Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1963, Blaðsíða 13
svo vel tamin, að iiún tók varla í taum, og höfuðburður var mjög góður. Ég naut þessarar stundar, sem ég reið á Gráskjónu, og þá þegar vaknaði í huga mér löngun til að eignast hana. Ég minnt ist þó ekkert á það í þetta sinn. Ekkert gerðist sögulegt í ferðinni til Möðrudals. Svo var það einn sunnudag nokkru síðar, að við Einar vorum eithvað að stússa við hesta úti í hestaréttinni, og Gráskjóna var þar með. Þá spurði ég Einar, hvort hann vildi ekki selja mér Gráskjónu. Hann neitaði því og kvaðst ekki láta hana að svo stöddu; féll svo það tal niður. Næsta sumar var ég enn í Möðrudal, og þá var Skjóna annar bezti góðhesturinn, sem til var á bænum. Sumarið 1914 var ég ekki í Möðruaal, er þá mun Gráskjóna hafa verið með folaldi. Næsta sumar var ég þar svo enn. Þa var Gráskjóna lítið notuð. Svo er það vorið 1916, að ég fæ bréf frá Einari, þar sem hann býður mér Gráskjonu. Hún er þá nýköstuð og á bleikblesótt hestfolald. Þótt ég vissi, að hún var ekki lengur neinn gæðingur, langaði mig samt enn til að eignast hana, vegna fol- aldsins. Ég svaraði honum því, að ég tæki boði hans. Þetta sumar var ég í Möðrudal og fór viku fyrir göngur aust- ui í Hreiðarsstaði til að heyja þar fyrir Gráskjónu. Hún var svo þar um vetur- inn en ég var kennari í Möðrudal og Viðidal, og fékk Gráskjónu senda með pósti til mín í maí 1917. Þótti mér hún vera holdgrönn, þegar hún kom. Ég á margar góðar minningar frá Möðrudal og viðkynningu við ágætis fólk, sem var mér samtíða þessi sumur sem ég dvaldi þar. Ég var búinn að ráða mig hjá Ottó Tuliniusi og fór alfarinn frá Möðrudal 24. mai um vorið. Ég fór á Gráskjónu ein- hesta og gisti á Grímsstöðum fyrstu nótt ina. Norðanpóstur var þar þá og slóst ég I för með honum, ásamt Aldísi Kristj- ánsdóttur frá Grímsstöðum. Okkur var lánaður ferjumaður frá Grímsstöðum, sem Friðrik hét Hann var nýlega kom- inn í vist þar og mun hafa verið lítt van- ur við ferjuna. Það varð að samkomulagi, að hann færi fyrst með póstinn og Al- disi, en færi svo aðra ferð með mig og átti ég þá að teyma hestana á eftir. Það gekk allt vel í fyrri ferðinni. Hann kem- ur til baka, og við drögum ferjuna upp ána til að hafa sem mest förskot ef okkur skyldi reka langt út. Ég tók nú beizlin út úr hestum okkar Aldísar og batt upp í þá snæri í staðinn. Það átti eftir að sýna sig, að þessi ráðstöfun var t:l happs. I LÍFSHÆTTU Á JÖKULSÁ Frá Grímsstöðum höfðu komið með okkur tvær konur, og létum við pær reka á eftir hestunum út í ána. enda skipti það engum togum, að þeir voru strax komnir á sund. Ég sat í skutnum og hugsaði ekki um neitt nema að horfa á hestana. Það kom strax í ljós, að Grá- skjóna var miklu hraðsyndari og léttari í vatninu; hún þurrkaði bakið aftur á lend. En á hinum var aðeins hausinn upp úr. Þetta olli mér nokkrum erfiðleikum. Gráskjóna var fljótlega komin með haus- inn fram með ferjunni svo að ég varð sð halda í við hana og draga úr hrað- anum. En hinn hesturinn dró sýnilega xnikið úr ferð okkar. Þegar hér var kom- ið, sá ég, að réttast mundi að sleppa Gráskjónu, og var rétt í þann veg að kasta snærinu yfir hrygginn á henni, þegar ég heyri að Friðrik segir: „Guð hjálpi mér. Ég missti annan tollann úr ferjunni og hann datt í ána“. Ég gerði mér strax grein fyrir þvi, að við vorum í lífsháska. Við vorum staddir á miðri Jökulsá og ferjuna hrakti út ána með miklum hraða. En nokkru neðar féll áin í streng við vesturbakkann. Nú var bak- ið á Gráskjónu komið alveg að ferju- borðstokknum. Það hvarflaði * leiftur- snöggt að mér að kasta mér yfir á bakið í henni og láta hana sjá fyrir okkur í Framhalda á bls. 15. | PPEST ASÖGUR | Framh. af bls. 4. að hann væri orðinn ær, en hann hélt barsmíðinni áfram til miðnættis. — Það fréttist svo frá Skinnastöðum, að Ein- ar prestur tók svo mikla sótt þetta sama kvöld, að hann dó um nóttina, áður en dagaði, og var það almæli, að það hefði verið af völdum Björns. — O — IWÍargar fleiri munnmælasögur eru til af síra Einari galdrameistara, og er ein um viðureign hans við Pét- ur föður Björns á Burstarfelli, og er þess þá um leið getið, að prestur hafi þar átt upptökin með áreitni sinni. — Pét- ur var jötunmenni, stór og sterkur, en galdrameistarinn lítill vexti og væsk- ill. Sagt er, að einu sinni tæki Pétur galdrameistarann og hlypi með hann að á, sem var þar nærri, og ætlaði að drekkja honum þar, en aflsmunur var að eðlilegu, svo mikill, að Pétur átti allskostar við hann. — Pétur áttaði sig nú samt, þótt í æstu skapi væri, og sleppti síra Einari í þetta sinn, en ekkert blíðkaði það guðsmanninn, því að sögnin hermir, að síðar hafi prest- ur banað Pétri með eitri eða ólyfjan. — Síðustu árin, sem síra Einar lifði, tók hann elzta son sinn sér til aðstoðar. Það var síra Jón greipaglennir, sem áður getur, og varð hann eftirmaður hans í brauðinu. — Annar sonur síra Einars var Þórarinn, sá er einnig get- ur hér að framan. Hann þótti, sem faðir hans, kræfur í galdrakúnstinni og hlaut viðurnefnið galdra-Þórarinn. Um hann er sagt, að hann hefði sagnar- anda, eða m.ö.o. að hann þurfti ekki að vera á neinum fréttasnöpum til þess, að geta vitað hvað gjörðist í kring- um hann. Ein sögn skal sögð hér af galdra-Þórarni: i) Einu sinni lá hann upp á háfjalli í 3 dægur, og lá all- ann tímann aftur á bak, gapandi með líknarbelg í munninum. En þetta gjörði hann í því skyni, að loftandi flygi upp í hann, og hann gæti svo náð honum, því að það var trú manna, að enginn andi gæti komizt úr líknarbelg. — Sum- ir héldu því þó fram, að sagnaranda yrði að 'taka í belg, sem var af kálfi undan fyrsta kálfs kvígu og fyrsta kálfi graðneytis, en slíkir kálfar voru að fornu nefndir frumkálfar.2) Eins og áður getur, var síra Einari lýst þannig, að hann var pasturslítið væskilmenni, en andlega mun hann hafa verið fullkominn meðalmaður. Þess er sérstaklega getið, að hann hafi verið listfengur, og var mikið orð gjört af útsaum hans. Er honum eignað alt- arisklæði í Reykjahlíð, sem sagt er að hafi verið gjört af mikilli list. — Að framan er sagt frá því á hvern hátt þjóðsagan getur þess hvernig dauða galdrameistarans mikla hafi borið að, og hinar sögulegu staðreyndir staðfesta þjóðsöguna. — Þess er getið, „að hann dæi hastarlega, seinni hluta vetrar, með harðri þjáningu." — En dauðaorsök- in átti að hafa verið galdrar hans og illkvittni við aðra menn. — Afkvæmi síra Einars þóttu flest verða hamingju- lítið, þó sumum tækist að verða efnað á veraldarvísu, og margt af því þótti sækja „miður góðar artir“ til galdra- meistarans, og verður vikið að því hér á eftir. — Síra Einar dó 1699, og var þá orðinn fjörgamall, og hafði þjónað prestsembætti í 45 ár. — O — A nnar feðganna, sem hér verð- ur sagt nokkuð frá, var síra Jón „greipa- glennir", sem varð prestur eftir föður J) Sbr. Þjs. J. Á. I. 530. 2) Sbr. frumburðir. sinn og þjónaði Skinnastöðum til 1737. — Hefur hér að framan verið sagt frá því hvernig honum hlotnaðist viður- nefnið. — Hann var nokkur ár í Hólaskóla og gekk honum víst lærdómurinn skrykkj- ótt, og þar lenti hann í árekstri við herradóminn, sjálfan Hólabiskup. Af bréfi Gísla biskups Þorlákssonar 13. apríl 1676 má ráða það, að síra Jón hafi ekki verið vel fallinn til skóla- lærdóms, enda er það víst, að biskup vék honum úr skóla um tíma, en svo fyrirgaf herradómurinn honum „mis- brotið“ við sig, sem orðið hefði í „ung- dóms bráðræði“ „en lét hann þó þola skólarefsingu". — Síðan komst hann aftur í skólann og útskrifaðist þaðan með prýði. — Það er um síra Jón sagt, að hann hafi ekki fengið „allskostar gott orð“, en þó hafi hann þótt „föð- urbetringur", þrátt fyrir það, að hann væri ekki vinsæll fremur en faðir hans. — Flest börn hans hnigu til hindur- vitna, eins og faðir þeirra og for- feður, og höfðu þau „vanhag“ af því. Síra Jón greipaglennir var tvígift- ur. Fyrri kona hans var Elín dóttir síra Jóns Hjaltasonar í Saurbæ í Eyja- firði. Hún dó í stórubólu 1707, og áttu þau 4 börn. Elzti sonur þeirra var síra Einar, sem var kapelán föður síns síðustu 5 árin, sem hann lifði, og fékk svo brauðið eftir hann eins og frá segir hér á eftir. — Seinni kona síra Jóns var Steinvör Árnadóttir frá Sökku, Jónssonar. Þau áttu 7 börn. — Elzta syni þeirra, sem Ari hét, kippti í föð- urkyn sitt um galdur og fjölkynngi. Hann var kallaður galdra-Ari, og sóaði hafrn öllu fé sínu, og dó gamall í vesældómi í móðuharðindunum 1785. Hann bað um að grafa með sér galdra- blöð sín. Ein dóttir síra Jóns og madömu Steinvarar, hét Guðrún og var kölluð gull-Gunna. Hefur líklega verið samhaldsamari á aurana, en bróð- ir hennar galdra-Ari. — Annars er nú ekki farið neinum sérstökum lofs- orðum um börn síra Jóns greipaglennis. Á einum stað stendur þetta: *) „Allt var þetta mesta ólánshyski, og líkt- ust flest af þessum systkinum afa sín- um, og voru þau hjátrúarfull og óláns- söm“. — En þegar frá leið komu þó merkir menn fram í afkomendum síra Einars galdrameistara, enda komu þá einnig aðrir sterkir stofnar í venzli við þá. — — O — riðji þessara feðga, prestanna á Skinnastöðum var síra Einar Jóns- son, sem sat staðinn í 47 ár, eða frá 1737—1784. — Hann var eins og áður getur sonur síra Jóns greipaglennis, en ekki hlotnaðist síra Einari Þess- um nein nafnbót eins og föður hans og afa, þó mun hann hafa svarið sig mjög í ætt sína, og líktist þeim feðg- um. — Þegar síra Einari var veitt brauð ið eftir lát föður síns, skrifaði herra Steinn biskup á Hólum, Lafrenz amt- manni á Bessastöðum 17. júlí 1737, útaf veitingu hans fyrir Skinnastöðum og kemst svo að orði í bréfinu, „að hann megi telja ærlegan og velgáfaðan „præstemand“.. — Síðar var honum veitt brauðið og reyndist hann „vel- látinn i margan máta“, en ekki þótti hann mikill búsýslumaður — eða fram- kvæmdamaður. — Það var orðin þjóð- trú, að ósjálfráð óhamingja elti þessa Skinnastaðaklerka og afkomendur þeirra, og getur Espólín þess, „að allir þeir ættmenn hafi trúað á forneskju og verið óhamingjusamir“. — Þegar Harboe biskup, hinn danski, visiteraði Skinnastaði 8. ágúst 1742, segir hann í skýrslu sinni, að menntun og uppfræðsla hafi verið bágborin í prestakallinu, en þó ekki svo slæm, að síra Einar væri ávítlur mjög af þeim 3) Sbr. Præ. Sighv. B. XVI. 1319. sökum. — Þegar síra Einar fór að eld- ast og lýjast, hafði hann það eins og forfeður hans og tók sér aðstoðarprest, en átti nú engan son, sem gæti tek- ið við brauðinu og orðið sá fjórði þeirra feðga á Skinnastöðum. Síra Vig- fús Björnsson gjörðist kapelán hans, og varð eftirmaður hans í brauðinu. — Kona síra Einars var Guðrún yngri Björnsdóttir sýslumanns á Bustarfelli, Péturssonar í Keldunesi, Bjarnasonar sýslumanns á Burstarfelli, en móðir Guðrúnar var Guðrún Marteinsdóttir sýslumanns á Hallfreðarstöðum, Rögn- valdssonar. Það var því merkilegt valds mannakyn, sem að maddömunni stóð, enda er þess getið, að maddaman hafi verið of „herralunduð" til þess að leggja sig niður við það „að hafa nauð- synlega umsjón á búinu“. Þetta ásamt því, að síra Einar var enginn búmað- ur, varð þess valdandi, að efnahagur þeirra var erfiður, svo að þau áttu jafnan þröngt í búi, þó að þau í byrj- un settu saman af efnum úr báðum ættum, og þá ekki minna frá sýslu- mönnunum á Burstarfelli. ir jóðtrúin um óhamingjuna eða jaínvel bölvunina, sem átti að vera yfir ættlegg þessara Skinnastaðaklerka gjörði einnig vart við sig hjá börn- um síra Einars. Börnin voru 9, tveir synir og 7 dætur. Elzti sonurinn, sem Björn hét og bjó á Egilsstöðum í Vopna- firði komst í sauðaþjófnaðarmál með vinnumanni sínum Birni kark og var dæmdur. Þótti þetta einkennileg hrösun og stappa nærri ósjálfræði, þár sem Björn var kominn af guðsmönnum annars vegar, en merkum valdsmönnum hins vegar, eða m.ö.o. stórættaður maður og vel efnum búinn. — Elzta dóttir sira Einars og maddömu Guðrúnar hét einnig Guðrún. Hún var blóðtökukona og flakk aði, ásamt dóttur sinni, í Eyjafirði árið 1804. Síra Einar hefur eflaust feng- izt við lækningar eins og fleiri prest- ar á þeim árum, sem var að vísu nauð- syn í þeirri læknisfæð, sem þá var, og mun vera til eftir hann lækninga- bók í handriti. Önnur dóttir síra Ein- ars hét Elísabet og var mikilsmetin „eiðsvarin yfirsetukona11 í Þingeyjar- sýslu, gift Guðmundi merkum bónda á Gnýstöðum í Vopnafirði. Ragnheið- ur var ein dóttir síra Einars, myndar- kona, átti Árna hreppstjóra á Burst- arfelli, Sigurðsson. — Yngst dætranna var Gróa, sem lengi var þjónustu- stúlka hjá Guðmundi sýslumanni í Krossavík. Hún hafði tekið það í erfð- ir frá forfeðrum sínum að fara með galdur. Hún giftist ekki, en dó hjá systur sinni, Ragnheiði á Burstarfelli. Sumir segja, að síra Einar hafi flutt frá brauðinu ásamt konu sinni, þegar hann tók síra Vigfús til kapeláns 1775, en þó haldið brauðinu til dauðadags. — Þá fluttu þau austur að Sunnudal, til Guðrúnar dóttur sinnar og manns hennar, Guttorms Guðmundssonar, sem var skólagenginn maður og þótti því framar öðrum bændum. Guttormur þessi fórst af slysi þannig, að hestur dró hann í istaðinu til bana. — r essi gamli guðsþjónn, síra Ein. ar Jónsson, dó ellimóður og uppgef- inn, hjá tengdasyni sínum í Sunnudal, úr vesæld og harðrétti, í móðuharðind- unum 1784. Maddaman „herralundaða“ lognaðist einnig útaf á þessu herrans ári, úr sömu kröm og kvöl, og maður hennar. Þá dó lika galdra-Árni, bróðir síra Einars á þessu ári, úr sama kvilla, eins og að framan getur. — Guðsmað- urinn, síra Einar, þjónaði Skinnastöð um í tæplega hálfa öld, og höfðu þá feðgarnir þrir, hvor eftir annan, þjón- að þar samtals 124 ár, eins og í upp- hafi getur. — 27. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.