Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1964, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1964, Page 11
- SIGGI SIXPENSARI - — Of mikið salt. A erlendum bókamarkaði Heimspeki, sálfræði, trúarbrögð. An ExaminaUon of Plato's Doctrines Vol. II. I. M. Cormbie. Routledge 63s. Fyrsta bindi pessarar bókar kom út 1962. Þetta er vandaðasta fáanlega rit um Platón, sem út hefur komiS á ensku, á þessari öld. Hegel nnd die marxistische Staats- lehre. Jakob Barion. Bonn Bouvier 1963. DM. 26.80. Marxistisk teóría og þróun sósíölsku lákjanna. Geschichte der grlechischen Philo- cophie. Frarvz Brentano. Francke 1963. DM. 35. Fyrirlestrar haldnir í Wiirzburg og Vín. Almennur inngangur og yfir- Ut um griska heimspeki. Die Religionen Atrikas. Ernst Damm ann. Kohlhammer 1963. DM. 32. Yíirlit og inngaogur um trúarbrögS Afríku, höfundur fjallar eirtnig um áorn trúarbrögS blönduS kristni og múhammedstrú. Phsychologisches Wörterhnch. Fr. Itorsoh. 7. útg. Meiner 1963. Stuttar og nákvæmar skilgreinmgar, Kinfuhrung in die Psychologie I. útg. Vín: Urban & Schwarzenberg 1963. Þetta er vel þekkt rit, og byggir eingöngu i „læknisfræSilegum" grunni, Creation Legend of the Ancient Near East, S. G. F. Brandon. Hodder & Stoughton, 35s. 1963. Bköpunarsögur frá Egyptalandi, Mesópótamiu, tsraei og Grikklandi. Gagnkvæm áhrif rakin og skýrS. Life Ahead. J. Krishnamurti. Gollanz, 16s. 1963. Fyrir eina tiS var Krishnamurti dáSur ad ýmsum hérlendis. Þetta er eíðasta rit hans. The Futnre Evolntion of Man , . . Sri Aurobindo. Allen and Unwin, 18s. 1963. Úrdráttur úr rituna þessa indverska jóga, «em var einn meS fremstu heimspekíngiun lndverja. Vhe ReformaUom ia England. Philip Hughes. 5th ed. Burns and Oates. 90s. 1963. Höfundurinn er kaþólskur, vandur aS heimildum og hófsamur I álykt- unum, svo rit hans er eitt helzta heimildarrit um þetta efni. Wörterbuch der Religioncn. 2. Aufl. Kröners Taschenbuchausgabe Bd. 125. 1962. DM. 17.50. Almennt uppsláttarrit um trúarbrögS Sigmund Freud: Briefe 1909—1939. Frankfurt a.M.: S. Fischer 1963. DM. 12.80. Bréfaskipti Freuds og O. Pfisters, (sem var prestur og uppeldisfræSing ur í Ziirich). Þar til nú höfSu menn ekki vitaS til þessara bréfaskipta. ASalviðfangsefni þeirra er sálgrein- ing i sambandi viS trúarbrögS. Die Grossen Dialcktiker des 19. Jahrhunderts. Hegei. Kierkegaard, Marx: Robert Heiss. Köln: Kiepen- heuer u. Witsch. 1963. DM. 26. HiS dialektiská form Hegels, hin existentiella dialektik Kierkegaards og hinn dialektiski materialismus Marx. Hold your Hour and Have Another. Brendan Behan. Hutchinson 1963. Gamanmál. The Art of War. Sun Tzu. Oxf. Univ. Press, 35s. Liddell Hart segir i formála, aS Sun Tzu jafnist á við Clausewitz i strategíu, sögusagnir herma aS Napö leon mikli hafi lesið þessa bók i franskri þýSingu, en þaS er mjög vafasöm sögn. Skáldrit. Literature and Criticism. H. Coom- bes. Penguin 3s. 6d. Þessi bók kom fyrst út 1963 og er rituð aí innilegum bókmenntaáhuga. English Literature 1815 — 1832. Ian Jack. Oxf. Univ. Press, 50s. (Oxf. Hist. of Engl. Literature Vol, X) 1963. The Poems of Alexander Pope. Ed. by J. Butt. Methuen, 42s. 1963. Bezta fáanlega útgáfan af Pope. Sex binda Twmkenham útgáfan, gefin út í einu bindi. Eighteenth Century Essays on Shakespeare. Ed. by D. Nichol Smith. 2. ed. Oxf Univ. Press, 42s. 1963. Fyrsta útgáfan kom út 1903. Rit- gerSasafn 18. aldar fræðimanna um Shakespeare. Rilke. Eudo C. Mason. Oliver & Boyd, 5s. 1963. Rilke er orSinn einn spámanna ald- arinnar, af ýmsum álitinn meiri hugsuður en skáld. Þessa skoðun hrekur höfundur þessa bókarkorns af miklum læi-dómi og innlifun i verk Rilkes. The Hatcd One. Don Tracy. Cassell 16. SuSurríkjasaga, kynþáttavandræði, spilling og ótti. Massacre. Robert Lait. Mulier, 18s. 1963. FæSingarhríðir nýju ríkjanna i Afriku. Trade Wind. M. M. Kaye. Longmans, 25s. 1963. Sagan gerist i Zanzibar á 19. öld. Zanzibar var fræg fyrir þrælasölu, þar gerist sagan, litauSug, grinun og lifandi. The Spy Who Came m from the Cold. John Le Carré. Gollanz, 18s. Njósnir í kalda stríSinu, ágætur reyfari. Fifth Planet. Fred Hoyle and Geoffrey Hoyle. Hememann 16s. 1963. Geimævintýri, skrifað a/ prófessor í stjörnufræð? og syni hans. Listir. Die Theorie des Schönen im Mittelalter. Assunto, Rosario. Köln: Du Mont 1963. Frumheimildir hafa verið notaSar við samantekt þessarar bókar, höfundur gerir sér far um aS fara ekki út fyrir þann ramma, um heimildir setja honum; vandaS rit. Pittura Italiana. 4 Bande. Band 3: Enzo Carli: Cinquecento . . . Miinchen: Bruckmann 1963. RitiS er samantekið af fremstu listfræSingum ttala, þriðja bindið fjallar um renesansann. Lucas Cranach der Áltere. Köln: Phaidon 1963. Sá eini gömlu þýzku málaranna, sem hefur haft greinileg áhril á 20. aldar list þýzka. |W' fwniK'ttt ' Jóhann Hannesson: mf .'Wy ■L :* ÆM ÞANKARÚNIk DE ANIMA - UM SÁUNA Umhverfis kristniboðsstöðina í Sinhwa var múr, rúmlega þrír metrar á hæð. Handan múrsins í suðvestri var lítill graf- reitur kínverskrar fjölskyldu. Beint á móti grafreitnum höfðu frá upphafi verið gerð þrjú lítil „augu“ í múrinn, svo lítil að hendi varð að vísu stungið gegnum þau, en ekki handleggnum öllum. Fyrri landeigendur höfðu sett þau skilyrði, þegar landið var selt, að þessum „augum“ eða götum í múrnum mætti ekki loka, þar eð sálir hinna framliðnu þyrftu á þeim að halda til þess að komast ferða sinna. Af þessari einföldu staðreynd — augunum í múrnum — mátti ýmislegt læra um sálarhugmyndir Kínverja, og m.a. sjá hve virkar þær voru. Sálum forfeðranna var ekki gleymt, þótt landið væri selt. Þá gerðu Kínverjar ráð fyrir þrískiptingu sálarinnar, líkt og Platón og Freud — þótt þeir hefðu enga hugmynd um þessa fræðimenn. Hins vegar virtust Kínverjar ekki gera ráð fyrir því að sálir framliðinna væru vel íþróttum búnar, þar sem þær færu ferða sinna í hálfs annars til tveggja metra hæð frá jörðu. Ósagt skal látið hvort þeir hefðu talið það hugsanlegt að kona með skjóðu innan múrsins hefði getað náð sálunum í skjóðuna. En hefði slíkt tekizt, þá hefðu þessar sálir ekki verið ánægðar fyrr en þær hefðu aftur komizt að gröfinni, til þess að njóta þar matar og víns frá hinum lifandi, og finna sinn rétta nætur- stað. I fomum hókmenntum kínverskum virðist að jafnaði vera gert ráð fyrir tvískiptingu sálar (shen og kwei), en slík skipt- ing er mjög algeng víða um heim. Síðar tekur við þrískipting — og má sjá hana í leturmyndinni ling, sem þýðir andi, og saman með hwen þýða orðin sál í lifandi líkama. Annars var sál í lifandi likama talin hafa tíu hluta, þrjá æðri og sjö óæðri. Ef barn veiktist með háum hita, svo að það var ekki við- mælanlegt, eða talaði óráð, var talið að sumir hinna óæðri sálar-parta hefðu yfirgefið líkamann og væru farnir úr barn- inu. Fór þá móðirin út með einhverja flík, sem barnið hafði átt, og hrópaði: „Hwei-lai, hwei-lai!“ Komið aftur, komið aftur! Vfátti oft heyra þessi köll í kveldkyrrðinni þegar farsóttir ?engu. Sérfræðingur í kínverskum Búddhadómi sagði í erindi, er hann hélt um rannsóknir sínar, að fyrstu fjórar aldirnar af sögu Búddhadóms í Kína hafi farið í það að ræða um sálina. Frá Indlandi tóku munkarnir með sér sálarleysiskenninguna, anatta-vada. Kínverjarnir sættu sig ekki við hana. Munkarnir boðuðu endurlausn — og Kínverjar spurðu: Hvað endurleysist, ef sálin er ekki til? Þegar munkarnir létu undan síga, eftir fjórar aldir, og viðurkenndu sérleik sálar, þá loks tók Búddha- dómur að breiðast út, hafa áhrif og móta kínverska menningu. K. ■*-»-jarni málsins er hér ekki að skera úr um hvað rétt sé eða rangt í þessum hugmyndum — en um þær hafa verið skrif- aðar bækur — heldur að benda mönnum á einföld atriði. Menn fara mjög eftir sálarhugmyndum sínum, meir en flestum öðrum hugmyndum. Hér á Vesturlöndum gat ekki galdrabrennuöldin orðið til fyrr en búið var að víkja til hliðar sálarkenningum Ágústínusar kirkjuföður og setja aðrar tízkuhugmyndir í þeirra stað, um sálir og anda og hætti þeirra. Sumar einræðisstefnur vorrar aldar eru aðeins framkvæmanlegar með því að drepa hug- myndir manna um sína eigin sál og gildi hennar. Pýramídar faraóanna í Egyptalandi eru byggðir á grundvelli sálarhug- mynda — og þær hugmyndir hafa verið dýrar. Sjálfum finnst oss að sál vor vaxi og eflist ef vér setjumst inn i stálhylki á hjólum, sem ganga fyrir vél, enda sýnir það sig hve miklu betur vér erum settir í stálhylki þessu en hylkislaus sál, sem kann að rekast á oss eða verða á vegi vorum. Ef til vill kemst það í tízku að vér látum jarðsetja oss í þessum stálhylkjum, svo sálin lendi ekki í því að svífa nakin um jörðina — og viljum til öryggis hafa þrjá glugga opna á stálhylkinu. S. tölublað 1964. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.