Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Blaðsíða 20
' kvikmynd sem Bunuel skapaði úr því. En þegar yfirvöldin gerðust óþol- inmóð og vildu sjá myndina, kvaðst Bunuel fyrst verða að senda hana til Parísar, til að fullgera og snurfusa. Þannig bjargaðist Viridiana úr eyði- leggingarkrumlunum. Viridiana var fullgerð rétt fyrir kvikmyndahátíðina í Cannes 1961 og var send rakleiðis þangað. Þar hlaut hún Gullpálmann og spænska sendi- nefndin á hátíðinni tók hreykin við fyrstu verðlaununum sem spænsk mynd hefur hlotið, en þegar heim kom fékk hún kaldar móttökur fyrir að taka við verðlaunum fyrir jafn óguðlegt verk. Og nú ríkir lögboðin þögn á Spáni um Viridiana, en frægð og vinsældir myndarinnar um allan heim er eins og salt í sár þeirra sem vildu hana feiga. Myndin dregur nafn sitt af aðalper- sónu hennar, en Viridiana hét einnig lítt þekktur dýrlingur sem var uppi á sama tíma og Francis af Assisi. Veridi ana (Silvia Pinal) er ung stúlka, sem ætlar að verða nunna. Áður en hún vinnur heit sitt heimsækir hún sinn eina ættingja, frænda sinn Don Jaime (Fernando Bey). Hún minnir Don Jaime á hina látnu konu hans, er dó *á brúðkaupsnótt þeirra. Hann fær Viridiana til að klæðast brúðarklæð- um hennar, en þegar hún neitar reiði- lega að giftast honum, setur hann svefnlyf í drykk hennar. Hann kyssir hana ástríðufullur, en samvizka hans hindrar hann í að ganga lengra. En morguninn eftir, þegar hún vaknar, segir hann henni að hann hafi notið hennar um nóttina. Viridiana yfir- gefur húsið þegar, en Don Jaime hengir sig í sippubandi lítillar stúlku. Einustu erfingjar Don Jaime eru Viridiana og Jorge (Francisco Rabal), launsonur hans. Til friðþægingar frænda sínum ákveður Viridiana að breyta sínum hluta eigna hans í opið hús fyrir betlara, holdsveika og aðra útlaga þjóðfélagsins. Betlararn- ir eru sérlega andstyggilegir, bæði í útliti og innræti, og saurugar athafnir þeirra sýndar í minnstu smáatriðum, á sérlega Bunuelskan hátt. Dag einn, þegar Viridiana og Jorge fara til borg- arinnar, brjótast þeir inn í hýbýli þeirra og halda þar svallveizlu, sern yfirgengur allt sem hefur sézt af sliku Kveldmáltíð dreggja mannfélagsins í „Viridiana“, hinni rómuðu kvikmynd Bunuels, sem sýnd verður í Bæjarbíói Hafnarfjarðar seinna á þessu ári. á kvikmyndatjaldinu, jafnvel orgíurn- ar í La Dolce Vita eru eins og smá- barnaboð í samanburði við hana. Einn betlarinn setur glymskratta af stað og við undirleik lagstúfa úr Sálu- messu Mozarts og Hallelúja-kór Hándels troða þeir vambir sínar, ræna og skemma húsið í fullkomnu ^eði. Hámarki þessa siðleysis er náð í einhverju fífldjarfasta atriði sem sézt hefur á kvikmynd. Einn betlar- inn biður félaga sína að stilla sér upp til myndatöku. Hani Hiyrist gala tvisvar og kvikmyndavélin dvelur við andlit eins betlarans í gervi Péturs postula. Og undir hljómum Hallelúja- kórsins hörfar kvikmyndavélin frá honum og blasir við allur hópurinn, sem hefur raðað sér í sömu stellingar og postularnir á hinni frægu kveld- máltíðarmynd Leonardo da Vincis. Bunuel „frystir" þessa töku nægilega lengi til að skilja áhorfandann eftir sem þrumu lostinn og snýr sér aftur að svallinu. Snöggur endi er bundinn á svallið þegar Viridiana og Jorge snúa óvænt heim. Tveir vínóðir betlarar reyna að nauðga stúllcunni, en Jorge bjargar henni með því að múta öðrum þeirra til að drepa hinn. Koma lögreglunnar bjargar þeim loks frá óðum hópnum. Lokaatriði myndarinnar sýnir Viri- diana, auðmýkta og vonsvikna, setjast að spilum með Jorge og hjákonu hans. Hún hefur misst trúna og mun aldrei snúa aftur til klaustursins. „Ég vissi“, segir Jorge, „að einn góðan veðurdag mundir þú setjast að spilum með okkur“. Viridiana og Nazarin eru í rauninni sama manneskjan. Báðum mistekst að lifa hinu fullkomna og hreina líferni. Góðverk beggja hafa gagnstæð áhrif við það sem þau ætla. Mannkærleiki og miskunnsemi þeirra eru goldin illu einu. Það er ætíð sama sagan: laun meðaumkunar eru krossfesting. Því að áliti Bunuels felur meðaumkun í sér undirgefni og undirgefni ósigur. Með Viridiana hefur Bunuel sannað áþreifanlega að hann er jafn spænskur í eðli sínu og hann var þegar hann flúði Spán fyrir þrem áratugum. Myndir hans minna oft á samlanda hans, málarann Goya, í miskunnar- lausu raunsæi sínu. Strangtrúarlegt uppeldi Bunuels og Súrrealisminn hafa sett skírt mark á myndir hans. Hann er sami uppreisnarmaðurinn nú og hann var þegar hann gerði Gullöld- ina fyrir 30 árum. Aðeins hefur ofsinn í þeirri mynd vikið fyrir rólegra og heimspekilegra háði, sem verður fyrir það enn bitrara og banvænna. Eftir hinar hatrömu viðtökur á Spáni sneri Bunuel aftur í útlegðina til Mexíkó. Þar hefur hann þegar gert aðra kvikmynd sem vaikið hefur athygli, Engil tortímingarinnar (E1 Angel Exterminador) og virðist nú vera á hátindi frægðar og listrænnar frjósemi. Án efa koma frá honum fleiri kvikmyndaverk, sem koma róti á huga manna, jafnt andstæðinga sem aðdáenda. Pétur Ólafsson. „FRAMAR öllum öðrum listgreinum, getur kvikmyndin forheimskað. Meiri hluti kvikmynda dagsins í dag virð- ast einmitt hafa þann tilgang. Þær þrífast í siðferðislegu og vitsmuna- legu tómrúmi". Þetta eru orð Luís Bunuels, eins frumlegasta kvik- myndasmiðs sem uppi er og eins af fáum snillingum kvikmyndanna. Seint verður sagt um kvikmyndir hans, að þær forheimski og sízt að þær séu gerðar í tómrúmi. Um þær hefur jafnan staðið styr, en sjaldan jafnmikill og um Viridiana, næstsíð- ustu mynd hans, sem er talin meðal merkustu kvikmyndaverka síðustu ára. Sumir hneykslast þó á henni, sér- staklega kaþólskir, og telja hana jaðra við guðlast, aðrir eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni. Kvikmyndin var bönnuð á Spáni og litlu munaði að hún væri eyðilögð að boði spænskra yfirvalda. Viridiana er í þróun kvikmyndaferils Bunuels í nánustu framhaldi af Gull- öldinni, sem hann gerði fyrir um það bil 30 árum, og þessar tvær myndir eru þær sem hann hefur gert af'mestu frjálsræði. Viridiana er hatröm for- dæming á trúar- og þjóðfélagslegu ástandi á Franco-Spáni og það furðu- legasta við kvikmyndina er að hún skuli hafa verið gerð á Spáni. Að mynd sem er full af erótískum og — að sumra áliti — guðlastandi tákn- um, skuli vera tekin í landi sem er rammkaþólskt og hefur rígbundnast kvikmyndaeftirlit í hinum vestræna heimi, hefur vakið mikla undrun. En á því er skýring. Til að blíðka and- stæðinga sína og gagnrýnendur og slá ryki í augu þeirra með því að sýna „frjálslyndi“ sitt gagnvart þeim mennta- og listamönnum, sem flúðu land þegar hann hrifsaði til sín völd- in og hafa unnið gegn honum leynt og ljóst síðan, bauð Franco þeim til starfa í heimalandinu og sagði: „Komið heim og ykkur mun verða fyrirgefið“. Þetta dugði ekki til að fá Picasso eða Pablo Casals heim, en Bunuel lét blekkjast með því tilboði að hann fengi að gera þá mynd sem honum sýndist. Vissulega gerði Bunuel þá mynd sem honum sýndist, en með því að blekkja eftirlitsmenn með sakleysislegu handriti, sem eng- anveginn gaf rétta hugmynd um þá 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 1. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.