Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Page 14
tæknflegra nýjunga. Nauðungin kemur íram í taeknilegu kapphlaupi milli landa og þjóða. Gullöld tækninnar er einnig öld hinna miklu heimsstyrjalda. Eldri kynslóðin hefir lifað tvær þeirra og menn búi sig nú undir hina þriðju. Hugsjónin er hin sama, en tæknin er önnur í grjótkasts-bardaga en í kjarn- orkustyrjöld. Menn deila yfirleitt ekki um hvort menning vor sé sjúk eða ekki, heldur hvort hún verði læknuð eða ekki. En hvað er þá heilbrigð menning? Heil- brigð er aðeins sú menning, sem held- ur jafnvægi milli frelsis og ábyrgðar, heldur uppi alhliða virkni í öllum greinum sínum og afrækir enga og kemst þannig bæði hjá ofvexti og nauðung. Að slíkri siðmenningu ber að stefna í þjóðaruppeldinu, en það er Ijóst að svo er ekki gert. Vér höfum áður minnzt á Bakka- bræður. Margt mistókst hjá þeim, eins og kunnugt er. Þeir keyptu einu sinni kerald, slógu það sundur og fluttu í stöfum norður. En keraldið lak hjá þeim er þeir settu það saman. Loks mundi einn eftir því, að botninn var eftir suður í Borgarfirði. Og þar með lauk öllum ágreiningi. Almennt erum vér ekki komnir eins langt og þessi Bakkabróðir þegar um- ræðurnar eru færðar yfir á svið sið- menningarinnar. Ker hennar lekur og menn ausa og ausa. Toynbee segir ekki mikið annað en að það sé tóm í menn- ingunni og Schweitzer segir að botninn vanti og segir einnig hvar hann er nið- ur kominn. Menn ausa í botnlausar hít- ar sjónvarps, útvarps, blaða, bóka, kvikmynda og skemmtana. Og prímitivi- atar flýja burt í kofa úti við sjó eða á fjöllum uppi — og perversistar skrifa sínar svívirðingabækur; þeir afsaka flestar svívirðingar einstaklinga, en deila á þjóðfélögin. Kultúristar vorir lifa fyrir líðandi stund og láta allar hugsjónir um þjóð- aruppeldi eiga sig. Og sumir spyrja ein- ungis um hvernig hægast sé að tæma vasa náungans án þess að verða talinn þjófur eða sakamaður meðal almenn- ings. Af þessu láta margir blekkjast og halda að botninn skipti engu máli. Vér íslendingar stælum nú í flestum greinum aðrar þjóðir og eltum þær, en því miður erum vér jafnan á eftir þeim í sumum greinum, ekki sizt í upp- eldismálum. T. d. eru hér á landi varla til einkaskólar, en meðal nágrannaþjóð- anna eru þeir margii-. Ýmsar lífsvenjur, sem aðrar þjóðir meta mikils, höfum vér að engu — og finnst svo furðulegt, þegar það kemur í Ijós að vér erum slappari og úthaldslausari en menn frá nágrannalöndunum. Vér höldum einnig uppi menningarnauðung gagnvart heim- ilunum, sem sumir nárgannanna eru lausir við og í aðgreiningu hins heil- brigða og óheilbrigða, hins góða og illa, erum vér einnig slappari en grann- þjóðir vorar. Velferðarmál hinna tauga- veikluðu og afvegaleiddu eru hjá oss áratugum á eftir tímanum. Sæmdarhugsjónin var stundum of sterk með fornmönnum, svo einhliða að böl og tjón hlauzt af. Nú er sæmd- arhugsjónini orðin of veik með þjóð vorri. Gunnar vildi ekki eta stolinn ost, Kolskeggur ekki níðast á því, sem honum var tiltrúað. En hver fæst um slíkt nú á dögum, ef annað borgar sig betur? Nauðungin í menningunni veldur reifikasjon, segja existensíalistar. Og það er með því bezta, sem þeir hafa til málanna að leggja. Við hvað eiga þeir? Res er hlutur; sögnin að reificera þýðir að fara svo með mann sem hlut- ur væri, taka menn sömu tökum og dauða hluti eða dauð dýr, svo sem síld eða þorsk í frystihúsi. Hinn kunni upp- reisnarandi ungra listamanna vaknar þegar þeir taka að skilja stafrófið í þessu lögmáli og finna til þunga nauffungar- innar. Þeir vilja ekki vera þrælar — og sumir jafnvel ekki gera aðra að þrælum. „Heldur vildi ég vera götu- sópari en leika jazzmúsik", sagði ný- lega frægur tónlistamaður. Og ég fyrir mitt leyti vildi heldur sópa götur með honum en selja mönnum brennivín. Hvorugur okkar vill eiga hlut að því að gera menn að þrælum, reificera þá. Öðrum er alveg sama hvort þeir snú- ast með eða móti hinu nýja þræla- haldi, sem nauðung menningarinnar ieggur á náungann. Það er frumatriði í líkamlegu uppeldi að greina milli þess, sem er hollt og óhollt, gagnlegt og skaðlegt fyrir líkamann. Þannig 'er þetta einnig í þjóðaruppeldinu í heild; greina verður milli góðs og ills. Ef það er ekki gert, þá vantar allan botn í menninguna. Uppalandinn, sem gerir sitt bezta á heimili sínu og í skóla og í þjóðlífinu, en sér lítinn árangur, verður að nema staðar og spyrja: Hver rífur niður það, sem ég byggi upp? Þá fyrst er von á svari, ef menn kunna að spyrja. Þá verður auðveldaro að skilja lögmál of- vaxtar og nauðungar í menningunni. — Sama á við um stjórnmálamenn, sem ekki hugsa um völd, heldur velferð þjóðar sinnar, borgar sinnar, sýslu eða sveitar. Jóhann Hannesson. 1 BÖKMENNTIR \ Framhald af bls. 5 stríðum straumi tákna og hugmynda; hin gagnorða samþjöppun sem gerir lesand- ann að másandi fylgdarmanni hins óþreytandi hlaupara; þar á ofan hin tíða endurtekning lykilorða sem hafa svipuð áhrif og galdraþulur; snjallar setningar sem lýsa upp samhengið eins og vitar um nótt; tilvísanir sem skjalla lesand- ann gegndarlaust með því að ganga út frá að þekking hans sé nær takmarka- laus; spakmæli sem dramatísera vísdóm- inn með ótrúlegri dirfsku — allt eru þetta einkenni á rithætti Malraux, sem gera hann svo smitandi, að ófáir þeirra höfunda, sem samið hafa bækur um hann, hafa fallið fyrir freistingunni að stæla hann. Malraux talar nákvæmlega eins og hann skrifar, með sama flaumósa hrað- anum, með sömu nákvæmninni í spak- legum skilgreiningum, á sama gagn- orða símskeytamáli. Þetta eitt ætti að sanna að stíll hans er upprunalegur og ósvikinn. Aldrei hefur það fremur átt við en hér, að stíllinn sé maðurinn. H ver eru vifffangsefnin sem altaka Malraux í bókum hans? I fyrsta lagi það sem Pascal nefndi mannleg eða mennsk kjör eða aðstæður: „Hópur manna í hlekkjum, og allir dæmdir til lífláts; á hverjum degi er nokkrum þeirra slátrað í augsýn hinna. Þeir sem eftir eru þekkja sitt eigið hlutskipti í örlögum félaga sinna . . .“ Nokkrir þeirra mörgu frönsku rithöf- unda, sem Malraux hafði djúptæk áhrif á eftir 1930 og fram yfir seinni heims- styrjöld, hafa aldrei getað komizt lengra en að lýsa yfir óþolandi fjarstæðu mannlífsins. En „La condition humaine" er ekki verk í anda existensjalismans, þó bókin sýni með meistarabragði töfra- mannsins alla þá margháttuðu innri reynslu, sem allt frá dögum Prédikarans hefur verið tjáð bæði í trúarlegum og guðlausum existensjalisma. 1 þessari sögu, sem er ásamt „Les conquerants” (Sigurvegararnir, 1928) og „L’Espoir" nokkurs konar þríverk, að mörgu leyti einstætt í bókmenntunum, sameinar Malraux háspekilegar vangaveltur og rannsókn á raunverulegu hlutverki sam- vizkunnar og_mannlegs tilgangs í sögu mikilla viðburða, byltinga og gagnbylt- inga. Eins og Dostójevskí er skáldsagnahöf- undurinn Malraux mjög séður sálfræð- ingur, og þó hann sé gagngert andvig- ur sálfræðikenningum í fagurfræði sinni, þé er hugmyndin um samvizkuna veiga- mikill þáttur í verkum hans. í einni af skáldsögum sínum lætur Malraux söguhetjuna deyja með þessi orð á vörum: „Það er ekki til neinn dauði . , . Það er bara ég . . . ég sem er að deyja.“ Þetta má segja að sé grunn- tónn hjá Malraux. Dauðinn er alls staðar nálægur í verk- um Malraux, en ofannefnd orð söguhetj- unnar eru samt ekki lokaorð höfundar- ins. í hinum miklu listfræðilegu verk- um „Raddir þagnarinnar" og „Mynd- breyting guðanna“ og í þrem bindum ritverksins „Musée imaginaire de la sculpture mondiale“ og ýmsum ritgerð um koma fram ný svör við hinni nær- göngulu spurningu sem ævinlega hefur hrjáð Malraux: Dauðinn er til . . . en dauðinn er sigurvegari sem dag hvern er sigraður af sköpunargáfu mannsins — og þannig hefur það verið frá örófi alda. 1 skáldsögum sínum hugðist Mal- raux sýna fram á að athöfnin, sameigin- legar aðgerðir einhuga hóps, byltingin væri svar mannsins við örlögunum; í „Raddir þagnarinnar" verður listin svar- ið. í sköpuninni og margvíslegum mynd- breytingum hennar fá mannleg verð- mæti æðra líf, sem er svo ótímabundið að mikil listaverk eru „vakin upp af dauðum“ og verða ung á ný með hverri kynslóð sem kann að meta þau, en deyja ekki með henni. Bæði í hinum heimspekilegu skáld- sögum sínum og listfræðilegum verk- um túlkar André Malraux sama tragíska húmanismann. „Valhnotutrén í Altenburg“ er fyrsta bindið af skáldverki sem Malraux kall- aði „Glíman við engilinn“. Handritið að öðru bindi var eyðilagt af Gestapó- mönnum sem komu til að taka Malraux fastan, en gripu í tómt. Vincent Berger, söguhetjan í fyrsta bindinu, er að deyja af völdum eitur- gass á vígvellinum og er altekinn af þeirri sannfæringu að „lífstilfinningin er hamingja og hann hefur í heimsku sinni verið önnum kafinn við aðra hluti en að njóta hamingjunnar." í honum bærist bara ein tilfinning, „tryllt hatur til þeirra afla sem höfðu komið í veg fyrir að hann nyti hamingju." Þegar skáldsagan kom út eftir seinni heimsstyrjöldina nefndi Malraux í stutt- um inngangi þessa „skírskotun til ham- ingjunnar" sem ýmsir gagnrýnendur kynnu að álíta svar við áleitnum spurn- ingum hennar. Malraux sagði stuttara- lega: „Skírskotunin til hamingjunnar er hér ekki annað en einföld sálræn við- brögð.“ Eins og allir heimspekilegir skáldsagnahöfundar samtímans hefur Malraux, sem er þeirra fremstur í öllu tilliti, fyrir löngu sagt skilið við hug- myndina um hamingjuna — algengustu og útbreiddustu hugmynd sem mann- kynið hefur komið fram með. Eg held að Malraux muni aftur taka til við skáldsagnagerð og hefja nýja „Glímu við engilinn". Þá kynni hann að geta leitt undrandi lesendum sínum fyrir sjónir, að hugmyndin um hamingj- una er eins ung og hún virtist vera fyrir 170 árum, þegar St. Just, annar eilíflega ungur maður, gekk með hana. Hann kynni einnig að geta sýnt fram á, að hún er jafndjörf nú eins og hún var í augum Goethes, þegar hann varð loks að ljúka við „Faust“. „Hann var meira en maður, hann var heil öld“ sagði Victor Hugo um Voltaire með mælsku þeirra tíma. Eftir nokkra áralugi mun e.t.v. einhver ung- ur mælskumaður nota þessa sömu setn- ingu um Malraux, hinn mikla höfund, sem skrifaði ekki, heldur barðist, þegar orustur aldarinnar geisuðu, barðist „fyr- ir þeirri gáfu og þeim heiðri að vera maður“. | TÆKNI OG VISINDI | Framhald af bls. 11 stjörnur. Einn þessara spegla er tæpir 80 metrar í þvermál. Og unnt er að láta hann snúast og breyta stjörnumiði sínu með mikilli nákvæmni. Er tæki þetta á JODRELL BANK nálægt Man- chester í Englandi. Annar spegill er 64 metrar í þvermál og mjög fullkominn. Hann er í Ástralíu. Stærsti spegillinn er hjá Green Bank í Virginiu. Er hann rúmlega 90 metrar í þvermál. Ýmsar aðrar gerðir af radíóbylgju- nemum eru notaðar. Þannig eru t.d. grafin göng í fjöll og firnindi og klædd málmþynnum. Eða notaðir eru tveir fjarlægir speglar og bylgjum þeirra varpað saman með flóknum rafeinda- útbúnaði. Sum þessi viðtæki geta num- ið radíóbylgjur sem verið hafa þúsund- ir milljóna ára á leiðinni frá upphafi sínu. Þó fara þær með ljóshraðanum, 300 þúsund kílómetra vegalengd á sekúndu hverri! F itt merkilegasta upphaf radíó- bylgja er í Krabba-stjörnuveröldinni, þar sem stjarna nokkur varð að SÚPER NOVU, sprengistjörnu, og brann til agna í geypilegri varma- og ljósorku árið 1054 eftir Krists burð. Nú 909 ár- um seinna, þeytist rafhlaðinn gosmökk- urinn enn frá þessari sprengingu og elektrónurnar, sem æða um segulsvið geimsins svo órafjarri, senda radíó- bylgjur sínar, eða boðaföll, alla leið hingað til jarðar. Slíkar ofursólir eru yfirleitt 100 milljón sinnum ljóssterkari en sólin í hinu jarðneska sólkerfi. Fjarlægðir milli stjarna eru oft mæld- ar með einingu sem nefnist „parsec“, og er einn parsec 30 milljón kílómetrar eða nær 3% ljósár. í 10 parseca fjarlægð — eða 300.000.000 km fjarlægð — myndi sól vor tæpast sjáanleg með berum augum. En sprengi- sólin eða Súper-nóvan, myndi þar eins björt og fullt tungl! Hér er því miður aðeins rúm til að segja frá svo fáu af svo miklu og mörgu. Þó' má nefna að margt bendir til að stjörnuveraldir, sem í kunna að vera hundruð þúsunda milljónir sól- kerfa, rekist stundum á. Þetta virðist eiga sér stað í stjörnu-veröldinni CYGNUS í 500 milljón ljósára fjarlægð (150.000 parsecar). Berast þaðan mjög sterkar radíóbylgjur, aðallega frá tveim stöðum, sem kunna að vera út» brunnin sólkerfi. S ú uppgötvun hefur verið gerð, að kalt vetni, sem streymir milli stjarn- anna, gefur frá sér radíóbylgjur, sem eru 21 cm á lengd þegar þær yfirgefa vetnisskýið, þar sem þær mynduðust. Ef það kemur nú í ljós, að bylgjurn- ar mælast hér á jörðu örlítið styttri, bendir þetta til, að vetnið sé á hraðri hreyfingu í áttina til jarðar. Ef þær mælast lengri, þá eru þær að fjarlægj- ast jörðu. Með þessu móti má afla upplýsinga um vetrarbrautina eða stjörnuveröld- ina, þar sem sólkerfd vort er agnar smát. og liggur úti við jaðar. Þessi stjörnuveröld er talin hafa í sér eitt hundrað þúsund milljón sólkerfi, Hvert sólkerfi kann svo að vera sam- sett af mörgum ósýnilegum köldum hnöttum, byggiiegum eða óbyggilegum. Fjarlægðin inn að miðju þessarar stjörnuveraldar er um 240.000.000.000.- 000.000 km. Þessi stjörnuveröld er þó aðeins ein af 19 slíkum, sem mynda „lítinn“ stjörnuveralda hnapp í alver* öldinni. Er hnappurinn um ein milljón „parsecs" í þvermál. Framhald á bls. 17 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.