Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1963, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1963, Side 16
BREZKA mánaðarritið World Fishing birti nýlega þessa fróð- legu grein um afkomu skuttog- arans Lord Nelson, en tilraunir Breta með þetta nýja skip hafa vakið mikla athygli, ekki aðeins í Bretlandi. heldur og meðal tog- aramanna um alla Evrópu. Fyrsta ferðin hófst 19. júlí 1961 og henni lauk 36 dögum síðar, hinn 25. ágúst, er hann landaði í Hull yfir 158 tonnum af hausuðum, frystum fiski, í 2533 kössum (hér reiknað óhausað) og 1834 kössum af blaut- fiski. í níundu ferðinni sem tók 40 daga, landaði hann, 15 mánuðum síðar, 22. okt. 1962, yfir 201 tonni af frystum fiski og 1589 kössum af ■blautfiski, en fyrir hann _ fengust nálega 8000 sterlingspund. í þessari ferð hafði kassafjöldinn komizt upp í 3123 (óhausað) af ýmissi stærð, allt upp i 105 lbs. Associated hefur oftsinnis lagt á það áherzlu, að það skoði útgerð Lord Nelsons sem hverja aðra til- xaun, sem margt megi af læra um xekstur frystiskipa og nýtingu afl- ans. Skip, sem kostar allt að því hálfa milljón sterlingspunda að byggja og hefur daglegan rekstrar- kostnað allt að 500 sterlingspundum. verður að skoðast sem tilraun, sem allur þessi iðnaður gæti óskað að fræðast af sem allra mest. Þessir fyrstu úthaldsmánuðir hjá Lord Nelson voru aflarýrir á öll- um miðum. Það má telja reglu í togveiðum. að dýrustu skipin verða mest fyrir barðinu á langvarandi aflaleysi, enda þótt auðvitað se, að skip, sem ekki þarf að leita hafnar eftir 15 daga, sé öðruvísi sett, af- komulega, en hin. Hlufallið milli mikils rekstrarkostnaðar og frysti- magns annars vegar og lítils rekstr- arkostnaðar og þriggja vikna út- haldshámarks hins vegar, er hag- stætt og þangað til skip eins og Lord Nelson kemst ' langvarandi góð- fiski, er ekki hægt að fá yfirsýn yfir meðaltals ábatasemi þess. Það er eftirtektarvert, að á þessu fimmtán mánaða tímabili, sem um er að ræða, var skipið 353 daga á sjó og 128 í höfn. Nokkrum sinnum hafa komið fyrir lítilsháttar bilanir af gasleka í frystikerfinu, en vegna þess, að í hvert skipti varð að taka burt plötufrystarana, til þess að endurnýja „0“-lokurnar. leiddi þetta til óeðlilega langra tafa í höfn. Þessi galli hefur nú verið lagaður, og þar sem löndunartími skipsins er áætl- aur 5 dagar, ætti að vera hægt að fara tíu veiðiferðir á næstu 15 mán- uðum. Eigendurnir hafa lagt áherzlu á, að þeir séu mjög ánægðir með frystikerfið. plötufrystarnir hafi stað ið sig vel og jafnvel í aflahrotu hafa bæði vélar og mannskapur haft undan — allt að 400 kössum á dag. Blokkirnar hafa farið stækkandi með hverri ferð, og hafa náð æskilegasta þunga — 105 lbs. Það sem yrði fram yfir þennan þunga gæti orðið erfitt í meðförum, gæti fremur brotn að og gæti dregið úr frystihraðan- um í kerfinu, snertingunni við plöt- urnar. Einn er sá erfiðleiki, sem vont getur verið að fást við í frysti- togurum og það er að finna aðferð til að búa til nokkurnveginn jafn- stórar blokkir áður en fryst er. Blokkir úr mjög mis^tórum fiski er erfitt að eiga við í þíðingarvélum. um. Skipshöfnin á Lærd Nelson var fljót að komast upp á lagið að kasta og draga úr skut, og því er haldið fram, að það taki tíu mínútum skemmri tíma að kasta eða draga en gerist á venjulegum togurum. En hvað er svo að segja um full- unnu vöruna hjá Lord Nelson? í síð- ara hluta þessarar greinar er því lýst í smáatriðum, hvað Associated ætlast fyrir um framtíð fisks, sem frystur er um borð, og svo nýting- una á afla Lord Nelsons hingað til. Það er að koma æ betur í ljós, að svarið liggur í því að verka þennan sjófrysta fisk undir sérstöku gæða- vöru-merki: „forsoðinn“ fisk, fremur en að selja hann sem ný, blaut fisk- flök. Það nægir að taka fram, að það liggur beint við að tengja og árangur hans veiði frystitogara við verkun- arsmiðju. Verkunarkostnaður getur orðið ákveðinn í sambandi vi um- samið verð á allri frystri framleiðslu skipsins, þannig að útsöluverð hinn- ar fullunnu vöru geti sýnt beinlínis kostnaðinn við veiðarnar. Enn eru umræður meðal forráðamanna Associ ated um, hvort sé heppilegra, hálffrysting eða heilfrysting, en vit- anlega liggur það í augum uppi. að ef skipið er tengt verkunarsmiðju, verður heilfrystingin heppilegri. — Auðvitað mundu alltaf koma fyrir þau tilfelli — meðan núverandi fisk- uppboða-fyrirkomulag helzt, að hálf- frystur fiskur mundi ná beztu verði með þvi að sitja um góðan blaut- fiskmarkað, en aðalmótbáran gegn slíku skipi er erfiðleikarnir á að fara meðalveg um gerð þess. Að lokum er það athugandi, að' Associated Fisheries og Marrs hafa um langt skeið borið saman bæk- ur sínar viðvíkjandi frystiskipum beggja fyrirtækja og getur slík sam- vinna ekki annað en haft gagnleg áhrif á þennan iðnað í heild. Associated Fisheries and Foods, Ltd eru þeirrar trúar, að fyrirtækið hafi stigið skref í áttina til fullkom- innar meðferðar fisks. með því að setja á markaðinn hraðfrystan og forsoðinn fisk í skömmtum. Þetta leysir ekki einasta vanda við veið- arnar og dreifinguna, heldur hefur árangurinn hingað til gefið til kynna, að þessi söluaðferð muni verða fisk- neyzlunni sú lyftistöng, sem hún hef- ur svo mjög þarfnazt. Hugsunin bak við þessar nýju að- ferðir er sú, að fisksölunni ber að selja fiskinn i sem meðfærilegastri mynd — en það er blautur fiskur á búðarborði ekki. Einnig telja þeir nauðsyn vera á ákveðinni gæðaflokk- un, sem geti bætt vöruna og aukið söluna, og að forsoðnu skammtarnir. í sambandi við frystingu um borð sé eðlilegasta aðferðin til að ná því marki. Forsoðnu skammtarnir eru engin nýjung. Fiskstengur eru þegar þekkt- ar. Þegar tillit er tekið til kostnað- arins við fiskstengurnar, þar sem aukakostnaður leggst á við að frysta, hræra, raspa og sjóða er eðlilegt, að framleiðandinn vilji finna upp að- ferðir til að framleiða bætta vöru. Markmiðið hjá Associated Fisheri- es var að gera forsoðinn fisk að gæðavöru, og þetta varð framkvæm- anlegt með tilkomu Lord Nelsons, sem gat lagt til nægt magn af fyrsta flokks sjófrystum fiski, sem svo var hægt að þíða, fljótt og rækilega, með rafmagnsvélum. Með þessu varð ekki einungis mögulegt að selja blaut flök af fyrsta flokki, óháð óreglubundn- um löndunum (og 25% af afla skips- ins hefur komizt í búðir á þennan hátt), en það varð brátt augljóst, að gula í flökunum, stafandi af blóð- stöðvun við frystingu, hafði ekki nema tæknilega þýðingu. Þegar fiskurinn var soðinn, var hann hreinhvítur og gæðavara. Þetta kom í Ijós, þegar varan var boðin mat- sölumönnum og auk þess einstakling- um i smáum stil. Eitt af stærstu og þekktustu matsölufyrirækjum Bret- lands, sem hafði hingað til sjálft verkað nýjan fisk, sneri sér að for- soðnum skömmtum, og fleiri fóru að dæmi þess. í einni stórri búð í Skotlandi slógu fiskskammtarnir all- ar aðrar tegundir af frosnum fiski út. eingöngu vegna þess, að kaup- endurnir girntust þá umfram annan fisk. Einnig var kolaflökum bætt þarna við, og seldust álika vel. Það virtist svo sem ábatinn af sjófryst- um fiski kæmi miklu fremur af auk- inni sölu en af hækjcuðu verði. Og þessi velgengnissaga er ekkert einstök í sinni röð. Árangurinn gæti haft víðtæk áhrif á veiðihlið iðnað- arins, auk hinna augljósu áhrifa á kaupskaparhliðina. Hingað til hefur höfuðtilgangurinn með frystitogur- um verið sá að geta haft lengra út- hald, og sjálf frystingin notuð til þess að jafna út ójafnan markað. Nú orðið lita Associated Fisheries á sinn Lord Nelson og væntanlega eftirkom- endur hans sem fyrsta hlekk í keðjunni milii veiðimanns og neyt- anda. Hann getur boðið vöru, sem hægt er. að ráða bæði gæðum og verði. á, án þess að þurfa að keppa á markaðinum um það topp- verð. sem nauðsynlegt er til að standast frystikostnaðinn. Framtíff heilfrystitogaranna virffist öruggari. Hvað smásalann snertir, þá er honum boðin vara, sem hægt er að selja ný-þídda,, fyrir augum kaup- andans. Lækkun á umbúðakostnaði getur orðið kaupandanum hagnaður, en smásalinn getur einnig haft vissan og ekki óverulegan ábata af honum. Mikil gæði og auðveld matreiðsla ætti að auka neyzlu á fiski. Associated Fisheries vilja halda því fram. að þeir séu alls ekki að koma með neinar nýjar og framand- legar aðferðir, heldur séu þeir' aðeins að taka matreiðsluna á fiskinum úr höndunum á rándýru vinnuafli, þar sem er matsalinn, og úr höndum klaufalegrar og oft latrar húsmóður, og koma því í hendur verksmiðju. Og árangurinn getur orðið víðtækur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.