Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Blaðsíða 16
verið fengsæll, fór svo að sverfa að náms sveinum, að elcki var við unandi. Var seinast svo komið, að þeir áttu erfitt með að fá ofan í sig. Sáu þeir ekki ann- að vænna en taka sig upp þaðan. Páll, Tómas og 6 aðrir með þeim héldu svo áleiðis til Dresden. Á leiðinni komust þeir í mesta basl og sultu heilu hungr- inu. Skammt frá Neumark bjuggu þeir sér náttból við brunn nálægt borgar- veggjunum og kyntu þar bál til að hlýja sér við. Varðmenn sáu bálið og skutu þangað, en hittu þá ekki. Þrátt fyrir skothríðina höfðu þeir góða mat- arlyst. Þeir höfðu hnuplað tveimur gæs- um og töluverðu af rófum, sníkt sér út salt og fleira smávegis, og með ein- hverju móti hafði tekizt að ná í pott. Meðan á skothríðinni stóð færðu þeir sig á bak við runna, matbjuggu þar og héldu síðan „herlega" veizlu. Síðan lögðust þeir til svefns undir trjánum og sváfu rótt um nóttina. Um morguninn veittu þeir athygli árnið, gengu á hljóð- ið, fundu ána og meira að segja net í henni, fullt af silungi. Þeir hirtu veið- ina og héldu síðan leiðar sinnar. Og þetta varð mesti hátíðisdagur fyrir þá. Síðla dagsins hittu þeir bónda, sem átti móður á lífi. Gömlu konuna hafði alltaf, á síðari árum sínum þó aðallega, langað til þess að sjá Svisslending áður en hún dæi. Og nú nutu þeir enn einu sinni Tómasar. Þeir fengu hinar beztu góðgerðir hjá bóndanum og það ókeyp- is, og það, sem óvenjulegra var: á heið- arlegan hátt! 8. E ftir fimm ára flakk hurfu þeir félagarnir, Páll og Tómas, heim aftur til St. Gallen. Á öllu þessu ferðalagi hafði Tómas lært flestallar mállýzkur, sem þá voru talaðar í Þýzkalandi. Var hann óspar að sýna þessa kunnáttu sína. — Guð hjálpi okkur, sögðu sumir ætt- ingjar hans og vandamenn, hann Tómas okkar er orðinn svo lærður, að við skiljum ekki helminginn af því, sem hann segir. En svo bætir hann við: — Og þó var ég ekki einu sinni orðinn almennilega læs. Að fáum dögum liðnum lögðu þeir frændurnir og félagarnir aftur af stað. Nú var ferðinni heitið til Úlm. Þeir höfðu með sér ungan dreng, sem hét Hildibrand Klabbermather. Vandamenn drengs þessa gáfu honum að skilnaði með sér efni í kufl. Vonuðu þeir, að bráðlega hefði honum tekizt að sníkja sér út nægilega mikið fyrir saumum á kuflinum. „Okkur heppnaðist það líka“, segir Platter. „Af vananum var ég orðinn allra manna færastur að sníkja. Ég sá á augabragði hvernig húsfreyja eða húsbóndi myndu vera skapi farin, þar sem ég kom. Ég vissi hvenær ég átti að skæla, og hvenær ég átti að hlæja. Ég vissi líka hvar ég átti að syngja, og hvar ég átti að vera frekur. Ég sá undir eins á því, hvernig þau opnuðu munn- inn, hvað ég myndi fá — hvort heldur barsmíðar, peninga eða matarleifar“. Þeir fóru sér hægt í því að láta sauma kuflinn. Það hefði verið líkt og að leggja að velli einn bezta bjargargrip heimilisins. Og svo grunnhyggnir voru þeir auðvitað ekki, þó að fátækir væru þeir að fjármunum. Eins og vant var, varð Tómas litli að láta allt af höndum við Pál, sem honum áskotnaðist. Hann þorði varla að fá sér minnsta bita án hans leyfis. Aftur á móti át Hildibrand litli nærri allt jafnóðum sem hann náði í eitthvað æti- legt. Hann var alveg einstök hít. Það vakti þó fljótlega grun brautingjans, hversu lítið það var, sem Hildibrand skilaði eða viðaði að. Þeir sátu því um hann og gátu einu sinni staðið hann að verki. Það kvöld áttu þeir fund með sér, brautingjar og skotsveinar. Var brot Hildibrands rætt þar af mikilli al- vöru. Loks var kveðinn upp dómur og honum fullnægt samstundis. Brautryðj- endur lögðu sökudólginn upp f rúm, tróðu tusku upp í munn hans, til þess að ekki heyrðust hljóðin í honum, með- an refsing þessi var framkvæmd. Upp frá því þorði enginn af skotsveinunum í hópi þeim, sem Tómas var í, fyrir sitt litla líf að neyta nokkurs af afla- feng sínum í laumi. P latter segir: „Þeir vildu heldur taka bein frá hundum á strætum úti“. Hann lýsti átakanlega þeim gífurlegu þrautum, sem hann varð að líða í úlm. Hungraður, hrelldur og kalinn í huga, varð hann að syngja úti fyrir gluggum langt fram á nótt, af því að hann var bókstaflega hræddur við að koma heim með tvær hendur tómar. Hann var jafn- vel smeykur við að verða barinn, hvað heppinn sem hann kynni að verða í að- dráttum. Hann minntist með miklu þakklæti þess, sem honum var gott gert, og nefn- ir þar einkum til gamla konu og guð- hrædda, sem vön var að núa á honum hendurnar til hita, vefja gæruskinni um fæturna á honum, þegar hann ætl- aði að sálast úr kulda, og hjúkra hon- um eftir því sem hún bezt gat. — Þar komst hann að raun um hið sama og skáldið íslenzka, sem segir: „Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu“. í1 rá Úlm fóru þeir til Múnchen. Þar varð þeim talsvert vel til fanga, þar eð þeir notuðu sama bragðið og svo vel hafði gefizt þeim áður: að sýna kuflsefnið og biðja um að hjálpa sér um eitthvað, til þess að geta borgað saumalaunin og þurfa ekki að ganga klæðlausir þess vegna. En þegar þeir komu til Úlm ári síðar og höfðu enn til sýnis sama dúkinn og létu fylgja sömu söguna og áður, þá fór suma að gruna margt og efinn varð opinskár. — Hvað er þetta? Er ekki búið að sauma kuflinn þann arna ennþá, eða hvað? sagði einn. — Burt með ykkur. Þið eruð að gabba, sagði annar. — Ég held að þið verðið búnir að slíta út þessari yfirhöfn áður en farið er að taka í hana eitt einasta spor, sagði sá þriðji. Og hann gat nærri því sem raunverulega var. Með því að flækja dúknum með sér, hvernig sem veður var og í ryskingum við aðra flakkara, var öll ló slitin af honum og jafnvel voru komnar í hann rifur, sem þeir þó reyndu að fela, þegar þeir voru að sýna hann. „Hvað um hann varð á endanum, veit ég ekki“, segir Platter, „en það veit ég, að það varð aldrei kápa úr því klæð- inu“. 10. eir fóru aftur snögga ferð heim til St. Gallen, en héldu síðan aftur til Múnchen. Þegar þangað kom settust brautingjar að í veitingahúsi, en létu skotsveina eiga sig. Þeir fengu hvergi húsaskjól og lögðust á kornpoka, sem þeir sáu á torginu. Konur nokkrar, sem fram hjá gengu, aumkuðust yfir þá, gáfu þeim kvöldverð og næturgist- ingu, svo að þarna fór ekki síður um þá en brautingjana. Ein kvennanna, sem var ekkja, vildi halda Tómasi eftir hjá sér, og hann hafðist við hjá henni nokkrar vikur. En brautingi hans mátti ekki án hans vera og leitaði hann uppi. Var hann mjög reiður skotsveini sínum. Tómas varð lafhræddur. En þá kenndi ekkjan honum ráð, sem bjargaði honum í það sinn. Þetta ráð var það, að gera sér upp veiki. En þegar hann hvarf aftur til skólans, hét Páll honum afarkostum, ef hann tæki upp á þess háttar aftur. Tómas vissi það ofur vel, að brautingj- ar voru vanir að efna þess konar loforð sín. Þegar Tómas hafði gert sér þetta ljóst, hugsaði hann sér að strjúka. Hann fór aftur heim til ekkjunnar og dvald- ist þar nokkra daga. Næsta sunnudag var hann snemma á fótum og lézt ætla að bregða sér í skólann til að þvo skyrt- una sína. En sú var þó ekki ætlun hans, heldur flýtti hann sér af stað burtu úr bænum. Og burtu hélt hann, lengra og lengra komst hann. Hann þorði ekki að snúa heim til Sviss aftur, þar sem hann þóttist vita, að Páll myndi leita sín í þá átt. Hann hljóp því í gagnstæða átt og yfir ána Isar. Þegar hann var kominn þetta langt, settist hann niður og grét beisk- lega. Þarna brauzt út sú innibyrgða ólga, sem þurfti að fá útrás. 11. M 1»J eðan Tómas sat þarna grátandi, og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera, bar þar að bónda í vagni og fékk hann að aka með honum góðan spöl, en það sem eftir var til Salzbcrgar, varð hann að ganga. Héla var á jörðu, en litli strokumaðurinn var bæði skólaus og höfuðfatslaus, treyjan hans var allt- of stutt og gatslitin, og þess vegna var lítið skjól í henni. Þess konar þrautir var hann þó vanur við og hann hélt ör- uggur leiðar sinnar. Hann ætlaði að sníkja sér far niður eftir ánni frá Salz- borg til Vínarborgar. En það tókst ekki. En ekki þorði hann að snúa aftur rak- leiðis til Múnchen og hélt því til Preiss- ing. Þar var skóli. Eftir að Tómas hafði dvalizt hér stuttan tíma, var honum sagt, að stóri brautinginn frá Múnchen væri að leita hans, og væri nú með at- geir í hendi. Tómas beið ekki boðanna, en flýði í dauðans ofboði og hélt til Úlm. Þar fór hann beinustu leið til ekkjunnar, sem hafði miskunnað sig yfir hann áður og var þar vel tekið. Hún skaut skjólshúsi yfir hann heilt skólaár. Þá komst frændi hans og brautingi á snoðir um, hvar hann myndi vera niður kominn og fór þeg- ar í stað að leita hann uppi. Það var kvöld nokkurt, að Tómas frétti, að frændi hans Páll myndi kom- inn til borgarinnar. Beið hann þá ekki boðanna og flýði sem fætur toguðu, áleiðis til Konstanz. „Honum var töluverður tekjumissir að mér“, segir Platter. „Ég hafði haft ofan af fyrir honum að miklu leyti í mörg ár og því var honum ekki láandi, þó að hann sækti fast eftirróðurinn“. En þeir hittust ekki eftir þetta og vita menn ekki, hvað varð um Pál á endanum. 12. egar Tómas kom yfir brúna hjá Konstanz og sá þar hina svissnesku drengi í hvítu treyjunum, segist hann hafa verið eins sæll og hann hefði him- ■in höndum tekið. Hann hafði þó ekki löngun til þess að vera þar til lengdar, af því að þar var svo mikil umferð. Han-n hélt því þaðan til Zúrich og hitti þar nokkra brautingja frá St. Gallen. Þeim bauð hann þjónustu sína sem skotsveinn. Margir myndu nú ætla, að hann hefði verið búinn að fá nóg af þess konar starfi um ævina. En hann langaði alltaf til þess að verða stúdent, og þá var honum nauðugur einn kostur að hafa ofan af fyrir sér með þessu móti. Meðan hann var í Zúrich, fékk hann orðsendingu frá Páli frænda sínum, sem hafði gefizt upp við að elta hann. Fáll lét nú fyrirberast í Múnchen. Hann hét Tómasi fyrirgefningu, ef hann vildi hverfa heim til hans aftur. Tómas gaf þessu boði engan gaum, sem nærri má geta. Hinir nýju húsbændur reyndust að sönnu ekki hóti betri og strauk hann þess vegna frá þeim. í för með honum slóst drengur á hans reki, sem Antony Benetz hét. Þeir fóru til Strassborgar, hittu þar mesta sæg af blósnauðum skólasveinum, en engan almennilegan skóla. Þeir héldu þess vegna þaðan til Schlettstadt. Á leiðinni þangað var þeim sagt, að þar væri fullt af fátæk- um skólasveinum. Það þóttu þeim slæm tíðindi, og Benetz fór að gráta. P «■ latter segir: „Ég bað hann að vera hughraustan og sagði honum, að svo framarlega sem einn einasti fátæk- ur skólapiltur í Schlettstadt gæti kom- izt þar af, þá treysti ég mér til þess að sjá fyrir okkur báðum“. Þar byrjaði Tómas fyrst á reglulegu námi af fullri alvöru. Hann var þá orð- inn 18 ára. En ekki leið á löngu þangað til aðsóknin að skólanum og betlistöðv- um borgarinnar var orðin svo mikil af fátækum skólasveinum, að þeir félagar höfðu ekki nægilegt viðurværi og urðu þess vegna að taka sér staf í hönd og halda þaðan. Þeir fóru til Solothurn og hittu þar fyrir góðan skóla og nægilegt til lífsviðurværis sér. 13. Nú þótti Tómasi helzt útlit fyrir, að hann myndi aldrei endast til þess að ljúka við nám sitt. Þess vegna afréð hann að snúa heimleiðis og hætta við allt nám. „Hver fjandinn sjálfur hefir rekið þig hingað?" spurði móðir hans hrana- lega, þegar hann kom heim til hennar, „Ertu orðinn prestur?“ „Nei, það lán hefir ekki átt fyrir mér að liggja“, svaraði hann móður sinni. „Þú eyðir tímanum í flakk, í stað þess að læra eitthvað. Mér ætlar víst ekki að hlotnast það lán að verða prestsmóðir". Þetta voru miður skemmtilegar mót- tökur, enda hafði Tómas ekki langa viðdvöl hjá móður sinni. Hann lærði til fullnustu að skrifa hjá presti í ná- grenninu. Nokkru síðar fór hann til Zúrich, og þar hitti hann loks kennara, sem hann naut fullkominnar kennslu hjá. Þar með var flakk hans á enda. Þessi mikli kennari hans hét Friedrich Myconius (f. 26. des. 1490, d. 7. apríl 1546) og hjá honum lærði hann t.d. latínu vel. Síðar varð hann einnig vel fær í grísku, sem hann lærði með sjálfsnámi. Þá varð hann allvel að sér í Austurlandamálurm Ekki leið á löngu, unz hann var sjálfur orðinn kennari. Kenndi hann bæði grísku og hebresku í Zúrich. Síðar flutt- ist hann til Basel. Hróður hans steig jafnt og þétt, þar til hann var orðinn frægur maður. Hinn fátæki farand- sveinn komst loks eftir mikla erfiðleika til virðingar. Tómas Platter lézt árið 1582 á níræðis aldri. 14. g ^vo fór að lokum, að löggjöfin varð að skerast í málið og skakka leik- inn milli brautingjanna og skotsvein- anna. Jóhann Georg af Sachsen bannar t.d. í tilskipun 1661 hinum eldri náms- mönnum að féfletta og misþyrma hin- um yngri og leggur þunga refsingu við, ef út af þeim tilskipunum er brugðið. Það voru þó engan veginn allir fá- tækir námsmenn, sem eingöngu urðu að lifa á bónbjörgum eins og Tómas Platter. Margir unnu fyrir sér með ein- hverri list, sem þeim var lagin eða þeir höfðu numið. Aðrir fátækir stúdentar gerðu sér að féþúfu hjátrú fólks og trú- girni, sem var á afar háu stigi á þeim tímum. Það var t.d. algengt að stúdent fékk vel í pyngju sína og mal fyrir það eitt að tauta einhver óskiljanleg töfra- mæli yfir nýsánum akri. Með því var hann að efla gróðurmöguleika akurs* ins! Eða þá að stúdent hjálpaði trú- gjörnum pilti til þess að ná ástum ungr- ar stúlku með töfrabrögðum eða galdra- rúnum! — Já, það var margt, sem gerð- ist á miðöldum, ekki hvað sízt meðal námsmannanna. En hér skal látið staðar numið. Jón Kr. Isfeld. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.