Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Síða 5
Af þeim 12.000 ritum, sem að meðaltali eru gefin út ár- lega í Frakklandi, má telja 4.600 til bókmennta — og af þeim eru um 2.300 rit góðar bókmenntir. Þetta merkir, að í viku hverri eiga rúm- lega 40 bækur skilið að vera teknar til meðferðar af gagnrýnendum, ef þeir hefðu til þess nauðsynlegan tíma og þrek. Þetta voru að minnsta kosti tölumar sem Jean Blanzat lagði fram á alþjóðlegri ráðstefnu bókmenntagagnrýnenda í París á liðnu ári. Af umræddum 2.300 höf- undum fá í hæsta lagi nokkur hundr uð þær viðtökur í blöðunum, sem þeir verðskulda, en hverfa síðan aft- ur inn í skuggann, þar sem svo marg ir af starfsbræðrum þeirra eru eilif- lega duldir. Svo eru aftur viðurkenndir höfundar, sem eru stöðugt í fréttadálfcurh dag- blaðanna, jafnvel þegar ekkert kemur frá þeirra hendi,' og þeim mun frekar þegar síðasta veirk þeirra kemur á mark aðinn. bess vegna þarf það ekfci að koma okkur á óvart, að einustu frönsku rithöfundarnir sem nú er rætt um í Par- ís (og það er jafnvel talsverður hiti í þeim umræðum) eru hinir margumtöl- uðu höfundar Jean-Paul Sartre, Sim- one de Beauvoir og Louis Aragon. F yrst er þá að nefna Sartre, sem hálfpartinn gegn vilja sínum hafði ver- ið gerður að leiðtoga „skóla“ þar sem kennslustundirnar fóru fram í kaffi- liúsunum og næturklúbbunum, gem hann var löngu hættur að saekja (ef hann hafði þá nokkui'n tíma sótt slíka etaði að ráði), vegna þess að sú lífslist, eem öll heimspeki leiðir lil (og þá eink- anlega existensjalisimi Sartires), hafði úr- kynjast hjá afvegaleiddum lærisveinum hans og var ekki orðin annað en eft- irsókn eftir auðveldu og áhyggjulausu lífi. Svo er það Simone de Beauvoir, lags- kona Sartres, fyrrverandi prófessor í heimspeki, sem hafði fengið hlutdeild í dýrðarljóma Sartres, en ekki látið það etíga 9ér til höfuðs, þó ljóminn væri vissulega meiri en rithöfundum almennt fellur í skaut. Loks er það svo Aragon, sem líka hefur í fylgd með sér konu, er verið hefur nátengd lífi hans og list: Elsu Triolet. Aragon er einn af hinum miklu Ijóðskáldum Frakklands. Hann kvaddi umsvifamikinn súrrealismann á þriðja tug aldarinnar og gerðist harðskeyttur og herskár kommúnisti. Vegna óvenju- legra persónutöfra sinna, mikillar skáld- gáfu og frábserrar listar hefur hann ekki orðið fyrir alvarlegu hnjaski af uppljóistrunum um ógnir Stalins-tímans. E ins og við átti, voru bæði rit þeirra Sartres og de Beauvoirs, sem eru bindi í sjálfsævisögum þeirra — „Les Mots“ (Orðin) og „La Force des Choses“ (Vald atvikanna) — gefin út af forlagi Gallimards og með aðeins nokkurra mánaða millibili. En þar með er lika upptaiið það sem þessar bselkur eiga sameiginlegt. f „La Force des Chos- es“, sem er framhald á „Mémoires d’une Jeune Fille Rangée“ (Minningar skyldu- rækinnar dóttur) og „La Force de l’Age“ (Broddur lífsins), er Simone de Beauv oir komin fram á efri ár — þar sem aft- ur á móti Sartre, sem er nýbyrjaður að rita seviminningar sínar, er enn að fást við bernskuárin í „Les Mots“. „Les Mots“ er stutt bók, einkanlega þegar Sartre á í hlut, þvi venjulega hef- ur hann svo litlar hömlur á hugmynda- auðgi sinni, að honum virðist ómögu- legt að vera stuttorður. (Sem dæmi um það má nefna bókina „Heilagur Genet: leikari og píslarvottur“, sem upphaflega átti að vera inngangur að „Heildarverk- um“ Jeans Genets, en varð sjálfstætt rit upp á 600 bls). „Les Mots“ er hins veg- ar þéttriðið ritverk og sérlega auðugt að nákvæmum lýsingum á smáatriðum. Sartre lýsir bernsku sinni innanfrá og endurskapar hana í raun og veru: stundum segir höfundurinn meira um hana en hann gæti með nokkru móti hafa fest sér í minni. En skarpskyggni hans og skilningur vega upp á móti ótraustu minni. Hið skarpgreinda og öryggislausa barn, sem rís upp af síð- um bókarinnar, er kannski ekki alveg eins næmt og maðurinn, sem það síðar varð, en myndin er eigi að síður trú- verðug — hún kemur a.m.k. heim við tímann þegar hún var dregin upp. Þann- ig sér Sartre sjálfan sig þegar hann lít- ur til- baka, og þannig hefur hann ver- ið síðan í öllum aðaldi'áttum. Hvers vegna ber bókin nafnið „Les Mots“? Vegna þess að í beirnsku áleit Sartre oi'ðin vera sönnustu og áreiðan- legustu hluti sem til væru. Eftir að hann hafði uppgötvað heiminn fyrir til- verknað málsins, hélt hann að málið væri heimurirm, að því er hann segir sjálfur. Og þessa blekkingu lifði hann við langt firam á fullorðinsár, allt þang- að til hann hafði lokið við „La Nausée“ (Velgjan), sem kom út árið 1938. „Þri- tugur að aldri“; segir hann, „vann ég það athyglisverða afrek í „La Nausée“ að lýsa (í fullkominni einlægni, megið þið trúa) liinni óréttlætanlega andstyggi legu tilveru meðbræðra minna, en hélt minni eigin tilveru algei'lega út af fyr- ir sig.“ S artre heldur því fram, að köllun hans hafi verið þröngvað upp á hann után frá, hann hafi ekki sjálfur kosið að verða rithöfundur. „Það var ekki fyrr en seinna, að ég varð uppreisnarmaður, eftir að ég hafði gengið út á yztu nöf í undirgefni.“ Þegar gömul kona, sem var kunnug fjölskyldunni, sagði: „Þetta bam á eftir að skrifa“, og þegar afi hans, Karl Schweitzer (ættfaðir og eini karlmaður fjölskyldunnar), hafði opin- berlega veitt samþykki sitt, fór litli Jean-Paul að skrifa, eftir að hann hafði lesið býsnin öll af bókum. „Fullorðna í Frans fólkið, sem hafði vald yfir mér, benti á stjörnuxra mina; ég sá ekki stjörnuna, en ég sá fingurinn; ég trúði á þá, sem þóttust trúa á mig.“ Meðan harm var að skrifa sögur sínar — stælingar á bókunum sem hann hafði mætur á — dreymdi hann imi fram- tíðarverk sín og jafnvel um frægð sína, sem hann mældi við frægð mestu manna bókmenntasögunnar, en ímyndaði sér samt að hún kæmi ekki fyir en eftir dauða hans. Þetta gefur að nokkru leyti skýringu á því, hve óánægður hann virðist vera, jafnvel þegar honum geng- ur allt í haginn, og það er lika skýring- in á því hve mikið far hann gerir sér um að halda velgengninni sem lengst frá sér. Þetta viðihorf hans skýrir einnig sérkennilega mótsögn, sem hann við- ui'kennir sjálfur: þó hann haldi því fram að hann skrifi aðeins fyrir sam- tíð sína, gremst honum hve mikið otrð fer af honum. Af þessu sprettur sú þörf hans að breyta draumum sínum, svo að hann geti haldið áfram að njóta þeirra. „Þar sem möguleikinn á að deyja óþekktur hefur gengið mér úr greipum, tel ég mér stundum trú um að ég sé lítið Jean-Paul Sartre 15. tölublað 1964 / LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.