Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Side 14
landsins, sem og á Austfjorðum. Hefi ég heyrt nútíma menn kannist nú ekki lengur við fjölmörg af örnefnum þess- uim þar austur frá og er það illa farið, ef satt reynist. Samt vil ég ekkert um það fullyrða, því mér er þetta ókunn- ugt. Einu tók ég þar eftir, en það er hve víða hefir verið farið eftir leiðbein- ingum og tillögum Olaviusar eftirá, um val á höfnum og lendingum hér á landL Þess má geta, að faðir Olaviusar va.r Ólatfur lögsagnari á Eyri í Seyðis- firði, vestra. Ólafur var einn af for- ftðrum Jóns Sigurðssonar forseta. Ann- ars finnst mér, að alls staðar skíni út úr þeirri þók Olaviusar, hversu mikill ættjarðarvinur hann hefir verið, og lagt sig í framkróka um, að starf hans maetti verða landinu og landsmönnum að gagni enda þótt ekki muni alltaf hafa farið saman áhugi hans og stjórnar Dana á þeim sviðum. Formálinn að bókinni er skrifaður af ættjarðarvininum Jóni Ei- ríkssyni og er það góður inngangur að þeirri sæmdarbók, en hann tekur yfir 220 blaðsíður. Já, það hefur verið stutt á milli þess- ara ættjarðarvina á Vestfjörðum: Fyrst Eggert og Bjarni, síðan O. Olavius og þá mætti nefna Jón Sigurðsson, forseta, sem allir börðust fyrir umbótum, en eyddu bábiljum og heimsku af öllu megni. Síðan koma bælkurnar aftur að austan á Þjóðskjalasafnið í stríðslok. Þá var ég byrjaður að viða að mér vegna Arnardalsættarinnar og skrifaði svo upp smámsaman allmikið af því sem komið hefir á safnið af manntölum sem og piestþjónustubókum af Vestfjörðum. Þessar uppskriftir komu sér oft vel seinna meir. Þó vildi ég benda mönn- um, sem við þetta fást á það, að þessi al- menningsmanntöl eru oft og tíðum ekki sannleikanum samkvæm, þ.e. skírn arvottorðum eða prestþjónustubókum að því er viðkemur fæðingardögum og fæðingarárum manna, enda er þetta mjög eðlilegt, þegar athugað er, að fólk er oft sjálft víðs fjarri, þegar manntöl þessi eru útfyllt; menn þeir sem út- fylla hafa ef til vill ekkert til að styðj- ast við og misminnir þá suma ,eins og gengur. M örgu tók ég eftir, sem síðar festist í minni minu, er ég var að fást við þessar afskriftir. Vil ég þá rifja upp sumar dánarlýsingarnar, sem glöggt sína, hve fólk hefir oft verið orðið að- þrengt og margsogið, áður en það gaf upp öndina. ,,Datt snögglega, er hann var að setja bát.“ „Dó af hákarlsáti." ,,Hné niður í allhvössum vindi í kirkju- ferð.“ Um forföður Álftfirðinga o.fl. Ó- laf Ásgrímsson er sagt í apríl 1812: „Dó snögglega & ArnardalsJiálsi." Um lífsaf- komlu fólks á Vestfjörðum eftir ,Bólu- veikina árið 1707 er fremur fátt til að styðjast við. Þó er mér nær að halda, sð aldrei hafi afkoma fólks á Vestfjörð- um verið yfirleitt öllu verri a.m.k. í Eyrar og Hólssókn en á árunum frá og n:,eð 1800 til 1815, þ.e.a.s. ef miðað er við tímabilið frá 1707—1815. Því Bólu- sóttartímabilið þolir vist engan saman- burð, nema þá svartadauða. Af því ég hefi fengið í mig þá bábilju að nokkuð sé að marka um afkomu fólks ef athug- aðar eru fæðingar og dánarskýrslur, þá hefi ég tekið saman fæðingar og dánar skýrslur í Eyrar og Hólssókn, en af því ekkert er skráð fyrr en árið 1785, er ekki hægt að taka sjálf Móðuharðinda- árin (1783—4). Meyböm og sveinbörn eru talin saman. Fæðingar í Eyrar og Hólssókn: Árið 1785, fæðingar fimm, ár- ið 1788, fæð. nítján, árið 1787, fæð. þrettán, árið 1789, fæð sautján, árið 1791, fæð. tuttugu og sex, árið 1793, fæð. tuttugu og tvær, árið '1795, fæð. sextán, árið 1797, fæð. tuttugu, árið 1799 fæð. tuttugu, árið 1800, fæð. tuttugu, ár- ið 1801, fæð. tíu, árið 1802, fæð. þrett- án, árið 1803, fæð. þrettán, árið 1804, fæð. sjö, árið 1805, fæð. átta, árið 1811 fæð. sex, árið 1812, fæð. sjö, árið 1813, fæð. fimmtán, árið 1815. fæð. átján, ár- ið 1818, fæð. tuttugu og ein, árið 1819, fæð. fimmtán, árið 1820 fæð. tuttugu og- tvær, árið 1822, fæð. tuttugu og sex, árið 1824, fæð. tuttugu og fjórar. Þannig líta þá fæðingarskýrslurnar, út í Eyrar og Hólssókn á 40 ára tímabilinu 1785 til 1824. Allmikið er um andvana- fæðingar, dauða úr ófeiti, sem svo er nefnt og mjög margir verða bráðkvadd- ir. Til samanburðar skulu svo teknar dánarskýrslur í Eyrar og Hólssókn á sama tíma. Tek ég þá saman fyrst dána á árunum 1785 til og með árinu 1800. Dánartalan er 223, en fæddir á sama tima' eru 294, verður þá útkoman þar 71 fleiri fæddir en dánir. En á árunum 1801 til og með 1815 þar snýst þetta alveg við: Þar verður dánartalan 208, en fædd ir á sama tíma 104. Þó er þar við að at- huga, að um 4 eða 5 ár á þessu tímabili, er ekkert skráð í ,kirkjubækurnar hvorki fæddir né dánir og gæti það eitt hvað breytt hlutfallinu í tölu fæddra og dáinna á þessum árum. Eins og ég gat um áður eru dánarorsakir mjög eftirtektarverðar á þessum árum og verð ur mér því á að bæta þar við, svo sem: Bólga í líkamanum. Dó úr meinlætum. Leið niður örend við að taka pott af glæðum. Dó snögglega á víðavangi, skammt frá bænum. Dó úr blóðsótt. Dó eftir barnsburð, alloft. Brjóstveiki, einnig oft. Landfarsótt. Holdsveiki. Kröm, alloft. Taksótt, alloft. Dó úr van metum. Dó úr spítelsku. að fær tæpast dulizt, að þetta megi telja ein mestu skelfingarór, sem yfir Vestfirðina hafi gengáð og fer mað- ur þá að skilja betur orð prestsins á Hrafnseyri 1811: „Láttu hann ekki deyja.“ Á þessum árum virðist allt hafa dáið af ungviði á Vestfjörðum, nema það sem var ódrepandi liggur manni við að segja. Já, það hefir verið harð- neskjulegt úrval. Loks skulu tekin til samanburðar fyrstu árin eftir Napóleonsstyrjaldimar, þegar siglingar hefjast fyrir alvöru aft- ur til Vestfjarðanna, eða árin 1816 til 1825. Á þessum árum fæðast í Eyrar- óg Hólssókn alls 197, en dánartölur fyr- ir sömu ár gefa til samans töluna 163. Verður því fæðingartalan 34 hærri en dánartalan. Þó er þetta allnokkru verri útkoma en 15 árin fyrir aldamótin, eða frá 1785, eins og áður var sýnt. Þar er þó við að athuga, að eitt af þessum árum, eða árið 1818, kom fyrir sérstakt óhapp, sem hækkaði dánartöluna um 4, en það var þegar snjóflóð féll á bæinn að Augnavöllum í Hnífsdal, en um þetta snjófljóð er getið í Klausturpóstinum það ár, sem og í kirkjubók Eyrar- og Hólasóknar. GÍTARINN Framhald af bls. 6 mjög einbeittri stúlku, sem er gítarleik- *ari' og hafði verið hemandi hans, hve nær sem hann kom til Spánar, síðustu tíu árin. Segovia segir: „Ég hef þekkt hana síðan hún var svona lítil (og mælir með tveim fingrum). En ég hef þekkt fólkið hennar í 20-30 ár. Ég vildi nú ganga í hjónabandið á spænskri grund, en af því að fyrri konan mín er enn á lífi, urðum við að leita úr landinu, og svo giftum við okkur í Gíbraltar“. Hin nýja frú Segovia, sem segist hafa gaman af ferðalögum (og hennar vegna þykir honum leitt að þurfa að sleppa Japan og Ítalíu í ár), virðist líkleg til að breyta venjum eiginmanns síns á ýmsan hátt. Til dæmis gerðist það, eft- ir hádegisverð fyrir nokkrum dögum, að Segovia rétti skál með myntum í að gestunum og ætlaði svo að taka sér eina sjálfur, en þá kom grannvaxin, bvít hönd og tók af honum skálina. Á fyrstu hljómleikum þessa árs í New York, þegar hann gekk út af svið- inu eftir fjórða aukalagið, kom s^ma böndin fram og tók gítarinn og lagði hann niður í kassann. „Hún læsti nú ekki kassanum", segir maður, sem þarna var viðstaddur, „en hún virtist þess albúin, ef á þyrfti að halda“. Seg- cvia, sem áður var vanur að vera svo ótæpur á aukalög, að hreingerningarkon- urnar urðu stundum að reka hann út, gekk aftur á bak á pallinum, og sagði brosandi við áheyrendur, að hann væri orðinn þréyttur, og það hlytu þeir líka að vera. E nda þótt hver byrjandi geti náð fallegum hljóðum úr gítar, ef hann legg ur sig fram, er gítarinn óskaplega kröfu- hart hljóðfæri, hverjum þeim, sem ætl- ar að leggja hann fyrir sig í alvörur Tónsvið hans er hér um bil það sama sem mannsbarkans, allt frá kontra-E ’bassans upp í háa-B sópransins. Þar sem strengirnir eru sex og allir halda áíram að titra þangað til fingurnir deyfa þá, er hægt að leika fleiri raddir samtímis. Aðalvandinn, segir Segovia, er fingra setningin, valið á streng til að framleiða tóninn og staðurinn til að snerta hann. „Hjá beztu nemendum mínum, sem hafa haldið hljómleika árum saman, verð ég enn að leiðrétta fingrasetninguna. Og hér er ekki um neitt smekksatriði að ræða: fingrasetningin er annaðhvort rétt eða ekki rétt, af því að „hljómsveitar- vej-kun“ gítarsins er ruidir henni kom- in “ Þar eð Segovia hefur fundið upp hljóðfærið, kennt sjálfum sér á það frá fyrstu byrjun, fundið upp æfingar, sem hann notar enn — hefur hann eiginlega tekið á sig ábyrgðina á framtíð þessar- ar listar. Þrátt fyrir hljómleikaferðir sínar, hefur hann alltaf gefið sér tíma til að kenna, bæði í Santiago de Campo- stella á Spáni, eða í Chigji-akademíunni í Siena. f sumar á hann að kenna meist- araflokki í Kaliforníuháskólanum í Berkeley. Honum eru mest að þakka hin nýstofnuðu prófessorsembætti í gít- arleik í Madrid, Barcelona og Firenze, og konunglega tónlistarskólanum í Lond- on, þar sem uppáhaldsnemandi hans, John Williams frá Ástralíu gegnir em- bættinu. „Þið fáið bráðum kennarastóla hérna líka,“ segir Segovia, „af því 'að ungt fólk langar að leggja stund á gítarleik fyrir alvöru. Þegar ég byrjaði, varð ég sjálfur að finna efnið, síðan afla því álits og loks áheyrenda. Og nú er ég byrjaður að byggja upp kennslukerfið í þessari grein“, segir Andrés Segovia sjötugur. Martin Mayer Guðmundur Guðni 1164 Samþykkt á kirkjuþingi £ Eng- landi að klerkar skuli kosnir af konungsráði og í öllum veraldleg- um málum standa undir konungs úrskurði. Erkibiskupsstóll settur að Upp- sölum í Svíþjóð. ísland Ari Þorgeirsson Hallasonar, mæt- ir á Alþingi með þrjátíu Aust- menn (Norðmenn) og var það kallað skjaldasumar. Réði þá Þorgeir Hallason goði og þeir Ari og aðrir synir hans mestu á því þingi, og seldu Vatnsfirðing- ar, þeir Páll og Snorri, Þorvaldi sjálídæmi. 1165 Valdemar I Danakonungur stoín- Guðmundsson lók ar Antvorskovklaustur í Dan- mörku. Island Jarðskjálftar í Grímsnesi og íór- ust 18 menn þar. F. Þórður Sturluson (Hvamms- Sturlu), einn af hinum nafn- kenndu Sturlusonum er voru þeir Þórður, Sighvatur og Snorri hinn heimskunni sagnfræðingur. 1166 Saladin vinnur borgina Kairó í Egyptalandi og lætur gera þar kastala þann sem enn er uppi- standandi. Erlingur skakki tekur jarldóm i Noregi af Valdemar Knútssyni I Danakonungi. saman Vilhjálmur II verður konungur i Neapelsríki, sem var Suður-ítal- ía ög Sikiley. - ísland Ari Þorgeirsson, faðir Guðmund- ar góða, fellur í bardaga í Noregi 2. 11. og bjargaði um leið lífi Erlings jarls skakka. 1167 Stofnað Borgmannasambandið á Langbarðalandi Ítalíu. Valdcmar Danakonungur gefur Absaloni biskupi fiskimannaþorp ið Höfn, sem nú er Kaupmanna- höfn, höfuðborg Danmerkur. ísland Þorvarður skáld Þorgeirsson yrkir erfiflokk eftir Ara bróður sinn er hann frétti lát hans frá Noregi. 1168 ísland Stofnað klaustur að Hítardal á Mýrum, það var Benediktsregla eins og þau klaustur er áður voru sett á stofn hér á landi. Stofnað klaustur að Þykkvabæ, það var Ágústusarregla. Fyrsti príor þar og ábóti var Þorlákur Þórhallsson, síðar biskup í Skál-| holti. 1169 Eldfjallið Etna á Sikiley gýs og eyðir borginni Catania er hraun- straumur fór yfir borgina og gróf 15,000 manns lifandi. Valdemar mikli Danakonungur fer herför til Vindlands og vinn- ur eyna Rugen og gerir hana að dönsku léni. ísland íslenzkra fálka fyrst getið í ritum erlendis. Það var í Englandi. 1170 Kaupmannahafnar fyrst getið með þessu nafni. Var áður kölluð Höfn. Valdemar mikli hafði, eins og fyrr er getið, árið 1167 gefið Absaloni biskupi þetta fiski- mannaþorp ásamt nærliggjandi jörðum? Absalon stofnaði raun- verulega þessa borg á Slotsholm, þar sem nú er Kristjánsborgar- slot. F. Valdemar sigursæli Danakon- ungur. ísland Einar Þorgilsson tekur upp bú i Búðardal af Oddi Jósepssyni, um vorið, og var Oddi haldið á með- an, en síðast tekinn silfurhringur af honum. ( 17-6. Bardagi 1 Traðardal nálægt Staðarhóli í Dölum, út af nautum. Þar særðist Einar Ingibjargarson stjúpsonur Hvamms-Sturlu. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.