Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1964, Blaðsíða 4
NORÐLIRL ANDAFERÐ Eftir Guðrúrsu Jónsdótfur að var á fögrum vormorgni, að unglingsstúlka sat uppi í brattri fjalls- hlíð fyrir ofan bæinn Skál á Síðu og las í bók. Hún átti að gæta ánna, því að fráfærur voru um garð gengnar, og ærnar voru órólegar. Mörgum leiddist hjásetan, en það gerði ungu stúlkunni ekki, sízt þegar veðrið var gott, því að þá gafst oft tækifæri til lestrar. Bókin, sem hún var nú að lesa, var Ólafs saga helga Noregskonungs. Það var dásam- leg bók, fannst henni. Reyndar kunni hún ýmsa kafla hennar næstum utan- bókar, en það gerði ekki svo mikið til. Sagan var alltaf jafn skemmtileg. Oft hugsaði hún um þetta land, Noreg, þar sem þessir atburðir höfðu gerzt. Hún vissi að þaðan höfðu forfeður hennar komið endur fyrir löngu. Mikið lang- aði hana til að hjá Noreg, land for- feðranna, en til þess var lítil von. Þetta var aðeins draumur, sem aldrei mundi rætast, hugsaði hún. Mörg ár liðu. Unga stúlkan var orðin Öldruð kona, en aldrei gleymdi hún alveg æskudraumnum. Þá var það dag einn, að hún sá í dagblaði, að Ferða- félagið Saga auglýsti Norðurlandaferð, og hún hugsaði með sér: „Hví ekki að láta æskudrauminn rætast?“ Hún brá sér samdægurs niður í sikrifstofu ferðafélagsins og keypti sér fairmiða. Nú hefst frásögn hennar af ferðalag- inu. Það var laugardaginn 20. júlí 1963 að 18 íslendingar mættu í afgreiðslusal Flugfélags íslands á Reykjavíkurflug- velli kl. 9 um morguninn. Eiginlega vor- um við höfuðlaus her, því að farar- stjórinn var úti í Kaupmannahöfn. Ég þekkti ekki samferðafólkið utan ein hjón, en menn kynnast fljótt í ferða- lögum. Kk-lukkan 10 var kallað, að allir ættu að fara út í flugvélina. Ferðin vtur hafin. Veður var mjög gott, logn en dálítið skýjað. Brátt komst flugvélin þó upp úr skýjaþykkninu, og við flug- um í glampandi sól. Við og við sá til jarðar, en allt var svo lítið og lágkúru- legt, jafnvel stórar ár virtust eins og litlir lækir. Skýin tóku á sig alls konar myndir, stundum eins og snævikrýndir fjallgarðar, stundum eins og undursam- legar töfraborgir. Þær breyttu sífellt um svip, hurfu stundum alveg eins og skýjaborgir gera ævinlega. Allt í einu kallar einhver: „Þarna er land.“ Þarna voru eyjar og sker, norsk grund. Þetta gæti alveg eins verið við Island, berar klappir og brimlöður, en bráðlega fer að sjást skógur og byggt land. Eftir skamma stund lendum við á flugvellinum við Björgvin. Þama bið- um við í nokkrar minútur. Brátt var aftur lagt af stað og nú birti í lofti. — Þegar við lentum á Fomebuflugvelli við Osló, var komið glaða sólskin. Það var' fagurt að horfa úr lofti yfir borgina og fjörðinn. Eftir 30 mínútur var aftur haldið af stað og nú var förinni heitið til Kaup- mannahafnar. Flogið var yfir Noreg og vesturströnd Svíþjóðar. Útsýni var gott og það var gaman að fljúga yfir borgir, bæi, græn engi og akra. Þegaæ við kom- um til Kaupmannahaifnair tók farar- stjórinn, Ingólfur Kristjánsson á móti okkur. Við áttum að gista í Hótel Eg- mont við Nörre Allé. Það er stúdenta garður á vetrum, en hótel á sumrin. Þar var aðbúnaður með ágætum. Eftir kvöldverð fóru allir í Tivoli, hinn kunna skemmtistað Hafnarbúa. Næsta dag beið langferðabíll fyrir dyrum úti og danskur bilstjóri. Farar- stjórinn sagði, að hann héti Páll Eirík- ur og yrði hann^samferðamaður okkar næstu 14 daga. Þessi ungi Dani reynd- ist ágætur félagi, kurteis og greiðvik- inn og mjög öruggur bílstjóri. Fyrst ókum við niður að sjó, því að við áttum að fara bátsferð um höfnina. Þar voru ferðamannahópar frá ýmsum lönd um. Fararstjórarnir skýrðu frá því belzta, sem fyrir augu bar. Þegar við sigldum fram hjá Brimarhólmi, varð mér hugsað til allra íslendinganna, sem þrælkuðu þa,r í járnum og létu þar lífið að lokum. P áll Eirikur beið okkar við bílinn sinn, þegar við komum í land, þvi að nú átti að hefja ökuferð um borgina. Við staðnæmdumst hjá litlu hafmeyj- unni eftir myndhöggvarann Edv. Erik- sen, gerð eftir ævintýri H. C. Ander- sen. Þessi yndislega hafmeyja situr þarna á steininum sínum og horfir til hafs. Skammt þar frá, líka á Löngulínu, er hinn fagri Gefjunargosbrunnur eftir Bundgárd. Gefjun var sem kunnugt er ásynja. Óðinn sendi hana til Gylfa Svía- konungs í landaleitan. Hann gaf henni eitt plógsland, það er fjórir uxar gætu dregið upp dag og nótt. Gefjun átti fjóra sonu með jötni nokkrum í Jötun- heimum. Sonum sínum brá hún í yxna- líki og færði þá fyrir plóginn og dró landið út á h'afið vestur gegnt Óðinsey. Þar námu þeir staðar. Gefjun gaf land- ýiu nafn og kallaði Selund. þ. e. Sjá- land. Þar byggði hún síðan. Þar, sem landið hafði upp gengið, var vatn eftir. Það er kallað Lögurinn. Þar liggja vík- ur í Leginum, sem nes eru í Selundi. Þetta er frásögn Snorra í Heimskringlu og Snorra-Eddu. Ekið var um borgina og litið á helztu byggingar. Sumar þeirra eru frá dög- um Kristjáns 4. Hann var konungur Dana, Norðmanna og íslendinga frá 1588—1648. Hann lét reisa margar fal- legar hallir í Kaupmannahöfn. Líklega hafa sumar þeirra verið byggðar fyrir ísienzkt fé. Kristján 4. kom á hinni illræmdu einokunarverzlun á ístandi árið 1602. Sonur Kristjáns 4. og fyrri konu hans, Önnu Katrínar, var Friðrik 3. sem fékk einveldið samþykkt í Kópa- vogi árið 1662. Síðdegis fórum við með járnbraut til Klampenborg og dvöldum þar til kvölds í Dyrehaven og á baðströndinni hjá Bellevue. Veðrið var yndislegt, sólskin og hiti, svo að við undum okkur vel á þessum fagra stað. Um kvöldið fórum við mörg í Cirkus og skemmtum okkur ágætlega. Næsta dag var haldið frá Kaupmanna höfn. Nú var förinni_ heitið til Svíþjóð- ar. Ekið var Strandveginn meðfram Eyrarsundi. Það er talinn fegursti þjóð- vegur í Danmörku. Við ökum hjá Skods borg, Vedbæk og Rungsted. Þar fyrir norðan er opið svæði og ágætt útsýni til eyjarinnar Hveðnar og Skánarstrand ar, ef skyggni er gott, en í þetta sinn var of mikil hitamóða, til þess að það nyti sín til fulls. Þarna er dásamlega fagurt, og ég skil Matthías vel, þegar hann yrkir: „Brosandi land fléttað af sólhýrum sundum, saumað með blómstr andi lundum, draumhýra land.“ Uelsingjaeyri stendur við Eyrar- sund, þar sem það er mjóst. Þarna er mjög stór skipasmíðastöð. Þar er einnig hinn frægi hallarkastali Krónborg. — Hann stendur á tanganum, þar sem sundið er mjóst. Kastali þessi er um- kringdur múrum, víggörðum og skurð- um. Hann var upphaflega byggður af Eiríki af Pommern á árunum 1420— -1430, til þess að tryggja Eyrarsunds- tollinn svonefnda. Öll skip, er um sund- ið fóru, urðu að greiða þennan toll. — Eyrarsundstollurinn var afnuminn 1857. Nú er Krónborg sjóminja- og siglinga- safn. Shakespeare lætur hið fræga leik- rit sitt Hamlet gerast í Krónborgarhöll. Dálítil gola var á sundinu og var hún þægileg eftir allan hitann á Sjálandi. — Tollþjónar voru í Helsing j aborg, en ekki skoðuðu þeir farangur okkar. Enga viðdvöl höfðum við þarna, en héldum áfram norðaustur Skán. Landslagið er mjög líkt og á Sjálandi. Skógurinn er Málverk af Selmu Lagerlöf í Marbacka. yfirleitt beyki, en er fremur lítill, vegna þess hve landið er þrautræktað. Hér skiptast á víðlendir akrar og engi með beykiskógabeltum á milli. Þéttbýli er mikið og bændabýlin falleg og reisu- ieg. Víða voru hjarðir svartskjöldóttra nautgripa. Við lögðum dálitla lykkju á leið okkar, til þess að skoða gler- verksmiðju á Skáni. Hingað til hafði leið okkar legið norðaustur um Skán, en frá Markaryd, þar sem við snæddum hádegisverð, lá leið okkar í norðurátt til Smálands. Nú breyttist landslagið smátt og smátt. —■ Fyrst er skógivaxin háslétta með vötn- um og mýru,m, en eftir því sem norðar dregur verður hæðóttara og jarðvegur grýttur víða. Þegar nær dregur stöðu- vatninu VSttern, (Veitur) eykst gróð- urinn og landið verður þéttbýlla. Aðal- atvinnuvegur í Smálandi er ýmisskonar iðnaður. Við komum til Halls hótels í Jönköping um kvöldið og gistum þar. Eftir kvöldverð gengum við út að skoða borgina. Hún stendur á mjög fögrum stað við suðurenda Vátterns. Kringum vatnið eru skógivaxnir ásar með bæj- um og þorpum. Sólarlagið þarna var eins og það getur fegurst verið heima á Fróni. Litirnir voru dásamlegir, þeg- ar sólin gjdlti himininn og sléttan vatns flötinn, rétt áður en hún seig til viðar. Það var líka fagurt, þegar húmið færð- ist yfir og ljósin voru kveikt allt í kring. Það var eins og ótal stjörnux í dökkum skóginum báðum megin vatns- ins. Þetta var dýrlegt kvöld. IV æsta dag liggur leið okkar til Austur- Gautlands. Gautland er stund- um nefnt í fornritum okkar bæði Vest- ur- og Austur-Gautland. Snorri Sturlu- íon kom til Vestur-Gautlands í fyrri utanför sinni. Helga Haraldsdóttir kona Harðar Grímkelssonar var frá Gaut- landi. íslenzk skáld vöndu komur sínar til Svíþjóðar, t.d. Sighvatur Þórðarson, Framh. á bls. 12. Gefjunarbruimur á Löngulínu. íslendingar hjá hafmeyjunni við Löngulínu. 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 6. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.