Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Qupperneq 7
eCe®l»óh ftGfettmiar Fagur gripur er æ til yndis Er þetta tilvonandi „Ung-frú ís- 'land?“ (þ.e. stúlkan til hægri á myndinni. Varaforseti Krabba- klúbbsins, Jón Jónsson, sendi okkur merki- legt boðskort ekki alls fyrir löngu og bauð okkur að vísi- tera kvöldvöku hjá klúbbn- um. Lét varaf orst j órinn jafnframt fljóta með þau skilaboð á bréfsnuddu, að á umræddri kvöldvöku mundu gerast mikil undur, sem pressunni þætti vafa- laust matur í. Vart höfðu þessi dularfullu skilaboð borizt okkur fyrir s.iónir, er að okkur setti ónota- legan beyg, því að við þóttumst sannfærðir um, hvar fiskur lægi undir steini —• og sáum fyrir okkur draugagang mik- inn og ferlegan. Við hertum samt upp hugann og afréðum að láta skeika að sköpuðu. Krabbakiúbburinn er til húsa í nýtízkulegum skála í útjaðri borgarinnar. Sem við stóðum úti á hlaðinu eitt fagurt vor- kvöld í apríl bárust rafmagn- aðir bítiltónar út í kvöldkyrrð- ina. Þeir endurómuðu-ómuðu- ómuðu í nágrenninu eins og kunnuglegt bergmál af víð- þekktri •vælukjóatónlist. F orstjórar og æðsta ráð klúbbsins settu á svið móttöku- athöfn í forsalnum okkur til handa. Að lokinni ræðu vara- forstjóra klúbbsins var gengið fylktu liði í salinn, þar sem klúbbþegnar biðu þess með mikilli eftii'væntingu, að hin miklu undur hæfust, sem okk- Ur höfðu áður verið tjáð. Allt voi'u þetta unglingar á aldi'inum 14 til 16 ái'a. Klúbb- urinn heldur slíkar kvöldvökur öðru hverju, og hafa klúbbþegn ar allan veg og vanda af ým- iss konar skemmtiatriðum milli þess sem dans er troðinn. f lög- um klúbbsins er greinilega tek- ið fram, að reykingar séu stranglega bannaðar, sömuleið- is allar samvistir við 3akkus. Klúbbþegnar virða reglur þess- ar vel; að öðrum kosti vofir br'ot.tvísan úr klúbbnum yfir höfði. Forseti Krabbaklúbbsins, Helga Gísladóttir, tók nú til máls og tilkynnti, að nú væri stundin komin. (Klapp — E r fríðleiksgyðjurnar höfðu snúið sér nokkra hringi vegna áskoirana stilltu þær sér upp fyi'ir enda salarins og brostu faguilega til viðstaddra. Siðan hurfu þær á braut. Sýn- ingunni var iokið. Sýningin hlaut m.iög lofsam- lega dóma, og ræddu menn „Að' lokum stilltu fríðleiksgyðjurnar sér upp og brostu fagurlega tii viðstaddra .... ljósin deyfð). Inn í salinn sigldi nú ein fríðleiksgyðja, Vigfúsína Ing- ólifs. Hún bar sólgler fyrir aug- um, þannig að um fegurðina var eigi hægt að dæma. Veltu menn því fyrir sér, hvað byggi bak við myrkur svartra sól- glei-ja, en svarið fékkst aldrei, því að sólglerin tvö voru eins og lokuð hansagardína fyrir aug- unum, sem með réttu hafa ver- ið nefnd glugigar sálarinnar. V igfúsina ávarpaði við- stadda og sagði nokkur^deili á því, er fram ætti að fara. — Þetta er sko tízkan árið 2014, sagði Vigfúsína, og nú sjáið þið einkar hentugt fat, sem verður mjög vinsælt um það leyti. í þeim svifum birtist Jónsína Jóns, innpökkuð í peysu, sem auk þess að gegna sínu venju- lega hlutverki var og höfuðfat. Einkar hentugt, eins og Vigfús- ína benti réttilega á. — Þessi klæónaður er óneit- anlega virðulegfi, sagði Vigfús ina, um leið og Arnljót 3ald- vins gekk í salinn í dragsíðri hempu, biksvarti'i. — Svart er alltaf svo klass- iskt, þið vitið, — en samt lik- aj- mér nú alltaf betur svona látlaus pils og blússa .... Sigga Eiríks, lágvaxin, nett og elegant, hengslaðist inn og í kjölfar hennar sigldi Stefanía Þórðar, ögn fyrirferðarmeiri. Þær sýndu tvennskonar af- brigð'i af sama fatinu. Vigfúsina ræskti sig og sagði: — Og svo kemur nú rúsín- an í pylsuendanum .... Tnn í salinn sveif Arna Ás- geirs með siarmerandi tilþrif- um. brosandi eyrnanna á milli, en það hafði hún lært í tízku- skólanum „Laufið“. um það sín á miili, að hefði skáldið og fagurkerinn, er mælti þau fleygu orð, að fagur gripur væi'i æ til yndis, verið viðstaddur og leitt augum þann takmai'kalausa yndisþokka og þá fegurð, er bar fyrir sjónir í Krabbaklúbbnum þetta fagra og kyrrláta kvöld í aprílmán- uði, þá hefði hann fortakslaust fallið í stafi af hrifningu — já, og kannski undrun lika! „1 þeim svifum birtist Jónsína J óns, innpökkuð í pcysu % 15. tölublað 1964 - LESBOK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.