Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1963, Blaðsíða 11
Á erlendum bókamarkaði Heimspeki og sálarfræði. A Ilistory of Philosophy. Vol. VIII: Fichte to Nietzsche. S. J. Cople- stone. Útg.: Burns & Oates. 42s. 508 síður. 1963. Þetta bindi er að mestu helgað þýzkum heimspekingum á 19. öld, Fichte, Schelling, Hegel, Schopenhauer og Nietzsche. Heim- spekisaga Coplestones jafnast á við Histoire de la Philosophie eftir Em- ile Brehier. Schopenhauer. Patrick Gardiner. Penguin. 6s. 1963. Skemmtilega skrifuð bók. Schopenhauer er einn skemmtilegasti stílisti þýzkra 19. aldar heimspekinga. Memories, Dreams, Reflections. C. G. Jung. Collins with Routledge and Kegan Paul. 45s. 1963. „Undirmeð- vitundin er lykillinn að ævi minni“, segir Jung í upphafi bókarinnar. Jung byrjaði á þessari bók 1957, hann deyr 1961. — Ef til vill verð- ur þessi bók síðar talin ein merk- asta bók aldarinnar. L’Espace humain. L’expression de 2’espace dans la vie, la pensée et l’art contemporains. Matore, G. Par- is. La Colombe 1962. 18 F. Ovenjulegar kenningar, mjög frum leg bók. Érasme et Luther. Libre ou serf arbitre? J. Boisset. Paris. P. U. F. 1962. 12 F. Húmanistinn og siðbótarmaðurinn. Getur maðurinn orðið sáluhólpinn fyrir eigin tilvérknað? Er viljinn bundinn eða frjáls? Der philosophische Glaube ange- sichts der Offenbarung. K. Jaspers. Múnchen. Piper 1962. Heimspeki og opinberun. Saga, ævisögur, ferðabækur The annual Register of World Events: A review of the year 1962. Edited by Ivison Macadam , . , Longmans, £ 6-ds. 1963. Ágætt heimildarrit. Prehistory and the Beginnings of Civilization. 'J. Hawkes and Sir Leon ard Woolley. Allen and Unwin . . . 75s. 1963. (History of mankind: Cultural and scientific development, Vol. I.) Ein sú bezta bók, sem völ er á um þetta efni. Saga mannkynsins er rak in fram til 1200 fyrir Krist. Auk að alhöfunda hafa ýmsir sérfræðingar farið yfir alla kafla bókarinnar, og eru athugasemdir þeirra ýmist í textanum eða viðbæti. UNESCO stendur að þessari útgáfu. Laval. A biography. Hubert Cole. Heinemann, 35s. 1963. Vel skrifuð ævisaga, og ágæt lýsing á Vichy-stjórninni. The Letters of Wyndham Lewis. Ed. by W. K. Rose. Methuen, 63s. 1963. W. Lewis var vel þekktur, bæði af ritum síniwn og myndum. Hann var vel kunnugur Ezra Pound, T. S. Eliot, James Joyce, T. E. Hulme og fleirum. Bréf haps eru aldrei leiðin- leg. The Heritage of Persia. Richard N. Frye. Weidenfeld & Nicolson, 50s. 1963. (History of Civilization). Sagan nær fram á 10. öld eftir Krist. The Civil War in Spain. R. Payne. Secker Sc Warburg, 36s. 1963. Samansafn frásagna þátttakenda í Styrjöldinni. Benzedrine for Breakfast. Noreen Price and Peter Jackson. Hale, 18s. 1963. Æviminningar konu, sem stundað hefur smygl, háLfvændi og allskon- «r undirheimastörf. Skemmitleg bók. The Fall of the Dynasties. Edmond Taylor. Weidenfeld & Nicolson, 36s. 1963. Ðókin fjallar um Hapsborgara, Ho- henzollern, Ottómana og Romanova, á árabilinu frá 1905—1922. Þessar gömlu ættir falla úr valdasessi og nýtt tímabil hefst. Bókin er mjög vel rituð. Escape to Adventure. Georg von Konrat. Peter Davies, 21s. 1963. Von Konrat var sendur til Sevastó- pól, ásamt fleirum, dulklæddur sem rússneskur liðsforingi, til að vmná skemmdarverk. Ho.ium tókst síðan að flýja, lifði á svajtamarkaðs- braski, stundaði smygl, komst yfir smáskip og stundaði um tíma ólög- lega vopnasölu, gyðingaflutninga tU Palestínu í blóra við brezka flot- ann, smygl og leitaði falinna fjár- sjóða og sigldi að lokum til Ástralíu. Years of Combat. Sholto Douglas. Collins, 36s. 1963. Fyrsta bindi sjálfsævisögu marskálks brezka loftflotans. Talin ein af beztu ritunum varðandi seinna stríðið. The Loney Life. Bette Davis. Mac- donald, 30s. 1963. Sjálfsævisaga, betur skr’fuð en al- mennt gerist um sjálfsævisögar leik ara. Truce 1921—33. Ilya Ehrenburg. Mac- gibbon & Kee, 35s. 1963. Þriðja bindi sjálfsævisögunnar. Mjög skemmtileg bók. Hann hefur mjög gaman af fólki, og nær að einkenna það með einni setningu. Hann er í Berlín 1921, 1 miðri martröðinni. Hann þekkir að pví er virðist jlla, sem einhverju máli skipta. Hann skrifar 19 bækur á árunum 1922—33, og hélt auk þess mjög ýtarlegar dag bækur, sem hann notar sem hráefni í ævisöguna. Geschichte Italiens. Von Zusammen- bruch d. Röm. Reiches bis zum 1. Weltkrieg . . . M. Seidlmayer. Krön- ers Taschenqusgabe Bd. 341. Stutt- gart 1962. Gott yfirlit um sögu Italiu. Histoire des insti^utions francaises du Moyen-Age III: Institutians ec- clésiastiques. Ed. F. Lot et R. Faw- tier. Paris. P. U. F. 1962. Þriðja bindi úr ritsafni um franskar stofnanir á miðöldum. Vandað s«gn- fræðirit. Naissance de l’Europe. Lopez, R. S. Paris. A. Colin, 1962. Falleg bók, ágætlega myndskieytt. rituð af einum frægasta núlifandi miðaldafræðingi. Listir. To Hell with Culture. Herbert Read. Routledge, 21s. 1963. Greinasafn um listir og þjóðfélagið. Gothic Architecture. Paul Frankl. (Pelicán History of Art). 84s. 1963. Síðasta bindið, ritað af nemanda Wölfflins. Áætlað var, þegar út- gáfa þessarar listasögu hófst, að ritverkið yrði um 45 bindi, nú hafa komið út um 20 bindi. Þetta er stærsta og vandaðasta listasaga, sem nú er fáanleg. Das Bauhaus 1919—33. H. M. Wingl- er. Köln: DuMont Schauberg 1962. 145 DM. Samansafn heimilda um stofnun, rekstur og áhrif Bauhaus. Höfundur inn er stofnandi og stjórnandi Bau- haus-safnsins í Darmstadt. Renoir, (Jean). Renoir. Paris, Hac- hette 1962. 18 F. Ein skemmtilegasta bókin, sem rit- uð hefur verið um þennan lista- mann, skrifuð af syni hans, kvik- myndastjóranum J. Renoir. Skáldrit. Les Lettres francaises au XXe siecle. Émile Bouvier. Paris, P. U. F. 1962. Greinargott yfirlit yfir franskar bók menntir á 20. öld, allt til ársins 1962. Le Temps de la terre. M. Mancip. Paris, Gallimard 1962. 9 F. Fyrsta -káldsaga ungs höfundar, sem sameinar sálrænt innsæi og næma tilfinningu fyrir náttúrunni. EINS og getið var í þætti þessum sl. vetur voru þeir, sem höfðu hugsað sér að safna hungurmerkjunum svonefndu, varaðir við því að þeir mundu sennilega þurfa að greiða allt að 15 þúsund krónum fyrir heilt safn af þeim. Þessi spá virð- ist ætla að rætast og vel það, því merki þessi munu nú vera komin yfir 400 dali í Bandaríkjunum, og enn eru ekki öll komin út. En nú er annað komið í ljós í sam- bandi við þessa útgáfu, sem ekki er síður ástæða til að vara við. Ein þekktasta frí- merkjaverzlun Bandaríkj- anna, J. & H. Stolow, New York, hefur sent aðvörunar bréf til kaupmanna varðandi svonefnd hungurmerki frá Paraguay. Hér er um að ræða 28 „frímerki“ auk þess 4 blokkir takkaðar og ótakk aðar. Fyrirspurn hefur ver- ið send skrifstofu F.A.O. í New York, hvort þessi út- gáfa sé með þeirra sam- þykki, og fengist staðfest að svo sé ekki, heldur hafi framkvæmdastjóri F.A.O. op inberlega mótmælt þessari útgáfu við póststjórn Par- aguay. Eftir því sem næst hefur verið komizt, var sá, sem lét prenta merkin og greiddi allan kostnað við það, ónefndur frímerkja- kaupmaður en hann mun hafa verið í samvinnu við einhverja aðila hjá póst- stjórn Paraguay, sem fengu 35 cent fyrir settið. Af framangreindu geta menn séð, að engin ástæða er að telja þessi merki til hunig- urmerkjanna, og er full ástæða fyrir safnara til að taka höndum saman og kaupa ekki „frímerkjaút- gáfur“ sem þessa. Lesendur þessa þáttar munu ef til vill minnast þess að við höf u-m áður varað við álíka „frímerkjum“. í því tilfelli var um að ræða „frímerki" frá nokkrum eykrílum við Grikkland og England sem áttu að falla undir flokk Europa-merkja. Þess ber að geta í því sambandi, að ekki hefur orðið vart þeirra merkja hérlendis hjá kaup- mönnum og ber að þakka þeim fyrir að gera ekki til- raun til að koma þeim merkimiðum inn á safnara undir því yfirskini, að um frímerki sé að ræða. — F.K. pr^: Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR HOMO POLITICUS Orðið pólitík er ættað úr forngrísku. Og polis var borg, borgríki eða höfuðborg, eða samnefnari á íbúum borg- ar. Fyrrum voru menn oft fremur kenndir við borg sína en föðuriand. l'oliteia var skipan mála, stjórnlagafræði borgríkis, en hlaut einnig svipaða merkingu og ríki hefir nú, og heldur þeirri merkingu í hinum frægu bókarheitum — Politeia — Platóns og Aristótelesar. í N.T. þýðir það borgarréttur.. Polit- evma var sú íþrótt að stjórna borg og vinna að velferð hennar. Til þess þurftu menn að hafa vald á HEE POLITIKEE EPI- STEEMEE, stjórnvizku, pólitískri þekkingu og reynslu. Mál- efni borgríkis — og síðar ríkis — nefndist með Rómverjum RES PUBLICA, og er þar af komið orðið republik, sem er lýð- veldi á voru máli. Með Forn-Grikkjum taldist það skylda frjálsra manna að gefa sig að málefnum borgarinnnar — og m.a. gegna herþjónustu fyrir hana. Upp af þessari almennu pólitísku skylduvitund varð hið gríska lýðræði til. Konum og þrælum var þó óheimil þátttaka, enda voru margir fremstu menn lýð- ræðisins þrælaeigendur. Aðeins frjáls maður var homo poli- ticus. Ipn frjáls maður, sem ekki hirti um stjórnmál, var nefndur J IDIOTEES, sérkennilegur maður, „prívatmaður", eða biátt áfram eigingjarn maður. Hins vegar gat IDOTEES verið skarpvitur og sjálfstætt hugsandi maður, sem ekki lét segjast af stjórnmálamönnum. En hann átti það á hættu að verða fram- andi og ókunnugur opinberu lífi, skilningslaus og fáfróður — því e'kki naut hann neins blaðakostar eins og vér. — Og svo fóru leikar að á dögum postulanna táknaði IDIOTEES fáfróð- an mann eða skilningslausan. Á vorum tímum hafa geðsjúk- dóma- og sálfræðingar klófest orðið til að tákna menn á mjög lágu gveindarstigi — og engar líkur til að þeir geti skil- að aftur hinni klassisku merkingu þess. Fyrir kemur að einn og einn maöur notar orðið sem skammaryrði um sjálfan sig, en þó fremur um aðra. f pólitíkinni telzt orðið ónothæft, enda hefir það alla tíð táknað ópólitíska menn. Til þess að verja menn gegn því að falla niður í IDIOTEIA, hinn pólitíska uppeldisskort — sem einnig merkir varnarleysi — taka stjórnmálamenn vorir með sér einhvern skopskemmtikraft — sem oft vinnur meir af vilja en mætti — og vekja menn þar með upp úr móki afskiptaleysisins. Ber að virða þessa viðleitni, enda liggur mikið við — og sporin hræða. En án fórnfýsi gátu Grikkir ekki hugsað sér hið póli- tíska lít. Afskiptaleysið var í augum þeirra eigingirni eða sér- vizka. HTalið er að Aristóteles hafi mótað hugtakið homo politicus (zóon politikon, þ.e. félagslynd lífvera) og komið því inn í hugsjónasöguna á þeirri forsendu að það væri í eðli manna að mynda samfélag. í bók hans um stjórnmálin er einnig oikonomía, eins konar hagfræði, sem oss finnst eðli- legt, en aus hennar FRONESIS, skynsemd, eins konar sið- fræði, sem vér erum frábitnir, svo sem marka má af bók- menntum vorum. Aristóteles rannsakaði stjórnskipan 158 grískra borgríkja og safnaði saman í veigamiklu verki, en það hefir glatazt og aðeins ein stjórnarskrá hefir fundizt á papyrus í Egyptaland’. Homo politicus er hjá honum jafnan borgari smáríkis. Það varð hlutverk lærisveina hans að leggja grund- völl að skipan heimsmála, sem leiddi til þess að stóuspeki og kristni mynduðu kenninguna um liomo kosmopoliticus, um þann mann sem á allan heiminn að ættborg sinni. Þrenns konar góð stjórnskipan og þrenns konar slæm er til að dómi Aristótelésar. Góð er konungsstjórn, höfð- ingjastjórn og sambandsstjórn fárra úrvalsmanna og lýðsins (demos). Slæm er einvaldsharðstjórn, fámennisstjórn og ein- hliða lýðstjórn (demokratía). Ekkert hinna þriggja getur þjón- að almennings heillum, heldur hlýtur að hneigjast að sérhags- munum ráðamanna, hverjir sem þeir eru, og það er ekki góð pólitík. 27. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.