Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1964, Blaðsíða 7
Kátir dagar í Mán Þrír af þeim „ábyrgu“, Yilmar formaður skemmtinefnd- anna, Jóu og Runar en þeir áttu hugmyndina. Inni í salnum dunar dans- inn og þessa stundina er það hvorki „twist“ eða „rokk“, held ur gömlu dansarnir með „kokk- inum“, „Óla skans“ og fleiri gömlum kunningjum. Stjórnar- og nefndarmenn eru á þönum, allt á að ganga létt og snurðu- 'laust og engum má leiðast í azt út í horn til að „pústa að- eins“ og ég nota tækifærið og spyr hann um klúbbinn. — Hvenær var klúbburinn dagskvöldi í Golfskálanum. — Aðsókn? — Góð, á fyrsta fundinum voru um 30 en 40—50 eftir hálf an mánuð og það er ekki pláss fyrir fleiri þar, við erum að sprengja skálann utan af okk- ur. — Hvað um skemmtiatriði á fundunum? — Það eru starfandi fjórar skemmtinefndir sem skiptast á að sjá um program, hver sinn sunnudag. — Hafið þið alltaf hljóm- sveit? — A fyrsta fundinum höfð- um við segulband, en það gafst misjafnlega, síðan höfum við haft hljómsveit og reynd- ar er ætlunin að stofna eigin hljómsveit, innan klúbbsins. — Farið þið í leiki? — Já, við höfum haft sam- kvæmisleiki við góðar undir- tektir, annars látum við íölkið sjálft stinga upp á skemmti- atriðum. Annars er tilgangur- Soiey. fai.tn Eiríkitr rauði Grænland? Ja, hvað skal segja. t l^að er kvöld í Reykjavík, Esjan og Akrafjallið risa tignarlega upp yfir svarblá- an flóann. Þunglyndisleg regnský fara hratt yfir borg- ina og eitthvað út í buskann og máninn sést ekki í kvöld. En niðri á götunni er ungt fóxk á hraðri ferð. Það kem- ur úr öllum áttum, hóparnir stækka og stefna allir á sama stað. Smáhlátrar og græzkulausar athugasemdir bera vott um að því er glatt í geði í kvöld. Hvað er á seiði, husga ég, og rölti sömu leið og brátt heyri ég óma danslag frá einum af skemmti- stöðum borgarinnar og elti unga fólkið mn í húsið. „uetta er árshátíð Mána- klúbbsins, miða? — já, ennþá“, er einum ófróðum svarað. Innan við inngöngudyrnar sitja þrjú, sem öll eru í stjórn eða nefnd, og selja miða. Annað veifið telja þau miðana og pen- ingana og það leynir sér ekki að spurningin er: „Skyldi þetta bera sig?“ En það bætast sífellt fleiri í hóninn, fráteknum og óseldum miðum fækkar ört og útlitið batnar stöðugt. — „Það er jú ekki lítil áhætta að halda árs- hátíð með hljómsveit, skemmti- kröftum og öllu tilheyrandi.“ kvöld. Skyndilega hljóðnar í salnum, ungur maður er kom- inn að hljóðnemanum, en hann ætlar sko ekki að syngja, held- ur fær aðstoð nokkurra pilta og stúlkna og nú dregur hann upp blöð og spyr um allt milli him- ins og jarðar: „Fann Eiríkur rauði Grænland? Var Hallgerð ur kona Njáls?“ og fleira í þess um dúr. Þeir sem ,,gata“ eru úr leik og hópurinn við hljóðnem- ann smáminnkar. Kátínan er mikil og sigurvegarinn ákaft hylllur í lokin. 0 g dansinn dunar á ný. Ég sá hvar formaður klúbbsins, Rúnar Hannesson, hefur laum- stofnaður og hver átti hug- myndma? — Það var 2. nóvember sl. sem við Jón Jóelsson fórum að vinna að þessu, það vantaði skemmtistað, án áfengis, fyrir ungt fólk. Við fórum að tala um þetta við kunningjana og fengum mjög góðar undirtekt- ir. Það var mynduð bráða- birgðastjórn og ákveðið að leita aðstoðar og samvinnu Æskulýðsráðs, sérstaklega með húsnæði til að geta haldið fundi. Síðan var haldinn form- legur stofnfundur og kosin stjórn og er aðaluppistaðan i henni sú sama og í bráðabirgða stjórninni. Nú höldum við skemmtifundi á hverju sunnu- Þá heyrð rt fítar £]eginn í stiganum og Savannah-tríóið kom á vectvang. inn að halda fræðslu- og skemmtifundi. — Er gaman að standa í þessu? — Já, það er mjög skemmti- legt, því er svo vel tekið og allir eru sem ein heild. E n Adam er ekki lengi í Paradís, það er kallað á Rún- ar, hann er líklega búinn að „pústa“ nóg í bili. AUt er i fullu fjöri, uppi er dansað „twist“ en hoppað í polka niðri. Frammi í anddyrinu rík- ir mikil gleði, þrenningin í miðasölunni er búin að upp- götva að „fyrirtækið beri sig“ það er búið að loka húsinu og þau komast loks í dansinn og hljómsveitin leikur „kátir dag- ar“ sem nú á einkar vel við. Brátt hljóðnar og einhver spyr „er hljómsveitin komin i verkfall?" en áður en því fæst svarað heyrist gítar sleg- inn í stiganum, Savannáh- tríóið er komið á vettvarig og piltarnir þeir leika og syngja af hjartans lyst við geysifögn- uð og þegar þeir ætla að kveðja eru þeir margklappaðir upp. Og enn dunar darisinn. það eru fáir sem sitja og þeir eru víst bafá að hvíla sig fyrir næstu syrpu. Ég gef mig á tál við unga stúlku, Sóleý Guð- mundsdóttur og spyr hvort húr. sé í Máriáklúbbnum. — Já, ég er meðlimur 1 klúbbnum og hef verið alveg frá byrjun, nema ekiki á sjálf- um stofnfUndinum. —- Og hvað er svo skemmti- legast? — Svo margt, við förum i leiki og dönsum og svo er margt til skemmtunar. — En hvernig líkar þér í kvöld? — Þetta er alveg dásamlegt, allir skemmta sér vel. Eins og þú sérð sjáifur, er fólkið i góðu skapi og hér sést ekki vín á nokkrum manni, það er gott dæmi. — Og þú ætlar að vera áfram í klúbbnum? — Já, alveg af fullum krafti. — Hvað um aldursmun ykkar í klúbbnum? — Mér finnst þetta samlag- ast vél þrátt fyrir mun, það eru jú allir samtaka. E n það er ekki flóarfrið- ur, einn herrann hneigir sig og þar með er Sóley rokin í dans- inn á ný. Og svo er farið i dansleiki, formaður skemmti- nefndanna, Vilmar Petersen. stekkur upp á hljómsveitar- pallirin, grípur hljóðnemann ög stöðvár dansinn. „Allir herrar sem ekki hafa ermahnappa, fari út aí dans- gólfinu“ t og þeir óheþphu hlýða, en einn, sem ekki Var alveg viss, gáði fyrst á lining- arnár á skyrtunni sinni, og enn er dansað og næst verða þær dörnur serri háfa lykkjufall á sokkunum að ganga ú.r leik og svo koll af kolli. Dansinn dun- ar, en tímirin líður og ég verð áð fara, hér hef ég séð unga fólkið skemmta sér á heilbrigð- an hátt,- séð það stiórna sjálft og starfa saman. Ómar fjörugs danslags og glaðværir hlátrar fylgja mér út. í nóttina. Hs. Hagalagöar ókyrrð í kórnum Er mér það í barnsminni, með hve mikilli andagt móðir mín og fleiri konur sátu undir messu .... En í kórnum, meðal bændanna, barst stund um á nokkurri ókyrrð. Meðan prest ur var í stólnum, tóku þeir upp bauka sína og létu þá ganga frá manni til manns, þangað til allir höfðu tekið nægju sína í nefið. Þetta var gamall gáleysisvani, sem stóð ekki í neinu sambandi við lítilsvirð- ingu á helgi kirkjunnar. Prestar not uðu þá líka neftóbak, er þeir voru fyrir altari, og þótti engum nema rétt og sjálfsagt, en eftir höfðinu dönsuðu limirnir þá sem oftar. Þess- um aldagamla ávana útrýmdi prest- ur einn í Borgarfirði nokkru eftir 1880, gerði hann það með því eina ráði, sem dugði, að flytja ekki ræð- una á meðan bændurnir voru að taka í nefið. Kristl. Þorsteinsson ENGINN PRESTUR NEMA HANN Skúli Gíslason var tvímælalaust einn af mestu skörungum íslenzkrar prestastéttar ym sína daga, lærður guðfræðingur, skyldurækinn og rögg samur í embætti og annálaður kenni maður. Einkum urðu margar útfarar ræður hans mönnum minnisstæðar, og það var við eitt slíkt tækifæri, sem sr. Birni Þorvaldssyni í Holti undir Eyjafjöllum varð að orði: „Mikið er, að nokkur maður skuli vera prestur nema hann síra.Skúli!“ Sig. Nordal 3. tölublað 1964. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.