Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1965, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1965, Blaðsíða 13
Eg sigraði í kosningunum. En nokk- ur tregða var á þvi að Ingvar sendi xnér flöskuna og var ekki laust við að Bernharð gerðist allórólegur. En sunnu- dagsmorgun no>kkurn icemur maður með flöskuna og fylgir henni þá kvittuð nóta á mitt nafn. Tregða Ingvars hafði þá stafað af því, að hann vildi ekki láta fréttast eða sjásrt, að hann hefði keypt vískíflös'kuna. En tengdasonur hans, Óiafur Sveinsson, kenndi honum þetta góða ráð að borga flöskuna, en láta svo sem eg hefði tekið hana út. Og auðvitað fekk Bernharð f-östkuna og var hún þá í g'óðuim höndum. A stæðan til þess að eg þóttist full viss um úrsi.itin í Eyjafirði var sú, að fyrir vorko'sning'una i 942 dreymdi mig draum, sem eg þóttist vita að mundi koma fraim í hauistkosningum þeitta sama ár. Mig dreymdi eftirfarandi drauim: „Eg kom inn í stórt samkomuhús og stóðu þar fjölmennar samiklamur. Mér þótti dymar frá austri oig gangur inn frá þeim, en dyr til beggja handa inn á stóra sali fulla af fólki. Eg gakk inn í ganginn og þótiti mér þá sam þing- foróðir mirrn, Bernharð Steifiánsson, kæmi út úr dyrunum til vinstri. Hann var snöggklæddur, þ.e. jakka'laus, og frekar daufur í bragði. En hið einkenniiega við hann vair, að hainn var nauðrakaður nema hálf efri vörin. Á henni var tals- vert skegg. Eg réð drauminn strax þegar eg vaknaði, en sagði ekki frá hon- um. Þannig þóttist eg vita, að Bemharð kæmi einn sinna flokksmanna út úr kosningunuim í Ey j afjairðarsýslu um hau.stið. Félagi hans mundi falla. Þeibta varð og, þvi hlutfiallskosningar í tví- menningskjörd'æmum komu til fram- kvæmda um haustið. M. VESTFIRZKAR ÆTTIR Framihald af hls. 4. að Bakka í Hnífsdal hjá syni sinum, bóndanum þar, ísleiki Bjarnasyni, þá sögð að vera 60 ára. Þá búa einnig að Hrauni í Hnífsdal tveir synir hennar og Bjarna, þeir Guðmundur og Þorleifur Bjarnasynir, ennfremur býr bróðir þeirra Nikulás að Tungu í Bolungarvík á sama ' tíma. Jón Bjarnason d. 1703; foörnin og ekkjan hjá Nikulási 1703. Svo virðist sem ýmsum ættfræðingum — þar á meðal dr. Jóni Þorkelssyni, — sé lítið eða ekkert kunnugt um Þorgerði, því ef mig ekki misiminnir, þá teilur hann í for- manns-frú, móðumt.óðir Brynjólfs biskups mála fyrir kvæðum Stefáns bróður henn ar, að hún hafi orðið blind á unga aldri og ekki gifzt heldur en aðnar systur ihennar, sem hafi margar orSið blindar. Þetta virðist þó vera örugg staðreynd, enda viðurkennt af Hannesi Þorsteins- eyni, sagnfr. Því læt ég þessa fólks getið hér, að í Arnardalsætt á bls. 30, Hnífs- dialssett, tölulið 5, er greint frá Jóni Jónssyni, lögréttumanni, en kona Sess- elja Guðmundsdóttir. S íðan hafa komið fram allmiklar likur fyrir því, en þó varia örugg vissa, að Sesselja hafi verið dóttir Guðmundar bónda á Bakka í Hnífsdal um 1710, en hann var sonur ísleiks bónda Bjarna- sonar á Bakka, sem hér að ofan getur. En hvað manni hennar (ef svo væri), Jóni Jónssyni lögréttumanni viðkemur, virðast Kirkjubólserfðir í Skutulsfirði nokkurnveginn örugglega skila honum Iírynjólfur biskup Sveinsson inn i Murtaættina gömlu frá Vatnsfirði. Það eru nú liðin um átta ár síðan búið var að taka saman innihald Arnardals- ættarinnar. Margir hafa látið á sér heyra að þeim finnist nafnaskrá ritsins ekki vera nógu fullkomin. Spjaldskrá hefir nú síðan verið tekin saman, yfir því sem næst öll nöfn sem bókin geymir. Haft hefir verið samband. við fólk af ættinni, aðallega í síma. Kemur í ljós að allmikl- ar breytingar og viðaukar eru þarna á ferðinni. Sumstaðar bætzt við 3, 4, og jafnvel 5 börn og áberandi margar gift- ingar og sem sagt allt hið þroskavænleg- asta. Ennfremur er þess að geta, að fyrir nokkru var ráðizt í að taka saman aðra vestfirzka ættkvísl, sem gjarnan mætti bera nafnið Eyrardalsætt. Verða þar rakin ættmenni Þorvarðar Jónssonar frá Látrum. Þorvarður var einn af bræðrum Ólafs Jónssonar, lögsagnara á Eyri, en hann (ólafur) var sem kunnugt er forfaðir Jóns Sigurðssonar forseta. Það gefur því auga leið, að efni virð- ist vera til í þriðja bindi af Vestfirzkum ættum, væri maður svo merkilegur að geta komið því saman og síðan þar næst komið því á prent. * M argir þóttust einnig bera skarð- an hlut frá borði í skiptum sínum við Arnardalsættina vegna þess, að þeir gættu sín ekki í tíma, að láta okur í té . myndir þær, sem þeir svo síðar sár sáu eftir að hafa ekki látið af hendi til myndatöku í ritið. Sumir virtust líka eitt hvað hvekktir toig tófeu mig tæpast alvar- lega, þó ég lofaði að skila þeim öllum gömlu myndunum þeirra aftur. Samt held ég að flestir hafi heimt sínar gömlu myndir aftur. Ætla ég nú enn á ný að minna fólk á það, fari nú svo ólíklega, að hægt verði að koma þriðja bindinu á flot, þá athugi það þetta í tíma með myndir af eldra fólkinu. Ekki skal standa á að auglýsa eftir þeim, ef með þarf. Þá er að minnast á misfellur og og skekkjur, en þær munum við nú vera búnir að tína að miklu leyti upp, með aðstoð fólksins, a.m.k. úr fyrra bindinu.' Skekkjui-nar reynast margar staifa af því, að stuðzt var allnokkuð við hin al- mennu manntöl (tíu ára manntölin) sem reynast flest að úa og grúa af villum. Ennfremur endurtekur þetta sig á sama hátt í íbúasikrám Reykjavíkur og öðrum nýjum íbúaskrám, dánarskýrslum alman akanna, sem og öðrum skriflegum og munnlegum skýrslum vina og vanda- manna, sem virðist þá stundum hafa misminnt og jafnvel misreiknað æviár sín og ættingja sinna. Þegar við svo höfðum ekkert annað í höndum til sam- anburðar á þessum munnlegu skýrslum eða til að -prófa áreiðanleik þeirra, var viðbúið að fram kæmi einhver óná- kvæmni. Síðan koma flaustur og óað- gætnisvillur okkar sjálfra ásamt prent- villunum til að sæta soðið. Þegar ég var að yfirfara síðasta ársrit Sögufél. ísfirðinga (1963) rakst ég þar á merkilega grein um Verzlunarstaðina á Skutulsfjarðareyri eftir Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfógeta. D regur hann þar fram í dagsljósið fyrir okkur (verður mér á að segja) gamla og góða heimild um húsakost í verzlunarstaðnum á Skutulsfjarðareyri árið 1774. Þar sé ég, að forfaðir okkar, — niðja Kjartans Jónssonar, bónda í Hrauni í Hnífsdal, — Jón Jónsson, fyrr lögrm. (f. 1709) er þar nefndur fyrstur virðingarvotta verzlunarhúsanna. Áður höfðum við ekki fundið hann skráðan við gjörning eftir árið 1767. Næstur votta er talinn Sigurður Ólafsson frá Ögri, seni var faðir Sæmundar stúdents, sem um skeið var bóndi í Arnardal. Þar næst eru 3. og 4. vottur forfeður Arnar- dalsættarinnar þeir: Bárður bóndi Illuga son (f. 1710 d. fyrir 1780) og Guðmundur Bárðarson (sonur hans 1742—1807); 5. vottur: Sigurður Jónsson, bóndi á Kirkju bóli í Skutulsfirði (1722—1796), en hann var bróðir Jóns lögrm. hér að ofan, samkvæmt minnisbók séra Hákonar Ólafur Einarsson, prestur, skólarektor og skáld. Var háskólagenginn. Bróðir Odds biskups Snæbjamarsonar prests að Álftamýri (1711—1798), en minmsbók þessd er í Þjóðskjalasafni. Séra Hákon var kvænt- ur Guðrúnu systur þeirra bræðra. Sjá æviskrár II. 234-5, en þar er Gúðrún nefnd dóttir Jóns lögréttum. en var syst- ir hans ( 6 árum yngri en hann). Út af Hákoni og Guðrúnu er kominn feikna mikill ættbálkur um Barðaströnd Og Breiðafjörð og Dali. Sigurður bóndi á Kirkjubóli var forfaðir Thonsteinssons í Æðey og Sölvaættarinnar frá. Kirkju- bóli og alls þess merkisifólks. 6. votturinn er Magnús bóndi Odds- son á Kirkjubóli, 1762. Hann er fæddur 1727, ættaður úr Önundarfirði. Þau hjón, hann og kona hans, Guðný Björnsdóttir (f. 1726, ættuð úr Boil ungarvík), ’eru bú- endur á Kirkjubóli 1762. Þá er þar einn- ig dóttir Guðnýjar af fyrra hjónabandi hennar, Guðrún Sveinsdóttir bónda á Ósi og síðar á Kirkjubóli í Skutulsfirði, en hann var einnig bróðir Jóns lög- réttum. í Hnífsdal og systkina bans, sbr. minnisbók séra Hákonar við árið 1753 ( þá sömu og áður getur), þegar skipti fóru fram eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur (Ketilss., tengdamóður séra Hákonar, en móð'Ur þeirra systíkinanna). Þar er enn- freimur nefndiur ti'l skiptanna Jón Jóns- son yngri, bróðir þeirra. Sá Jón mun hafa verið bóndi I Miðdal í Bolungarvík a. m. k. um tíma. Ekki skal undandregið, Stefán Ólafsson prestur í Vallanesi og þjóðskáld að Ólafur Þ. Kr. skólastj. sýndi mér iþetta, sem ég er að vísa til í minnisbók séra Hákonar á Álfitaimýri. Að lofeuim ætla ég svo að koma hér fyrir því sem Alþingisbókin geymir um jarðakaup Jóns lögrm. og fólks hans á árunum 1734 til 1767. Alþingisbókin 1743. — Kaupbréf bræðranna Jóns eldra og Jóns yngra Jónssonar, soleiðis að Jón yngri selur Jóni eldra 5 hundruð í Mýdal í Bolung- arvík fyrir 20 rd. specie dat. 4. júní 1734. Alþingisbókin 1746. — Kaupbréf Guð- rúnar Ásmundsdóttur fyrir 12 hundruð í Tungu í Önundarfirði meðfylgjandi 2 kúgildum og 4 ám af Erlendi Ólafssyni s. m. eftir fulknagt íslands Compagnies fyrir 68 rd. Dat. 2. okt. 1744. Alþingisbókin 1750. — Kaupbréf löig- réttumannsins Jóns Jónssonar fyrir 12 bundruð í Ósi og 8 hundruð í Gili með 1 kúgildi af Þorsteini Pálssyni 75 rd. jörð og kúgildi. Dat. 28. júlí 1748. Alþingisbókin 1756 — Brigðarlýsing lögrm. Jóns Jónssonar á 2 hundruð í Kirkjuibóli í Skutulsfirði og 4 hundruð í Sandeyri. Dat. 14. júli 1756. Allþingisbókin 1765. — Kaupbréf lögrm. Jóns Jónssonar fyrir jörðinni 1 Hnífsdal 44 hundruð a.f síra Halldóri Jónssyni próf. með samiþykki hans ektakvinnu Salvarar Þór’ðardóttur fyrir 400 rd. specie. Dat. 19. sept. 1763.* Alþingisbókin 1767. — Afsalsbréf Sig- urðar Sigurðssonar s.m. á jörðinni Gölt 12 hundruð til Monsr Jóns Jónssonar í Hní'fsdal fyrir 48 rd. specie. Dat. 6. jan. 1767. Þess skal að lokum getið, að hr. bygg- ingaverkfræðingur Theódór Árnason, hér, sem allnokkuð mun hafa höndum farið urn fom sfejöl, bæði hér á landi og víðar, tók upp fyru- mig úr alþingis- bókinni í fiebrúar 1964 cfanritaða skýrsiu um jarðakaup Jóns lögnm. í Hnífsdal og fólks ihans. Theódór heiir bætt neðan við skýrsluna þeim ummælium — að ekki verði fram hjá því gengið að þvi aðeins hafi Jóni lögrm. keypt ofanritaðar jarð- ir að hann 'hafi haft full réttindi til kaupa á þeim samkv. landislögum. Valdimar B. Valdimarsson frá Hnifsdal * Sjá aevisögu Jóns próf. Stekigrs. (1913 — 16) bls. 390,85 o.v. 6. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.