Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Side 8
Upphaf landnámssögu Islendinga i Caskafchewan IX SYSTKININ J ú víkur sögunni til Berg-þórs. Hann hafði dvalið mestan þennan tíma í Winnipeg en gerðist nú leiður á daglaunavinnu þar. Árið 1900 tók hann sig upp frá Winnipeg og flutti með familíu sína vestur í þessa byggð á vit við tengdabræður sína. Voru þau Signý þá gift. Var land hér þá að heita mátti óbyggt og settist hann að í þykku skógarleiti tvær mílur vestur þaðan sem Lesliebær er nú og bjóst þar fyrir. Hrúgaði upp skýli úr viðarbolum og moldarkekkjum, refti yfir og þakti með mold. I»á vantaði hurðina, fjalir í hana fékk hann hjá Kristjáni Helgasyni og bar þær á bakinu heim til sín. Þeir tengdabræður hans, Þorsteinn og Ketill hafa vízt birgt hann upp að nokkru með búfé. Þeir voru þá búnir að koma fyrir sig töluverðum búfjárstofni. í þessu skógarþykni hafðist Bergþór við með familíu sina fyrstu þrjú árin, sem hann dvaldi í þessari byggð, þó húsa- kynni væru órífleg. Síðustu áratugina af nítjándu öld- inni gengu stöðugir þurrkar, þornuðu smávötn upp og urðu að veltiengi og var Foam Lake eitt af þeim. En með aldamótunum gerði stórrigningar og snjóasama vetur, fyltust allar lægðir af vatni og þar á meðal Foam Lake. Kom þefcta hvað harðast niður á þeim, sem búsettir voru vestanvert við vatnið, því þar var hálendara upp frá og slægjur minni. Kristján Helgason, sem þá var mestur gripabóndi vestan við vatnið fór að svipast um eftir betra umhverfi. Fann hann fjörutiu mílur norðvestur héðan álitleg slægjulönd við vatn sem Quill Lake heitir og setti þar saman hey mikil, eins og fyrr var frá sagt. >á var hjá honum maður, sem Þorsteinn hét, Markússon, nýkominn frá íslandi. Hafði búið áður á nokkrum hluta af Eihildarholti í Skagafirði á móti Sigur- jóni bróður sínum, sem þar bjó lengi síðan. Tók hann að sér að hafa eftirlit með gripahjörð Kristjáns, veturinn eftir, sem var vízt hátt á annað hundrað. Sjálfur dvaldi Kristján þennan vetur að heimili sínu við Foam Lake, með sjálf- sagt eitthvað af skepnum. Ófeigur Ketilsson færði þá einnig byggð sína vestur. Hann hafði þá fest sér heimilisréttarland, sex mílur norð- ur af Leslie. Bergþór flutti þá einnig vestur til Gull Lake með sína familíu. Ófeigur Ketilsson. Eftir Pál Cuömundsson En menn greinir á um hvort Ketill var þar með þeim, en Gunnar Jónsson, Árnason (Anderson), sem þá var giftur Guðbjörgu dóttur Ketils var þar. Bræð- ur Gunnars voru þeir Árni lögmaður Anderson í Winnipeg, Gunnlaugur og Sigurður, landnemar í þessari byggð og hálfbróðir Karl Anderson, póstmaður í Winnipeg. Þeir voru úr Borgarfirði eystra. E kki fara sögur af búskapar- háttum þeirra þennan vetur, annað en að þeir hrúguðu upp skýlum fyrir sig og ANNAR HLUTI hjarðir sínar og elztu dætur Bergþórs, Björg og Þorstína, höfðu það sér til atvinnu að veiða vatnsrottur í læk sem var þar nálægt og fengu fimm cent fyrir skinnið. Næsta vor leystist þessi byggð upp, enda var vízt aldrei til þess ætlast að hún entist til langframa. Var nú líka sá tími kominn að leyfilegt var að nema hér land og fólk — óðum að streyma inn í byggðina. Þorsteinn Markússon, sem áður er getið, nam land tvær mílur norður af Foam Lake bæ og hefur rekið þar bú- skap jafnan síðan, nú i seinni tíð líklega að nokkru leyti í samráði við Jón son sinn, sem alltaf hefur dvalið þar heima við, kvæntur konu af austur- evrópskum ættum og á börn, enda rosk- inn maður. Þeir eru með efnuðustu mönnum í þessari byggð. Þorsteinn, sem nú er maður um áttrætt á arðberandi fasteignir vestur á Kyrrahafsströnd og dvelst þar yfir köldustu vetrarmánuð- ina. Aðrir synir Þorsteins eru, Hjörtur, á hann jarðejgnir og gott bú skammt frá höfuðbólinu, Gísli málarameistari í Foam Lake og Þorsteinn rafmagnsfræð- ingur í Winnipeg. 0 feigur flutti á land sitt. Hann staðfesti ráð sitt um það bil. Hét kona hans Stefanía Sigmundsdóttir, ættuð úr Seyðisfirði. Þessar Sigmundsdætur, sem nefndar eru í riti þessu, hafa verið dæt- ur Sigmundar í Firði Geirmundssonar, systur Guðnýjar f. k. Eyjólfs banka- stjóra. Dó hún ung eftir fárra ára sam- búð, varð þeim hjónum ekki barna auðið. Að fáum árum liðnum kvæntist Ófeigur í annað sinn, hét sú kona Hild- ur Guðrún Bjarnadóttir af Akureyri. Ekki er mér kunnugt um fortíð hennar, en unga dóttur átti hún, sem Sigriður hét, ólst hún þar upp með móður sinni og stjúpföður. Er nú gift kona í þessari byggð, heitir maður hennar Emil Sig- urðsson. Er elzti sonur þeirra kvæntur konu af hérlendum ættum. Þau eiga gott bú og eru vel fjáreigandi. Þau Ófeigur og Hildur Guðrún eignuðust nokkur börn, syni þrjá, hétu Ketill, Bergþór og Skúli og dætur þrjár. Þær eru nú allar giftar hérlendum mönnum og rita ég þar ekki af. Þegar börn Ófeigs stálpuðust seldi hann staðfestu sína og keypti jarðeign- ír austar í byggðinni, nær skóla, og vík- ur þar frá að sinni. ICatili geðjaðist ekki að landkost- um í þessari byggð. Sló hann þá saman við tengdason sinn, Gunnar, sem áðúr var getið, fóru þeir í bústaðaleit norðvest- ur. Um sjötíu mílur héðan fundu þeir álitlegt landsvæði og jarðveg góðan, en allt var þar skógi vaxið og langt frá járnbraut, um tuttugu og fimm mílur. Heitir sá bær Watson. Efldu þeir þar stórbúskap því landkostir voru á- gætir. Ekki þurftu þeir heldur að bíða mjög lengi eftir járnbrautinni. Tókst þá svo til þegar mælt var út bæjarstæðið, að þeir voru þar ekki allfjærri, heitir sá bær Nacam. Þeir fengu sér gufu- katla til að brjóta með landið, fengu feikna uppskeru og græddu stórfé á tímabili, bættu við sig löndum. Hafði Ketill fjögur hundruð og áttatíu ekrur, en Gunnar meira. Hann keypti fast- eignir í bænum eftir því sem hann færðist í aukana og gerðist mektarmað- ur. Þau Gunnar og Guðbjörg eignuðust mörg börn, syni þrjá. Heita þeir Ketill, Lárus, Jón og Árni og dætur fleiri. Eru þær flestar giftar mönnum af hérlend- um ættum. Ketill Lárus fór vestur á Kyrrahafsströnd, en þeir Jón og Árni sitja föðurleifð sína. Er Gunnar hættur búskap fyrir löngu, nú um áttrætt. ^ón Árnason (Anderson) gamli, nam og land þar í grend við og bætti Þorsteinn Markússon. við sig öðru, svo hann hafði þrjú hundruð og tuttugu ekrur. Það land var svo samfellt, að það var einn akur frá horni til horns. Ketill missti konu sína, Lúsíu, 1908, vann hann þá ekki á ökrum að stað- aldri eftir það, heldur leigði þá eða fékk þá unna, en bjó þar og hélt við búskap til dánardægurs. Hann andaðist að heimili sínu við Nacam 1927, 81 árs að aldri, fæddur 15. marz 1846. Ketill var maður í hærra lagi og þrekinn, rammur að afli og harðmannlegur, líka mikill kjarkmaður, ófeilinn og harð- geðja, nokkuð séður í kaupum og hygg- inn gróðamaður. Hreystiverkasögur gengu af Katli og set ég hér fáar einar. Þegar þeir félag- ar voru við Whitesand River, bjuggu þeir í nágrenni nokkrir saman. Þeir höfðu kindur í sameiningu og hýstu þær í rétt eða girðingu, sem næst hús- unum. Annað stoðaði ekki sakir bjarn- dýra og úlfa sem sveimuðu umhverfis. Eina nótt vöknuðu þeir við það að féð ókyrrðist í réttinni og grunaði þá hvað valda mundi, stukku á fætur og út. Urðu þeir Kristján Helgason og Ketill skjótastir, hafði Kristján byssu, en Ketill hafði ekki vopn. Þegar þeir komu að réttinni var bjarndýr þar inni. Ketill hljóp í réttina, en dýrið hörfaði út yfir réttarvegginn, en hafði lamb í kjaftin- um, sem það ætlaði að taka með sér. Ketill náði í lambið, en bangsi var ekki viljugur að sleppa. Þá kallaði Ket- ill: Skjóttu, Kristján! Skjóttu!" Krist- ján þorði ekki að skjóta á bjarndýrið, er Ketill var svo nærri og hrökk í burtu, en Ketill hélt lambinu. S ú er önnur sögn, að eftir að Ket- ill kom til Nacan, að þeir voru þar nokkrir inni í hótelinu örir af víni. Meðal þeirra var svenskur maður, stór og sterkur og lét mikið yfir sér. Sló í orðahnippingar og keppni með þeim Katli, svo að kom til átaka og veitti Svíanum miður. Seinna um kvöldið, er Ketill gekk heim, sem er stutt vegalengd, því Ketill átti lönd rétt við bæinn og bjó þar, sat Svíinn fyrir honum á stígnum. Háðu þeir þá aðra rimmu og fór á sömu leið. Svíinn varð vanhluta. Segir ekki fleira af viðskipt- um þeirra og féll deila sú niður. Á fyrstu árum þeirra, á meðan þeir sóttu til Watson, var það einu sinni er þeir tóku hveitihlöss til Watson. Var langt að fara svo það var miklu meira en dagleið, þótt þeir færu það á degi. Var kalt í veðri. Þegar þeir voru búnir að fá sig afgreidda fóru þeir inn í hótel- ið, fékk Ketill sér drykk. „Er þetta ekki lítið“, segir Gunnar og kaupir hálf- flösku og sýpur á, og fær síðan Katli. Tók hann við flöskunni, saup á og fékk Gunnari hana tóma og sagði að nú væri bezt að snúa heim á leið. Gunnari fannst ekki liggja svo mikið á. Þá sagði hann að Ketill hefði tekið sig undir hendi sína, haldið á sér út og fleygt Framlh. á bls. 17 Heim.ili Þorsteins Markússonar séð úr lo fti 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.