Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Page 13
Gamlar minnnr að vestan Valdimar Björn Valdimarsson frá Hnifsdal Grein þessi, sem legið hefir nú 2 ár í salti, var skrifuð í janúarmónuði órið 1962, og eru lesendur beðnir að hafa það hugfast. Ir' að eru nú að verða rétt 20 ár (í janúarlok) síðan ég fluttist með vöru- bíl minn og annað hafurtask búferlum frá Hnífsdal til Reykjavikur. Var þá ætl un mín, sem ég og gerði, að stunda héð- an akstur á vörubíl. En atvinnu þessa hefi ég nú stundað í 31 ár og 5 mánuð- um betur. Þaraf 11 ár og 5 mán frá Hnífsdal, um Vestfirðina blessaða. Fjögur sumur ók ég heyi úr Önund- arfirði og Súgandafirði yfir heiðarnar þar. Þekktist þá lítt að hefla vegi með vegheflum vestur þar, fékk maður þvi oft hnykk með rykk í skrokk sinn á vegum þeim, enda þýddi lítið þó mað- ur væri að kvarta fyrir oddvitunum og jafnvel að skammast við þá útaf um- hirðu véganna, þeir létu sér lítt bregða við það. Brattasta vegarslóð, sem ég fór á vórubíl þarna, eða við, sinn á hvorum bil, ég og Karl Bjarnason, þá vöru- bílstjóri á ísafirði, var upp gamla hesta- veginn, sem áður var farinn með hesta og gangandi upp á Breiðadalsheiðina. Var það ætlun okkar að reyna að ná í snjó á þann hátt, að fara upp gömlu hestaslóðina þarna, alla leið upp að neðri enda á skaflinum, .sem árlega leggst yfir bílveginn þarna og langt nið- ur fjallshlíðina. Þetta haust var skafl inn að miklu leyti horfinn, aðeins lít- ið eitt eftir af honum lengst niðri í brekku. Okkur tókst að lokum einhvernveg- inn, að þrælast á bílunum alla leið upp að skaflinum, snúa bílunum, en það reyndist erfitt, og loks var borinn á þá snjórinn í pokum. Okkur lánaðist að ná í sínar 2 ferðirnar hvorum, en þá held ég að Kalli hafi verið búinn að fá nóg, a m.k. fór hann ekki nema 2 ferðir. Vildi ég þá reyna að fara 3. ferðina. Komst alla leið upp að skafli og hlóðum við bílinn. En um leið og lagit er af stað niður aftur, hrekkur í sundur önn- Ur framfjöðrin. Varð þá ekki við neitt ráðið. Einhvernveginn tókst . þó að stöðva vagninn, ég held frekar af áhitt- ingi því stuðarinn stöðvaðist ofan á steini. En þó ekki næðist meira en þetta af snjónum, varð það þó nóg til þess að halda við beitunni í íshúsinu okkar í Hnífsdal þangað til náðist í klaka á ánni. Síðan ég kom hingað suður, hefi ég einhverntíma verið í hóp með öðr- um að fara upp á Reynisfjall hjá Vík, á bíl sem var með drif á öllum hjólum. Tel ég að áhöld muni verða um hvort brattara er, efst í Reynisfjalli eða þarna sem við Kalli Bjarna vorum að böðlast upp og síðan ofan aftur með snjóinn, í urðinni fyrir neðan Breiðadalsheiðar- veginn. Þ egar ég er nú að rifja upp allar ferðirnar með heyið, verður mér fyrst hugsað til blessaðra bændanna og sona þeirra, sem ég fór með til að sækja heyið, verður mér fyíst hugsað til bless aðra bændanna og sona þeirra, sem ég fór með til að sækja heyið vestur yfir heiðarnar. Þeir kenndu mér og bjuggu þannig upp á drógina (þ.e. vagninn) að aldrei misfórst eða haggaðist á leið- irmi. Ég held ég hafi verið búinn að flytja hey fyrir flesta eða alla bændur í Eyrarhreppi og fara margar ferðir þar að auki fyrir ísfirðinga, þessi 4 sumur sem ég stundaði þennan akstur. Einu sinni man ég, að með mér voru í heyflutningi 2 bændasynir úr Skut- ulsfirði. Var heyið sótt til Önundar- fjarðar. Þetta voru ungár áhugamenn. Mun þá hafa langað til að hafa vænt band, sem og varð. Því þegar þetta Var kcmið upp á bílinn, sá ég, að hlass þetta var stærra en nokkurntíma hafði verið lagt á vagninn áður. Samt er lágt aí stað. En þegar við komum út að Tannanesi, kom bóndinn, TdMi Einars- son út og veifaði mér, svo ég stöðvaði vagninn og tökum við síðan tal saman. Bendir Torfi mér á, að hlassið muni reynast að vera of hátt til þess, að mögu legt sé að koma því yfir heiðina. Seg- ist skulu hjálpa mér, ef ég vilji lækka hlfessið á vayninum. Ekki þáðum við það. En síðan er mér ávalt hlýtt til Torfa fyrir hans ábendingu. Nú er hald ið áfram, þar til við komum upp í Brok- ir neðan við heiðina. Þar sé ég stóran hetlustein utan við veginn og tekst okk ur að koma hellu þessari uppá „stuð- arann“ framan við vatnskassann og staga hann þar fastan. Síðan buðust ungu mennirnir til að sitja hver á sínu bretti upp bröttustu beygjurnar, en mjög hægt var farið þá. En þegar kom ið var uppúr beygjunum lét ég ungu mennina setjast aftur inní bilinn og síð- an ekið tafarlaust heilu og höldnu að hlöðu í Skutulsfirði. Að öðru leyti var aðalatvinna mín við akstur vestur þar bundin við fiskinn, nýjan, saltaðan, þurrkaðan, hertan, ennfremur bein. Svo þegar stríðið byrjaði, breyttist allt við- horf þarna hjá mér. Þá var farið að selja fiskinn á floti uppúr bátunum, beint í togarana og línuveiðarana, jafnóðum og hann veiddist og síðan fluttur til Eng- lands. Þannig var þá þessi atvinna mín vestur þar horfin. Nú voru mínar ástæð ur þær, að árið 1940 hafði ég sótt um innflutning á vörubíl, sem síðan kom til Reykjavikur árið 1941 og loks af- hentur mér þar I desember. Fór ég með hann vestur og fékk Bárð Tómasson til að smíða á hann pall o.fl. Síðan átti ég viðræður við hreppsnefnd og aðra ráða- menn í Hnífsdal, eftir áramót 1941—42, og leitaði hófanna um að þeir tryggöu n>ér 400 til 500 kr. um mánuðinn yfir vetrarmánuðina, svo ég hefði eittlivað við að vera þarna. Það máttu þeir ekki heyra nefnt á nafn. Loks hringdi ég í lok janúar 1942 til Gunnars Bjarnason- ar Reykjavik og falaði atvinnu og bauð hann mér strax 108 kr. á dag fyrir mig og bílinn. Fluttist ég síðan búferlum til Reykjavíkur í janúarlok 1942 eins og fyrr segir. F ljótt gerði ég mér grein fyrir, eftir að hingað var komið, að hér var ég ekki eins afskekktur. Að hér var bókakostur meiri og fróðleikur um hér- að mitt og ættstofn mikill hér á söfn- unum — Þjóðskjala og Landsbókasafni. Reyndar var nú ekki um auðugan garð að gresja fyrstu árin mín hérna á Þjóð- skjalasafninu, þar eð megnið af bók- unum þar hafði verið flutt austur í sveitir til verndar og geymslu vegna stríðshættunnar. Eg kynntist snemma þarna á Þjóð- skjalasafninu, manni að nafni Bragi Sveinsson. Hann lánaði mér góðar bæk- ur með upplýsingum um Vestfirði, svo sem: Gest Vestfirðing, Ferðabók Eg|g- erts og Bjarna, O. Olavius Oekonomiske Reise i Island útgefin 1780. í þeirri bók finnst margt merkilegt um Vestfirði og Vesturland, t.d. um fiskiveiðar, sela og hvalaveiðar við ísafjarðardjúp og víða um Vestfirði. Ennfremur er þar lýsing á fjörðum, víkum og höfnum sem og allnokkuð af örnefnum, en sérstaklega festist mér í minni, hversu mikið þar er skráð af örnefnum á norðaustur hluta stofnun Bandaríkjanna í Normandí í Oklahoma. I. að lítur út mjög svipað og hvert annað stórt veggkort, að und- anteknu því, að á því eru rifur — 141 talsins — reglulega settar um flöt kortsins. Teljarar, sem sýna regn magnið á hinum ýmsu stöðum á kort- inu koma sjálfvirkt fram í þessum rifum þegar rignir. Sams konar kort, en með aðeins 17 rifum, sem nær yfir miklu minna svæði, er notað á sama hátt, til að sannprófa nákvæmni kerf- isins. Að baki kortinu er heil flækja af vímm, sem flytja teljurunum upp- lýsingar frá radar-veðurathugnana- stöðvum. Þessar stöðvar senda út rad argeisla og grípa bergmálið þegar þeir lenda- á regndropum, snjó eða hagli. Hraðinn og styrkleikinn á end urkasti geislanna gefa til kynna stað inn og úrkomumagnið. sem sínir hvar rignir M= eðan maðurinn reynir að stjórna veðrinu, er hann einnig að endurbæta aðferðir til að dreifa upp- lýsingum um þetta veður, sem hann getUr ekki breytt. Nýjar hugmyndir skjóta upp koll- inum í sífellu, og ein hinna nýjustu er veggkort, sem getur í skjótri svip- an sagt til um, hvar rignir á stöðum þeim, sem kortið nær yfir, og hve mikið raunverulega rigni. Hugvitsmaðurinn, Ronald Collis, er forstöðumaður radar-lofteöiisxrajoi- deildarinnar í Stanford-rannsóknar- stofnuninni í Menlo Fark í Kaliforníu. Hann er þeirrar trúar, að áður en lýkur, verði hægt að búa tii svona kort, sem geti.sýnt veðurfarið á hverj um tíma, hvar sem er í Bandaríkjun- um eða heiminum. Slík kort mætti setja upp í flughöfnum, handa flug- mönnum og farþegum, og svo á öðr- um stöðum, þar sem fólk vill fá taf- arlausar upplýsingar um veðurfar þá stundina. Fyrsta kort Collis er notað í tilraunaskyni í Veðurfarsrannsóknar Þessar upplýsingar eru fluttar .sjálf virkt til kortsins eftir venjulegum símaþráðum, en það þýðir aftur, að ýmis kort á ýmsum stöðum geta feng ið sömu upplýsingarnar samtímis. Við þetta tilraunakort sitt notaði Coilis aðferð, sem hann fann upp sjálfur, þar sem ljósnæmur útbún- aður rannsakar radarsviðið og send ir síðan rafmagnsáhrif, svarandi til styrks og útbreiðslu myndanna, til teljaranna á kortinu. Teljararnir breyta þessum áhrifum í tölur, sem sýna regnmagnið. 15. tölublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.