Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1964, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1964, Síða 13
Valentina Tereshkova ÞRJÁ DAGA ÚTI í Fyrstu kynni mín af flugi voru fallhlífastökk. Það sr til klúbbur, sem iðkar þau í Jar- jslavl, borg skammt frá Tvfoskvu, en þangað hafði ég flutzt, ásamt fjöl- skyldu minni, eftir stríðið, og vann þar í vefnaðarverksmiðju. Ég stökk fyrst úr f^llhlíf, 21. maí 1959, og fékk mikinn áhuga á þessari íþrótt Eftir geimferð Jurí Gagaríns, 12. apríl 1961, fór ég að hugsa um geim- ferðir fyrir alvöru. Þetta nýja orð, „geimfari“, festist í hugum okkar allra í fallhlifaklúbbnum. Svo var það haust ið 1961, að maður £rá Moskvu kom V heimsókn til okkar. Hann sagði nú ekk- ert um erindi sitt, en við höfðum það einhvernveginn á tilfinningunni að heim sóknin stæði í einhverju sambandi við þetta dularfulla orð, „geimflug". Hann átti viðræður við okkur öll. „Hverju mynduð þið svara ef ykkur byðist tæki- færi til enn alvarlegra fallhlífarstökks?'* spurði hann mig. Ég man að ég svaraði: „Eg vildi gjarna geta geíið mig alfarið að flugi“. Svo fór hann, en við vorum öll afskaplega spennt. Skömmu seinna fékk ég skeyti, sem svo hljóðaði: „KOMDU TIL MOSKVU. ÁRÍÐANDI“. Þetta var frá nefndinni, sem valdi geimfarana. Ég skal játa, að þegar ég hitti fyrst geimfarana, var ég heldur betur tauga- óstyrk. Tveir þeirra, Gagarín og Títov voru þegar heimsfrægar hetjur. Þeir höfðu farið gegnum langt og mjög tæknilegt nám. í þeirra augum voru „mið'iflóttarúmið“ og „einverurúmið“ hversdagsleigir hlutir, en ég hafði hins vegar aðeins fáein fallhlífarstökk til míns ágætis. E g hitti þá í fyrsta sinn, eftir kvöldverð strax sama kvöldið sem ég kom til „geimfaraborgarinnar". Sumir voru að leika billiard en aðrir að horía á sjónvarp. Einn var að gera teikningar. Jafnskjótt og þeir sáu mig, komu þeir og heilsuðu mér og leiddu mig til sætis í þægilegum hægindastól. Eftir stutta þögr. og svo fáein orð um daginn og veg inn, fórum við að kynnast, og brátt var eins og við hefðum þekkzt ævilangt. í stórum dráttum séð var æfingakerfi mitt mjög líkt þeirra kerfi. Það erfið- asta fyrir mig var líkamlega áreynslan í því, en ekki sú andlega. Ég hef alltaf haft sterka heilsu og enginn getur sagt, að mig skorti hugrekki. Samt var það svo, að líkamsæfingarnar gengu aldrei eins vel og ég hefði kosið. Sérstaklega voru það brettisstökk og önnur stökk, sem voru heldur léleg hjá mér. Menn reyndu að gera lítið úr mistökum mín- um, en ég vissi vel, að kennararnir mín- ir töldu mig „ólíklega“ í hópi kven-sjálf boðaliðanna. Efég væri spurð, hverjir hafi ver- ið merkustu viðburðir fyrir geimförina, mundi ég segja, að það hefði verið við- tal við aðalteiknara geimifarsins okkar, en það viðtal fór fram eftir tvíflug þeirra Adríans Nikolayevs og Pav- els Popovich, sumarið 1962. „Jæja, nú kemur til kasta ykkar stúlkn anna“, sagði hann. „Flug Vost- oks III og Vostoks IV hefur sannað, ekki aðeins, að geimför okkar geta verið lengi á lofti, heldur og að við getum sent upp tvö eða fleiri þessara mönnuðu geimfara í einu. Geimferðir til annarra reikistjarna munu taka mán- uði eða jafnvel ár. Þannig flug væri erf- itt fyrir karlmann að fara aleinan”. Og svo bætti hann við, hálfbrosandi: „Hon um mundi líka leiðast, ef hann hefði ekki samifylgd konu.“ Ég fór til brottfararstaðarins í Baik- onur, Kasakhztan, 27. maí. Það var mjög átakanleg reynsla fyrir mig og ég vildi hafa móður mína hjá mér, en hún hafði stöðugar áhyggjur af vellíðan minni. Hún fórnaði sér algjörlega fyrir mig, eldra bróður minn og yngri systur mina, einkum þó eftir að faðir minn hafði fall ið á vígvellinum, þegar hún var aðeins 27 ára gömul. Það var enginn timi til að hitta hana í Jaroslavl, áður en ég lagði af stað, svo að ég varð að tala við hana í síma. E g sagði ekki orð við hana um geimferðina, en í staðinn sagði ég henni, hlífaliði ríkisins, til þess að taka síðar þátt í meistarakeppni. Hún trúði mér ekki almennDega. Litla hugmynd haifði hún um það, að grunur hennar yrði staðfestur tveim vikum síðar, að kvöldi hins 14. júní. Einu sinni, þegar ég hafði farið heim til Jaroslavl, með bláan mar- blett á andlitinu, sagði ég mömmu, að ég hefði fengið hann í tveggjamanna- stökki, og að félagi minn, Valery Byk- ovsky, hefði óviljandi sparkað í mig. Mamma gat ekki gleymt þessu og nótt- ina 14. júní varð hún andvaka, þegar hún heyrði, að Bykovsky hefði verið skotið út í geiminn! Brottför mín, sem varð tveim dögum eftir að Bykovsky lagði af stað, var æði fljótleg og spennandi. Sjálft geim- farið va.r glæsilegt og glæsileiki þess dró nokkuð úr stærð þess í mínum aug um, og það var ekki fyrr en ég stóð alveg hjá því, að ég gerði mér ljóst hve geysistórt það var í raun og veru. Þegar ég var komin inn í hylkið, heyrði ég rödd Júrí Gagarins: „Máfur! Máfur! Þetta er Dögun“, sagði hann og spurði mig síðan, hvernig mér liði. „Dögun, mér líður ágætlega“, svaraði ég og það var ekki nema satt. Ég fann að ég var fulltrúi allrar kvenþjóðar heims. Ég var mjög hreykin. I) rottfararmerkið var gefið kl. 9.30 eftir Greenwiohtíma. Brottfararhávaðinn hefst með lágum drunum, líkast þrumum í fjarska. Eld- flaugin titraði, skellirnir urðu hærri og meira glymjandi. Snögglega heyrði ég mína eigin rödd kalla: „Ég er komin af stað!“ og svo heyrði ég í útvarpstækinu í klefanum vingjarnlega rödd „Dögun- ar“, kalla í mig. „Eldflaugin gengur á- gætlega og allt er í lagi. „Alla þessa 125 milljón mílna ferð var ég í stöð- ugu loftskeytasambandi við vini mína á jörðu niðri. Ég fékk brátt þessa undursamlegu til- finningu að vera þyngdarlaus. Þetta gerist án nokkurra óþæginda. Allt í einu finnst manni hendur og fætur manns verða afskaplega létt og þau taka að hreyfast, án nokkurs átaks. Og geimfar- ið tekur mjúklega við, þegar það er snert. Það var ánægjuleg tilhugsun, að þeesi heljarstóra og margbrotna vél skyldi hlýða minnstu snertingu handa minna. Það er ógleymanleg sjón að koma inn í skugga jarðar. Ég sé það enn ljóslif- andi fyrir mér og myndin ber alla regn- bogans liti. Maður flytur sig úr einum litnum í annan, hægt og hægt og í sömu röð og þeir eru í litrófinu. Fyrst koma blá strik með miklum Ijóma, fyrir aug- un. Svo breytast þau í sterkan, rauð- gulan lit, síðan í grænt með ofurlitlu Tereshkova og Nikolayev skiptast á liringum við brúðkaupið á síð'asta ári, en gifting geimfaranna var stærsti viðburður sinnar tegundar í Moskvu um langt árabiL Tereshkova fór 48 hringi umhverfis jörðu og sá sólina risa 16 sinnum á dag. gulleitu í. Næst verður himinninn svart- ur, og maður fer að sjá stjörnurnar, serrt virðast alveg eins og þær sjást frá jörðu. Þær eru svo langt frá okkar reiki stjörnu, að stærðin breytist ekkert, ekki einu sinni þega.r horft er á þær svona langt úti í geimnum. M ér þótti vænt um að vita hann Valery, kunningja minn, í aðeins einnar eða tveggja mílna fjarlægð. Oft var það, þegar við komum út úr jarð- skugganum, að við sungum ljóð um sól- aruppkomuna, því að þessi hluti leiðar- innar líkist mjög sólaruppkomunni á jörðu niðri. Dökkgráar línur taka að lýsast og breytast svo í rauðgulan lit og skýin eru eins og ljósgrátt flauel. Slíkri sjón sem þessari er óhugsandi að líkja eftir niðri á jörðunni — jafnvel ekki á kvikmyndatjaldi. Svona var ánægjan af fyrsta ævintýri mínu í geimnum. Ég segi fyrsta, því að ég hef ákveðið að helga líf mitt geim- vísindamálum. Fordæmi vina minna, sem eru þegar giftir og fjölskyldumenn og búa sig samt undir geimferðir til fjar lægra reikistjarna, hafa styrkt fyrirætl- anir mínar og tilraunir. Ég vona bara, að mér gangi eins vel og þeim hefur gengið. FYRIR 100 ÁRUM Þann 27. júlí 1863 andaðist Jón Sigurðsson prestur að Kálfholti á 64. aldursári, borinn að Bægisá 12. okt. 1800. Við fæðingu hans kvað þjóð- skáldið Jón Þorláksson þessa alkunnu visu: Á Bægisá ytri borinn er býsna valinn kálfur. Vænt um þykja mundi mér, mætti ég eiga ’ann sjálfur. Foreldrar hans voru kölluð Sigurð- ur nokkur Hálfdánarson og Helga Magnúsdóttir ráðskona sr. Jóns á Bægisá. Ólst hann þar upp og út- skrifaðist úr Bessastaðaskóla 1826. Hann vigðist 1830 aðstoðarprestur að Kálfafelli í Fljótshverfi, síðar voru honum veitt Reynisþing, seinast Kálf holt. Jón prestur var hreinskiptinn og vinsæll maður, þrekmenni og skáld gott, þótt hann temdi sér það lítt. 6. tölublað 1964. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.