Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Síða 12
SOVETKONAN .Framhald af bls. 9 í þorpinu. Öll 33 börnin voru í fasta svefni, hvert í £Ínu rúmi með fiður- sæng ofan á sér. Lagleg hálfþrítug kennslukona stjórn aði barnagarðinum með aðstoð tveggja sérmenntaðra stúlkna. Hún sýndi mér vinnubækurnar barnanna, með fyrstu, erfiðissömu tilraunum þeirra til stafa- gerðar, og svo broddgeltina tvo, sem þau höfðu sér til skemmtunar. Úti fyx- ir var stór garður, þar sem grasið var til að gera verkið. En nú á dögum eiga bælt af mörgum smáum fótum, og í einu hominu var leikvöliur með renni- braut, þremur rólum og sandkassa. „Að ári ætlum við að byggja nýjan barnagarð", sagði forstjóri samyrkju- búsins við mig. „Það verður fyrsrta bygg ingin okkar með vatnsleiðslum og mið- stöðvarhitun, en okkur finnst áríðandi að geta létt af mæðrunum, svo að þær geti stundað vinnu síná.“ Þessar stofnanir eru vitanlega prýð- isvel skipulagðar, þar sem þær á annað borð eru tO, en þær eru bara ekki nógu margar. Berklasjúkrahúsið, þar sem kunningjakonan mín, læknirinn, vann hafði líka barnagarð og barnagæzlu- stofu, sem var ókeypis. „En biðlistinn er langur hjá okkur“, ságði hún. „Fyrst og fremst verður að taka börn þeirra mæðra, sem geta hvergi komið þeim fyrir. Móðir mín á heima í þorpinu og hún hefur nóg húsrúm og hefur gaman af litlu greyjunum. Og svo líður börn-. unum betur í sveitinni. En ég dey þús- und sinnum á dag, svo mikið sakna ég þeirra", bætti hún við. Jr egar ég spurði hana, hversvegna hún hætti ekki að vinna og gæfi sig alla að þeim, svaraði hún: „Ég tók mér átta mánaða frí þegar önnur telpan kom, en svo þegar hún var orðin«dimm mánaða, var ég orðin óþolinmóð að kom- ast aftur til starfs míns. Dagurinn Líð- ur svona, og maður verður útslitinn af húsverkunum, en hefur hinsvegar ekk- ert gert jákvætt eða spennandi, upp- byggilegt eða uppörvandi. En nú þegar krakkarnir eru fjarri, fer ég og heim- sæki þau í hverjum mánuði, eða stund- um kemur líka mamma með þau hingað til nokkurra vikna dvalar.“ „En þetta er langt frá því að vera ákjósanlegt fyrirkomulag. Að ári, þegar búið er að stækka stofnunina okkar, get ég haft þau hjá mér að staðaldri og unn- ið jafnframt. Það er bezta lausnin." Margar rússneskar konur, sem ég tal- aði við, stóðu andspænis þessu sama vandamáli. Tvennt togaðist á um þær: annarsvegar löngunin til að vinna og reyna á krafta sína og hæfileika, hins vegar jafnsterk löngun til að eyða tíma sínum með börnunum, þrátt fyrir þæg- ir.daskort eins og hann nú gerist. Flest- ar kjósa vinnuna, og skilja börnin eft- ir í bili hjá afa þeirra og ömmu, í þeirri von, að þetta verði ekki nema til bráðabirgða. En samt játa þær, að þetta sé hart aðgöngu. Og afleiðing af þessu er sú — að því er margar konur sögðu mér — að þær vilja ekki eiga nema fá börn — tvö, og alls ekki fleiri en þrjú. Sökum þess, hve margir karlmenn féllu í ófriðnum, eru margar fertugar konur enn ógiftar. Þær reyna að bæta sér upp bamleysið með því að gjanga að verld sínu af sem mestum áhuga. Ein slík kona var ritstjóri blaðsins þarna á staðnum. Hún var bæði lagleg og greind, og ljómaði af gleði þegar hún lék sér við börn. „Hún vildi gjama giftast", sagði vinkona mín, „en nú er hún bara orðin ofgömul til þess. Það eru engir mátulega gamlir menn til handa henni.“ Aðrar konur sem ég hitti höfðu gifzt eftir 35 ára aldur af sömu Flestir hinna 4.000 starfsmanna í þessari kvenmenn súkkulaffiverksmiðju í Moskvu eru ástæðu og urðu seint mæður. Allsstaðar hitti ég ekkjur. „Eftir það, sem við urð- um að þola í stríðinu, er engin furða þó að við viljum frið“, sögðu margar rosknar konur við mig. rátt fýrir mikið annríki höfðu allar rússneskar konur, sem ég átti tal við, mikinn áhuga á öllu kvenlegu, þar með talin fatatízka. Horfið er nú áhuga- mál fjórða áratugar aldarinnar, þegar til þess var ætlazt, að konur í verka- mannavinnu og hernum væru óþekkjan legar frá karlmönnunum, félögium sin- um. Rússneskar konur nú á dögum hafa auga fyrir faUegum hlutum og sækjast eftir þeim. Ein kona, verkfræð- ingur, sem hjálpaði mér að þvo þvott- inn minn í tjörninni, sagði við mig, þeg ar hún var að skoða einhverjar litskrúð ugar barnaflíkur: „Já, þú átt falleg föt, en þau fáum við líka bráðum. Við eigum líka rétt á því, undir kommún- istastjóm, að vera aðlaðandi, en fyrst verðum við að ganga í það að bygg[ja upp hagkerfið okkar.“ En það er auðséð, að þessi tízkuáhugi er nýtilkominn: Ég gat ekki annað en tekið eftir almennu smekkleysi á því sviði. Málningunni var oft klesst á, og óhóflega mikið, og flest heimatiibúin föt-skorti snyrtileik og snið. „Sjáðu nú bara þessa gömlu tusku“, sagði ein ung kennslukona við rnig. „Saumakonan min er svo sem ágætis manneskja, en hún kann bara ekki að sníða, og ég kann það heldur ekki og get þessvegna ekki sagt henni til“. Og svo fór hún að spyrja mig spjörunum úr um síð- ustu tízkusnið og efni í vestrænum löndum. Engu að síður sá ég, bæði í Moskvu og þorpinu, konur í tvískiptum kjólum og fellingapilsum, oft heimasaumuðum. Á baðströndinni eru rósótt bikini-bað- föt, heimatilbúin, nýjasta tízka. Nýtízku mauraþúfu-háruppsetningar sjást yfir andlitum, sem eru skerpt með lilsterk- um varalit og augnaskuggum. Ungar stúlkur eru oft furðulega grann vaxnar og jafnvel rosknar konur eru að tala um að megra síg.'Sjötug upp- gjafa-kennslukona sagði við mig: „Þeg- ar ég var ung, þótti ekki heppilegt, að konur væru magrar, af því að þær höfðu svo mikla erfiða vinnu, og við kveink- uðum okkur við að biðja magra og heilsuleysislega konu að taka á erfiðu verki. En við vorum alltaf fegin, þegar einhver hraustleg og sterk var til staðar, til að vinna verkið. En nú á dögum eiga þær ungu hægara, vinnan er ekki eins erfið, tízkan hefur breytzt og jafnvel mér finnst feit kona minna mest á belju.“ M iðlungskonan sovézka hlakkar til enn meira iéttis við húsverkin. „Markmið okkar er ekki það að útvega hverri konu ryksugu, kæliskáp og þvotta vél, út af fyrir sig“, útskýrði ung blaða kona fyrir mér, „heldur að sjá til þess að allar konur geti haft afnot af þessum þægindum, eins fljótt og auðið er. Þess vegna stefnum við að því að stofna út- leigustaði í bæjum ,og þoi-pum, ekki síður en í stóru borgunum.“ „Hér skammt frá er ný stofnun, til dæmis að taka. Þar eru sjálfsala-þvotta- vélar, hraðhreinsun á fötum, fastráðnir klæðskerar og strauborð. Fólk kemur svo með fötin sin í þvott, hreinsun, breyt ingar, viðgerðir og pressun, og allt þetta er haegt að gera samtímis. Vitanlega höfum við ekki enn margar svona stofn- anir, en við erum s^m óðast að koma þeim upp“. „Við erum Hka að koma upp stofn- unum, þar sem hægt er að fá leigð ým- isleg heimilsáhöld. Og ef út í það er farið: hversu margar klukkustundir á viku nota menn rykusgu? Enginn notar hana stöðugt og ætlun okkar er að nota svona áhöld í félagi og hafa þau alltaf í gangi. Þetta er í samraami við hug- n:yndir okkar um félagsanda, og á þenn an hátt geta allir haft afnot af svona véltækni miklu fyrr en ef hver ætti að eighast sína vél.“ Auk áhuga síns á nýtízku tækjum, hlakkar sovétkonan til þess tíma, þeg- ar barnagarðar og barnaumsjón er orðin svo almenn og vel rekin, að hvaða vinnu sem konan hefur, geti hún skilið eftir börnin sín með fullkomnu öryggi yfir daginn, en tekið þau til sín þegar hún kemur heim. Hún hlakkar til þess dags þegar hún getur verið snyrtileg og í velsniðnum fötum og með smekk- iega andlitssnyrtingu. Og það sem mestu vaxðar: hún hlakkar til að gera fullt gagn í starfi sínu. Allar rússneskar konur, sem ég átti tal við, töldu að móðurhlutverk- ið væri óaðskiljanlegt lífi þeirra. „Kona, sem er ekkert annað en hús- móðir, er ekki mikið betri en vinnu- kona, eða jafnvel þæll“, sagði kven- tannlæiknir við mig, og „barnlaus kona er engin kona“. SMASAGAN Framhald af bls. 3 í tóftunum. — Og þá fær maður með tímanum lyst á öðru en mannætum. — Veistu ég trúi því ekki ennþá, að þú hafir étið lambið, sagði stúlkan og gekk nær manninum. — Ég sem sá glitta í eitthvað langt inni í augunum á þér. Ég gæti best trúað það væri óska- steinn. Og hann er blár. Mín augu eru líka blá. — Þau eru einsog þvottablámi, sagði hann. — MLn minna frekar á blek. — Já, en hvorttveggja er blátt, sag'ði stúlkan og hló. — Bláminn er látinn út í þvottinn, þótt hann sé drifhvítur, andmælti hann. — En blek er mesti óþverri sem til er; það birtir skilning. Reyndu ekki að komast til skilnings um minn óskastein, annars verða augun þín á endanum hyl- djúp og blekblá einsog dalurinn um miðja nótt og gegnum slíkan sorta grill- ir varla í þann skærasta óskastein. i Sólin sem nú var komin töluvert á loft starði í andlit kindarinnar. Augu skepnunnar þöndust ástríðufullt út á móti glóandi mistrinu; þau voru næstum eins gul og sítrónur og ótrúlega úthverf í ljóma sínum, einsog öll sál hennar hefði troðist út í þau. Hún jai-maði nokkrum sinnum í spurn og trega. Stúlkan gekk í sveig fyrir hana og stuggaði henni á fætur og niðrí skrið- una. Maðurinn stóð eftir í sömu sporum. Hann gretti sig kankvíslega móti sólinni og skók jakkalöfin einsog hrafnsvængL Stúlkan nam hálflhikandi staðar og leit um öxl til hans. — ,Ég var að bjóða þér kaffi, kallaði hún. -— Þá mundi þér að minnsta kosti hitna. Hann sneri að henni vanganum og var grár á kinn er hann settist aftur á sama stað og áður og þó ívið nær brúninni. — Ég held við sleppum því, kallaði hann á móti. — Þá nennti ég kannski ekki hingað upp aftur. — Og væri það ekki bættur skaðinn? spurði stúlkan og sá nú að hann var mjög svartur í livítri og blárri urngerð hélu og himins. Nei, svaraði hann. — Nei því hér er ég orðinn einn um hituna. Og þeg- ar náttar og dalmyrkrið verður að bleki, þá fer aldrei hjá því að hingað rangli margir. Ég veit þá munar í óskastein- inn minn; mundu fegnir stinga úr mér augun til að ná honum. En tennur mín- ar eru betur sonfnar en þeir halda og borðsiðir mínir hákristilegir. 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 15. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.