagana fara síðustu lestirnar um brautina, það er verið að leggja hana niður eftir 66 ára rekstur. Aukaferðir eru farnar á brautinni, í kveðjuskyni, hundruð dalbúa aka leið- ina að gamni sínu — í síðasta sinn. Tíma bil er á enda. Skrímslið „rasjonaliser- ing“, — skipulagning" og — „gernýtimg“ heitir það víst á ísienzku — hefir gripið inn í líf fóliksins á þessum slóðum. í um- boði rasjonaliseringarinnar segja hinir vísu feður hins norska lands, að það borgi sig ekki lengur að halda uppi járnbrautarsamibandi hér og þar, þar sem brautirnar hafa verið lífæðar fólks og startfs á umliðnum áratugum. Og auð vitað eru það hinar minni byggðir og tiltölulega fólksfáu sem verða fyrir barðinu á þessari þjóðfélags-skipulagn- imgu. Er það ekki hin sama „skipulagn- ing“, eða vöntun á raunverulegri skipu- lagningu? — sem tæmdi Aðalvík og nú Grunnaví'k? Bílarnir eiga að taka við í Sætisdal, stjórn og þing hét dalbúum stórbætt- um vegum um leið og ákvörðun var tekin um að leggja niður járnbrautina, heldur hefir þótt verða vöntun á efnd- unum. — K liggur leiðin fram dalinn, austan við hið 42 km. langa stöðuvatn Byglandsfjord, lengi vel. Um sveitina Bygland, sem er hin blómlegasta, þar er bændaskóli dalbúa. Allt í einu þrerng- ist leiðin, fjöllin ganga þverhnípt að vatninu svo að vegurinn er höggvinn inn í bergið. Half-göng — halvtunnel — kalla Norðmenn slíkt, en bergið er svo heil'legt og traust að ekki stafar hætta af, þótt það hangi út yfir veginn, en heldur er rakasamt á veginum hér og ærnir „ufsadropar" af berginu. Gæti ég trúað að hér væri ekki hættulaus veg- ur á vetrum, enda er nú unnið að því að gera fúllikomin göng beint í gegnum kletta-múla þennan. Það mjakast að bæta veginn, þótt mikið vanti enn á að vel sé. Vatnið þrengist, slitnar eiginlega í tvennt, heitir þar Straumur — Straum- en — og við ökum á brú vestur yfir vatn og inn dalinn áfram meðfram því. Hér eru bæir strjáiari heldur en var í Bygland, en þó eru hér mörg vin- gjarnleg býli og lífvænleg á að líta. Hflíðar dalsins eru háar og brattar, en víðaist hvar hefir skógurinn megnað að sigra brattann og festa rætur, falleg- ur greniskógur, en þar sem láglendi verður með vatninu ber meir á furunni, enda enu það mest malborin nes og hjallar sem hér bjóða skóginum heim, og ófrjórri vist heldur en hlíðarnar, þar sem þær hafa á annað borð ein- hvern jarðveg upp á að bjóða. Ég les bæjarnöfnin um leið og fram um er farið, þau eru ósvikin sum, og norræn, Freysnes (Fröysnes) og fossinn Reyðarfoss, Við Ós endar vatnið, og nú víkur vegurinn austuryfir á ný, innan skamms eru við í Valle, og það gerist björgulegt um að litast. Miðstöð sveitar- innar er samnefnd, hér er kirkjustaður, verzlanir, pósthúis og skrifstofur sveitar innar, barnaskóli, bilastöð og afgreiðsla og allt það er fylgir með fjölbýlinu, hótel og matsala, ekki aS gleyma. Hér erum við um 300 metra yfir sjó. Enn rísa fjöllin brött báðum megin dals- ins, skógi vaxin og ekki óvingjarnleg austan ár, og ganga þar inn rninni þver- dalir, en vestan ár gefur á að lita: Þar rís 'hlíðin mör.g hundruð metra há, ekki alveg þverhnípt en því sem næst, einn fei'knamiki'll bergflái, eggsléttur að heita má, svo hvergi festir gróður á og engum fær nema fuglinum fljúgandi. Undirlendi er hér töluvert, austan ár- innar, og hið mesta í Sætisdal öllum, fleiri jarðir flatlendar nokkuð, en skóg- urinn góði, og fengsælt fjalllendi að baki, til selfara og annara nytja. Það er því allt með eðlilegum hætti og að vonum er hér hefir verið miðstöð Dalsins frá fornu fari, og þingstaður í eina tíð, þótt enn sé þetta sveit, og geti hvorki talizt bær né þorp, bænda- sveit og ferðamannasveit. 'V ið erum á leiðarenda, að þesstí sinni, og nemum staðar við Bergtun Turistheim. Rétt á móti gistihúsinu hin um megin götunnar sé ég að eru skrifstof ur hreppsins. Mér kemur til hugar að þar sé ef til vill fróðleiks að leita um erindi mitt til Valle. En um leið og ég kveð þar dyra er ef til vill ráðlegt að rifja upp hvað fer fyrir búskapnum o. fl. í sveitinm — hreppn- um — Valle. Við búnaðarfcalningu 1949 voru þar 202 sérmetnar jarðir, en flest- ar litlar að ræktuðu landi, engin með yfir 20 ha. af ræktuðu landi og 28 jarð- ir náðu ekki því að hafa 10 ha. rækt- aðs lands. En gæta verður þess að skógur og önnur hlunnindi valda miklu um framtfærslugetu jarðanna. Af bú- fé var þá í hreppnum: 120 hestar, 1043 nautgripir, en sauðfé 4086, en þess er að geta að sauðfé er talið 20. júní og koma því öll lömb með í talninguna. Geiturnar voru 176, svín 196 og ali- fuglar 4058. í heimild frá 1957 eru íbú- ar hreppsins taldir 971, en flatarmál hreppsins er 758 ferkm. og má því segja að rúmt sé um mannskapinn. Kominn inn í ráðhús hreppsins leita ég eftir að finna þar að máli einhvern aldraðan mann, er eitthvað viti og muni aftur í tímann, um menn og mál- efni. Ég er ekki í búnaðarsnuðri, þótt mér hafi þótt viðeigandi að gera nokkra grein fyrir búskapnum í Valle, áður en 1-engra er farið. Ég er heppinn og næ í mann á sjöfcugs-aldri. Hann er við sjúkra samlagið og þekkir alla hreppsbúa eða þar um bil. Það hriktir nokkuð í sam- ræðum okkar fyrsta sprettinn, mér er ekki fullljást hvort hann skilur mig fyllilega — hið norska málfar mitt — sem er allfjarri hinu góða og gamla Sætisdalsm,áli hans, sem um margt er líkara íslenzku en norsku borgarmáli, eins og nú gerist. Ef til vill er gamli maðurinn ekki alveg laus við tortryggni gagnvart mér og erindi mínu, en það rætist úr honum er ég geng beint að erindinu og tala léttilega um hlutina. — Manst þú nokkuð eftir ungum ís- lenzkum málara er hét Guðmundur Thorsteinsson, og sem dvaldist hér í Valle sumarið 1916? — Jú, ég mian eftir honum, en óg kynntist honum ekki neitt að ráði, og er ekki fróður um dvöl hans hér. En auðvitað veit ég hvar hann bjó og ég get vísað þór á mann sem var allmikið 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.