Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1964, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1964, Page 8
Hér er inngangurinn í húsakynni þau, sem rannsóknaskipu leggjendur General Motors vinna í. Hringstiginn er úr norsku graníti og er honum haldið uppi af stélstöngum, sem koma saman bæði í lofti og á gólfi. BYGGINGARLIST Framhald af bls. 1. flokkar Suður-Ameríku höfðu skilað, og lagt til mennirLgar Vesturálfu. Hinir evrópsku innflytjendur til Norð- ur-Ameríku fluttu þannig allt fram á 19. öld með sér byggingarvenjur sinna héimahaga, en á mjög frumstæðan hátt þó, eins og gefur að skilja. Byggingar- hættir Norðurálfu náðu þó að festa ræt- ur, allt frá austurströnd Bandaríkjanna til stranda Kyrrahafs í vestri, og sam- löguðust brátt hinum mjög ólíku staðhátt um hinnar víðfeðmu Vesturálfu. Ný- lendustíllinn svonefndi (Colonial Style) mun hafa borizt með hinu/m fyrstu holl enzku innflytjendum, en sú stílgerð ger ir enn í dág mjög vart við sig í öllum helztu byggðarlögum austanverðra Bandaríkjanna. Hefir þessari sérstöku stílgerð, sem setur svip á heil héruð, óg einnig í ýmsuim borgum, að sjálf- sögðu verið breytt all- verulega frá því er var á 17. öld, — einkum eftir að fag- menn komu til sögunnar, og er nú vel mótaður og sérstæður byggingarstíll, í miklu dálæti hjá þjóðinni. Danir, Svíar, Englendingar og Frakk- ar hafa og sett svip sinn á þá staði, er þeir fluttu til, og þá einkum í Mið- og Suðurríkjum. Fluttu þessi þjóðarbrot einnig með sér venjur sinna heima- stranda, sem einnig, er árin liðu, tóku á sig sjálfstæðari mynd, er aðstæður sköpuðu. En allt fram til okkar tíma hefir gætt mikillar íhaldssemi víðast hvar í gerð híbýla manna og húsakosts, og heildarmyndin þannig furðu lítið breytzt frá því byggðarlög innflytjend- anna tóku að mótast fyrir alvöru, — nema auðvitað þar sem iðnbylting 18. aldar skóp hinar stærri verzlunar- og iðnaðarborgir við miklar auðlindir. En sú þróun er aftur gjörólík, og ekki allt farizt þar jafn vel úr hendi og hið ytra kann að benda til við fyrstu sýn. Skipulag nær allra borga og stærri bæja er byggt á forn-grískum fyrirmynd um, hvort sem það er af tilviljun eða eigi. Nýlenduborgir Grikkja og síðar Rómverja voru homréttir byggingarreit- ir, skýrt gatnakerfi, vel markaðar að- albrautir og vel séð fyrir opnum svæð- nm og torgum. Þannig em einnig meg- inlínur í skipulagi þéttbýlisins í Banda- ríkjunum. En þó gætir áhrifa fornaldar þar í fleiru. Áberandi er, hversu byggingar stjórnarvalda — kirkjur, listasöfn og minnismerki — sækja fyrirmyndir enn þann dag í dag til súlna- og musteris- bygginga, með tilheyrandi marmara og skreytingum frá blómaöld og hámenn- ingu forn-grískrar byggingarlistar, en á litlar rætur í byggingarháttum nútím- ans. Ennfremur gætir mjög áhrifa þar frá Renaissance tímabilinu. Þessi þróun hefir mjög verið gagnrýnd af ýmsum fremstu arkitektum Bandaríkjanna á þessari öld, svo sem þeim Louis Sulli- van, John Root og Frank Lloyd Wright. Hafa 'þeir haldið því fram, að hér sé um algjöra uppgjöf að ræða á sjálf- stæðri listsköpun, er fjötri alla eðlilega þróun hennar, — en þeir hafa allir ver- ið í flokki þeirra, er skapað hafa nýtt viðhorf þjóðar sinnar, byggt úr jarð- vegi þeirrar þróunar, sem gjörbreyttir byggingarhættir 19. og 20. aldar hafa skapað. r V fyrri hluta 17. aldar varð enn vart gotneskra áhrifa á byggingarlist Ncrðurálfu, og leifarnar í byrjun 18. aldar höfðu tekið á sig mót í ýmsum verkum hinna ensku arkitekta Jones cg Christophers Wrens. Áhrifa þessara etisku arkitekta gætti mjög fljótt í Bandaríkjunum. Voru þá helzt kirkju- hús, — hús betri borgara og ýmsar op- inberar byggingar mótaðar í hálf-klass- ískum stíl með tilheyrandi ytra og innra skrautbúnaði. Svo varð það eftir amerísku bylting- una, að brátt vatrð þörf mikilla stjórn- arbygginga, en þjóðin vildi þá jafnframt losa sig við allt það, er benti til brezkra áhrifa, einnig í byggingarlist. Frakkar urðu nú helztu lærimeistararnir, en höfðu þá um líkt leyti gerzt fráhverfari hir um rígbundnu hálf-klassísku bygg- ingarháttum, er einkenndu svo mjög byggingarlíf meginlandsins. Þó hurfu Frakkar ekki að öllu leyti frá hinum klassíska stíl í höfuð-bygg- ingum sínum, þótt þeir gerðu hann nokkru einfaldari, en það var nóg til þess, að Bandaríkjamenn sáu sér færi á að losna úr viðjurn brezkra áhrifa, og sækja fyrirmyndir sínar — þótt í ■ meginatriðum væru svipaðar og áður — til Frakka. Um þetta leyti sóttu Bandaríkin til dæmis hinn fræga franska arkitekt og Ekipulagsfræðing, Le Enfant, til lands síns, og gáfu honum það verkefni að skipuleggja Washingtonborg, aðsetur stjórnarvalda landsins, en hún var þá fyrsta höfuðborgin, er skiplögð var svo til frá fyrsta húsi, Capitol-byggingunni, og út frá því. Le Enfdnt var einnig sá, er gerði hina miklu búlevarða Parísar, í geislastefnu út frá sigurboganum, en meéi líkum hætti er skipulag og gatna- kcrfi Washingtonborgar. I sjálfri upp- byggingu borgarinnar er hinn hálf-klass ískí stíll algjörlega ráðandi í öllum helztu opinberum byggingum, og enn í dag lítið vikið frá þeirri stílgerð. Jr róunin hélt áfram. Ný bygging- arefni voru takin í notkun. Stálið olli miklum byltingum, og skapaði alveg nýtt viðhorf í byggingu borganna. Skýja kljúfarnir eru afkvæmi þeirrar bylt- ingar. Fyrsta háhýsi, þar sem stálgrind- in er uppistaðan, var reist í Chicago- borg árið 1883, eftir uppdráttum Will- iams LeBarons Jennys — og er þeim byggingarhætti síðan haldið áfram, mest fyrir tilstilli Louis S.ullivans, þess er að framan gat, og var í fremstu röð arkitekta sinnar samtíðar, og einn þeirra er var frumherji í sköpun sjálfstæðrar byggingarlistar í heimalandi sínu, — að þó ógleymdum Buckminster Fuller, er var meistari í meðferð hins nýja efn- is, stáls, í byggingum og hinu nýja bygg ingarformi, er með því hófst. Frank Lloyd Wright, var einnig sá, er strax í byrjun ferils síns barðist hörkulega fyrir nýrri stefnu og sjálfstæðri sköp- un í byggingarlist, enda hefir hann með verkum sínum heima og erlendis skapað sér sess, sem einn merkilegasti og frjó- asti listamaður samtíðar sinnar á þessu sviði. • Öll iðnvæðing aldarinnar hefir máske mótað byggingarlist Bandaríkjanna hvað mest. Bandaríkin eru vafalaust öðrum þjóðum fremri í tæknilegum framför- um á hverju sviði. Húsakostur þjóðar- innar, eins og búið ér í haginn í dag, ber þess ljósan vott. Allt, sem til þæg- indaauka er gert, í algjörri vélvæðingu og tæknilegum búnaði heimilanna, hef- ir áhrif á þá umgerð og vistarverur mannfólksins, sem híbýlin eru, og skap- ar sjálÆstæð^in byggingarstíl, byggðan á kröfum tímans og framfara. Rótgrón- ar og ólíku eldri menningarþjóðir hins gamla heims hafa þar oftast verið eft- irbátar og sækja í þeim efnum fyrir- myndir til hins nýja heims. Á árunum frá 1939 til 1960 breytist viðhorfið mjög. Þá er byrjað að líta raunsæjum augum á hlutverk, tilgang og eðli hverrar byggingar, og fjölbreytt ir möguleikar sköpuðust með tilkomu nýs byggingarefnis á margvíslegan hátt. Bandaríkin voru þá enn í deiglunni, og fikruðu sig áfram mestmegnis með evr- ópskum fyrirmyndum í byggingarhátt- um. En á þessum árum verða mikil straumhvörf. í gerð meiriháttar iðn- bygginga skapar hinn þekkti arkitekt stríðsáranna, Bandaríkjamaðurinn Kahn nýtízkulegan húsakost, sem síðan er hafður til fyrirmyndar. Má þar til dæm- is nefna hipar miklu bifreiðaverksmiðj- ur Dodge í Detroit. Byggingar hans bera vott næmum skilningi á ætlunarverki, efnismeðferð og umhverfi, — raunsæ listsköpun, um leið og tæknilegum og hagrænum lögmálum er hlýtt. Síðan korna byggingar. landa hans Belluschis í Portland, — byggingar Ed- v/ards D. Stones, er m.a. teiknaði Muse- um of Modern Art í New York — bygg- ingar hins austurríska meistara Richards Neutra í Lös Angeles og víðar. Enn- fremur margvíslegar byggingar hins finnska snillings Eero Saarinens er valda miklum' straumhvörfum, og vak- ið hafa athygli langt út fyrir mörk Bandaríkjanna. Og auðvitað má hér ekki heldur gleyma áhrifum aldursfor- seta bandarískra arkitekta á þessu tíma- bili, meistaranum Frank Lloyd Wright. og byggingum hans heima og erlendis. Á árunum upp úr seinni heims- styrjöld kemur svo hver byggingin annarri athyglisverðari, þar sem byggt er á grundvallaratriðum efnismeðferð- ar og kröfum hins nýja tíma í bygging- arlisl, og auðvitað gætir þar áhrifa fleiri en þeirra, er að framan eru nefndir. Mikið var stöðugt ritað og rætt um nýj- ar stefnur í byggingarlist, er mótaði störf hinna yngri húsameistara í Banda- ríkjunum. Af Evrópumönnum var Le 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.