Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Síða 10
----------- SÍMAVIÐTALID ----- Svikin loforð á samvizkunni Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins Spurningunni svarar frú Sig- ríður Bjarnadóttir, eiginkona Eðvalds Hinrikssonar, nuddara, Freyjugötu 28. Argentiskur smáréttur 1 stk. þríkanta feitur ostur, skorinn niður í skál (eldfast gier), 1 egg brotið yfir. Því næst er rjóma hellt yfir, það mikið að hann þekji ostinn og eg'gið^ þá salt og örlítið af- pip- ar. Skálin sett í ofn 15-20 min- útur. — Puntað með klipptu persille eða öðru graenu um leið og skálin er tekin úr oifninum. Borið fram rjúkandi heitt. Þessi réttur er í miklu uppá- haldi hjá manninum mínum og ber ég hann oft á borð bæði fýrir hann og einnig fyrir gesti. Hér er svo uppskrift af þeirri fæðu, sem ætti að vera á hverju einasta heimili, f*yrir unga og gamla, bæði holl og góð fæða, en því miður held ég að of fáir muni eftir að notfæra sér hana. Það er allt- af tilhlökkun að koma heim eftir langan og erilsaman vinnu dag, ekki sízt ef síldin er á borðum. Síldarflök — marineruð 6 síldarflök, 1 msk. sinnep, 1 laukur, negulnaglar. Lö’gurinn: 1 glas borðedik, 1 glas vatn, 14 gulrót, 2 lárberja- lauf, 12 piparkorn, 5 msk. syk- ur, 2 laukar, Vz sítróna.. Lög- urinn soðinn í 2 mínútur. Síldarflökin þvegin vel og látin vera í vatni eða mjólk yfir nótt, Þá eru flökirf* þveg- in aftur og þerruð með pappírs þurrkum. Smurð með sinnepi að innan, laukurinn mjög smátt saxaður og látinn yfir sinnepið. Flakinu rúllað saman, frá haus til hala, fest saman með neg- ulnagla. Síldinni raðað fallega í glæra krukku og gulrætur- sneiðar lagðar ofan á ásamt lauk- og sítrónusneiðum. Þá er leginum, sem áður hefur verið alveg kældur, hellt yfir. Látið standa í 24 tíma. Heitar kartöflur, smjör og vel seytt rúgbrauð borið á borð með þessu. xxxxx. (leyninúmer). — Jón Eyþórsson. —Góðan dag. Þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Hvern ig finnst yður veðrið? — Mér finnst það gott, en heldur mikið gert úr því, að þetta sé svo einstakur vetur. Hvernig var veturinn í fyrra? Það er eins og allir séu búnir að gleyma því, hve góður hann var. Að vísu hefur verið held- ur hlýrra en í fyrra, en það var líka afbragðsvetur. Að und anteknu páskahretinu, var á- gætt veður alveg frá jólum. Núna hefur verið stanzlaust góðviðri síðan um nýár. Við sluppum við páskahretið, en dálítið hefur kólnað í veðri upp á síðkastið. Annars er ég orðinn dauðleiður á mönnum, sem spyrja mig um veðrið, ekki sízt blaðamönnum. — Þér eruð heima núna. Hvað hafið þér fyrir stáfni? — Ég sit við prófarkalestur. Ég hef verið að vinna alla helgi daga og frídaga að undanförnu. Prófarkirnar eru af bók, sem ég hef þýtt fyrir Almenna bóka- félagið. Hún nefnist Só,larlönd Afríku og er af bókaflokki þeim, sem AB hefur verið að gefa út um ýmis lönd og þjóð- ir. Bókin fjallar um ríki Mið- Afríku þ.e. milli hvarfbauga, einmitt þau lönd, sem vaðið hafa uppi í fréttum að undan- förnu. Ég tel, að þetta sé góð bók og fróðleg. Um síðustu alda mót voru menn miklu fróðari um Afríku en nú gerist. Þá komu út bækur um Afríku, sem voru mikið lesnar. Þær voru mjög ævintýralegar, en kannske ekki eins sannsöguleg- ar. Þær voru eftir Rider Hagg- ard og komu neðanmáls í Lög- bergi og meðal annars gerðu það blað ákaflega vinsælt hér á landi. Svo komust þeir í Alma- nak Þjóðvinafélagsins bæði Stanley og Livingstone. Þegar ég man fyrst eftir mér, fylgdist alþýða manna hér á íslandi al- veg furðanlega vel með ferð- um þessara manna. — Hafið þér verið að skrifa fleira að undanförnu? — Já, það er að koma út Árbók Ferðafélagsins um Aust- ur-I-Iúnavatnssýslu, sem ég hef tekið saman. Hún kemur núna um sumarmálin. Svo á ég þátt í að koma Jökli, tímariti Jökla- rannsó'knarfélagsins út. — Ætlið þér að ferðast mik- ið í sumar? — Sá hængur á er á því, að ég hef daglegum störfum að gegna hér í bænum og hef því takmarkaðan tíma eins og aðr- ir. Stundum hef ég meira að segja ekki getað notað sumar- leyfið til þess að vera 'undir beru lofti, vegna þess að ég hef haft einhver svikin loforð á samvizkunni, sem ég hef þurft að vinna að. Ætli ég farj samt ekki upp í Jökulheima í sumar. Þar er ókkar bækistöð. Þar verð ég að minnsta kosti hluta af frí inu inga), og ef þarna er ekki l á ferðinni útflutningsvara k sem ætti að renna út, þá t er ég illa svikinn. Þjóðlaga- / músíkin nýtur mikilla vin- J sælda beggja vegna Atlants- hafsins um þessar mundir, og eftir því sem ég hefi næst komizt (og ég hefi athugað málið vel) þá er auðveldara að finna nál í heystakki held ur en að finna flókk í Evr- ópu, sem er betri á þessum vettvangi heldur en Sav- annatríóið. essg. — Ætlið þér svo að nota hinn hlutann til að vinna úr því, sem þér hafið á prjónunum? — Já, ég er alltaf með fullt af sviknum loforðum á prjón- unum. Annars er varla hægt að spyrja nema rikislaunaða rit höfunda um það, hvort þeir séu að skrifa eitthvað. Ég og minir líkar verðum víst aldrei taldir rithöfundar, þótt við skrifum nokkrar bækur, og fá um aldrei listamannalaun. Við andlátsfregn Kennedys Drúpir nú höfði heimur helfregnar lostinn sorg, napur berst bölvasúgur um byggðir landa og torg. Hniginn er göfgi glæstur, genginn í dauðans sal blysberinn frelsis og friðar — fallinn í kaldan val. Gunnreifur stóð í stafni studdur af bjartri trú. Framundan fegri veröld fagnaf5i ég og þú. Kvað þá við kúlnaþytur, kveinaði blóðug jörð; enn varð á aldaferli undarleg fórnargjörð. Svifaði að svartur skuggi, sortnaði hin bjarta strönd, lengur ei lífsins merki lyfti hin sterka hönd. Musterin mennta gnæfðu myndug og köld við ský, en fátæku blökkubömin brustu í grát á ný. I.Þ. T“ Svavar Gests skrifar um: ÝJAR TUR SAVANNA-tríóíð: Aust- an kaldinn/Bjarni bróðir minn/Það er svo margt Hav ah Nageela. Þetta er önnur plata Sav- annapiltanna, hin fyrri kom út seinni hluta síðasta árs og^seldist vel, enda Savanna tríóið orðið þekkt um land allt fyrir góðan söng. Þessi síðara plata er mun betri en hin fyrri, söngur allur hreinni, endatónum haldið út og txetaframburð- ur með slíkum ágætum í öll um lögunum að állir aðrir, sem eru að dunda við að syngja inn á plötur, dans- músikfólk sem klassikerar, kórar sem einstaklingar gætu lært mikið af plöt- unni. En þarna kemur líka til greina góð hljóðritun, en það verk mun vera unnið af tæknideil d Ríkisútvarps- ins. Hefur þeim tekizt mjög vel upp hér, söngur og und- irleikur blandast vel í öll- um lögunum. Óþarfi er að minnast á lög eða texta, þetta þekkja allir, nema hvað lagið Bjarni bróðir minn er eftir einn af Ttinum ungu söng- mönnum, Þóri Baldursson. Er lagið í þjóðlagastil, ágætt. Með hinum íslenzku lög- um á þessari plötu, lögun- um á fyrri plötunni og nokkrum í við'bót hefur myndast grundvöllur fyrir tólf tommu plötu (33 snún- SAVANNA- tríóið mono LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.